Finnar komust óvænt í undankeppni EM 2016 | Geta mætt Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. apríl 2014 11:00 Richard Sundberg skoraði fjögur mörk. Vísir/AFP Finnland verður í pottinum á föstudaginn þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM 2016 í handbolta en Finnar gerðu sér lítið fyrir og lögðu fjórfalda heimsmeistara Rúmena, 62-61, í umspili um sæti í undankeppninni. Finnar töpuðu fyrri leiknum á útivelli, 32-30, en unnu þann seinni á heimavelli í gær, 32-29. Þeir voru algjörlega með leikinn í höndum sér í stöðunni 30-22 en Rúmenar áttu frábæran lokakafla og minnkuðu muninn niður í þrjú mörk, 31-28. Stuðningsmenn finnska liðsins í íþróttahöllinni í Karjaa gátu þó fagnað sögulegum sigri því heimamenn skoruðu eitt mark til viðbótar sem dugði til og fá Finnar nú stórþjóðir í heimsókn í undankeppninni. Það ætti ekki að minnka áhugann á íþróttinni þar í landi. Finnskur handbolti virðist vera á mikilli uppleið en besta félagsliðið þar í landi, Cocks, komst í 8 liða úrslit Áskorandabikars Evrópu eins og Vísir greindi frá fyrir nokkrum vikum. Aldrei áður hefur finnskt lið komist svo langt í Evrópukeppni. Markahæsti maður Finnlands í gær, Teemu Tamminen (8 mörk), er leikmaður Cocks sem kemur frá bænum Riihimäki. Þar má finna 10 prósent allra þeirra sem stunda handbolta í Finnlandi. Bosnía og Hersegóvína, sem Ísland mætir í sumar í umspili um sæti á HM 2015, verður einnig í pottinum á föstudaginn þegar dregið verður en Bosníumenn unnu Grikki samanlagt, 55-45, í tveimur leikjum. Bæði lið verða í neðsta styrkleikaflokki ásamt Ísrael, Úkraínu, Tyrklandi og Sviss sem var þriðja liðið sem komst í undankeppnina í gegnum umspilið í gær. Ísland er í öðrum styrkleikaflokki og getur því mætt annað hvort Bosníu eða Finnlandi í riðlakeppninni. EM 2016 fer fram í Póllandi 17.-31. janúar 2016 en drátturinn í undankeppni mótsins fer fram sem fyrr segir á föstudaginn klukkan 9.30.Styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn:1. flokkur: Danmörk, Spánn, Króatía, Frakkland, Serbía, Ungverjaland, Slóvenía.2. flokkur: Ísland, Þýskaland, Makedónía, Rússland, Svíþjóð, Hvíta-Rússland, Noregur.3. flokkur: Austurríki, Tékkland, Svartfjallaland, Slóvakía, Litháen, Portúgal, Holland.4. flokkur: Bosnía og Hersegóvína, Ísrael, Lettland, Sviss, Úkraína, Tyrkland, Finnland. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Sjá meira
Finnland verður í pottinum á föstudaginn þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM 2016 í handbolta en Finnar gerðu sér lítið fyrir og lögðu fjórfalda heimsmeistara Rúmena, 62-61, í umspili um sæti í undankeppninni. Finnar töpuðu fyrri leiknum á útivelli, 32-30, en unnu þann seinni á heimavelli í gær, 32-29. Þeir voru algjörlega með leikinn í höndum sér í stöðunni 30-22 en Rúmenar áttu frábæran lokakafla og minnkuðu muninn niður í þrjú mörk, 31-28. Stuðningsmenn finnska liðsins í íþróttahöllinni í Karjaa gátu þó fagnað sögulegum sigri því heimamenn skoruðu eitt mark til viðbótar sem dugði til og fá Finnar nú stórþjóðir í heimsókn í undankeppninni. Það ætti ekki að minnka áhugann á íþróttinni þar í landi. Finnskur handbolti virðist vera á mikilli uppleið en besta félagsliðið þar í landi, Cocks, komst í 8 liða úrslit Áskorandabikars Evrópu eins og Vísir greindi frá fyrir nokkrum vikum. Aldrei áður hefur finnskt lið komist svo langt í Evrópukeppni. Markahæsti maður Finnlands í gær, Teemu Tamminen (8 mörk), er leikmaður Cocks sem kemur frá bænum Riihimäki. Þar má finna 10 prósent allra þeirra sem stunda handbolta í Finnlandi. Bosnía og Hersegóvína, sem Ísland mætir í sumar í umspili um sæti á HM 2015, verður einnig í pottinum á föstudaginn þegar dregið verður en Bosníumenn unnu Grikki samanlagt, 55-45, í tveimur leikjum. Bæði lið verða í neðsta styrkleikaflokki ásamt Ísrael, Úkraínu, Tyrklandi og Sviss sem var þriðja liðið sem komst í undankeppnina í gegnum umspilið í gær. Ísland er í öðrum styrkleikaflokki og getur því mætt annað hvort Bosníu eða Finnlandi í riðlakeppninni. EM 2016 fer fram í Póllandi 17.-31. janúar 2016 en drátturinn í undankeppni mótsins fer fram sem fyrr segir á föstudaginn klukkan 9.30.Styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn:1. flokkur: Danmörk, Spánn, Króatía, Frakkland, Serbía, Ungverjaland, Slóvenía.2. flokkur: Ísland, Þýskaland, Makedónía, Rússland, Svíþjóð, Hvíta-Rússland, Noregur.3. flokkur: Austurríki, Tékkland, Svartfjallaland, Slóvakía, Litháen, Portúgal, Holland.4. flokkur: Bosnía og Hersegóvína, Ísrael, Lettland, Sviss, Úkraína, Tyrkland, Finnland.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Sjá meira