Lífið

Hitaði upp fyrir Ellie Goulding

Baldvin Þormóðsson skrifar
Dísa einbeitir sér frekar að smáskífum.
Dísa einbeitir sér frekar að smáskífum.
„Það er búið að vera ýmislegt í gangi,“ segir Dísa Jakobs tónlistarkona en hún er með mörg járn í eldinum í Danmörku.

„Ég var að setja saman nýja hljómsveit,“ segir Dísa en hún hitaði upp fyrir Ellie Goulding fyrr á árinu.

„Það var rosalega skemmtilegt, við spiluðum á stað sem heitir Tap1,“ segir Dísa, en um síðustu helgi hitaði hún líka upp fyrir Ásgeir Trausta.

„Síðan er ég náttúrulega með efni í svona þrjár plötur,“ segir Dísa. Það er útgáfufyrirtækið Tigerspring sem gefur út tónlist hennar en hún einbeitir sér að því að gefa út smáskífur frekar en stórar plötur.

„Það er einhvern veginn meira frelsi í því. Annars verður það svo stór pakki að gefa út eina stóra plötu,“ segir Dísa en hún er að leggja lokahönd á nýjasta lag sitt, Marry You.

„Þetta er popplag með pakistönsku ívafi og hörðum takti.“ Dísa stefnir að því að gefa út lagið ásamt tónlistarmyndbandi á næstu vikum. Máni Sigfússon gerði myndbandið fyrir síðasta lag hennar, Stones.

„Hann Máni er algjör snillingur, myndbandið var rosalega flott,“ segir Dísa en ásamt því að semja og spila tónlist þá er hún í lagasmíðanámi við Tónlistarakademíuna í Kaupmannahöfn.

„Mér finnst ég samt búin að vera hérna aðeins of lengi. Ég ætla að klára námið og síðan er ég mjög til í að prófa eitthvað nýtt.“

Hér að neðan er hægt að hlusta á lag Dísu, Stones við myndband Mána.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.