Lífið

Ilmur stígur trylltan dans

Ilmur Kristjánsdóttir
Ilmur Kristjánsdóttir
„Þetta var nú bara smá grín hjá okkur Æsu, vinkonu minni,“ segir leikkonan og stjórnmálamaðurinn Ilmur Kristjánsdóttir, en myndskeið sem hún birti á Facebook-síðu sinni í gær hefur vakið mikla lukku, en þar dansar Ilmur við lagið Cotton Eyed Joe.

„Þetta byrjaði þannig að ég sendi henni lagið Scatman á afmælisdaginn hennar því við eigum fyndnar minningar við það lag. Hún birti í kjölfarið myndband af sér og manninum sínum að dansa við það. Á afmælisdaginn minn í síðustu viku sendi hún mér svo Cotton Eyed Joe og ég varð auðvitað að svara í sömu mynt,“ segir Ilmur og hlær.

„Ég ætlaði að senda þetta í einkaskilaboðum en það var eitthvað svo flókið svo að mér datt í hug að reyna að byrja nýtt trend,“ segir Ilmur að lokum.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.