Faldi demanturinn í vestri 1. apríl 2014 14:00 Það er einstök upplifun að róa um á kajak og skoða risastóra ísjaka. MYND/GETTY Þrátt fyrir að einungis taki um tvær klukkustundir að fljúga til austurstrandar Grænlands hafa flestir Íslendingar lítið ferðast þangað undanfarin ár. Grænland er engu að síður stórmerkilegt land og eiginlega heill heimur út af fyrir sig. Ferðamenn sem þangað sækja stunda meðal annars kajakferðir, gönguferðir, fara í hundasleðaferðir, ísjakaskoðunarferðir og hvalaskoðun auk þess að stunda ýmiss konar veiði. Einn þeirra Íslendinga sem hafa ferðast mikið um Grænland er Valdimar Halldórsson en hann hefur verið með annan fótinn á austurströnd landsins undanfarin tvö ár. „Ég gekk yfir Grænlandsjökul á skíðum fyrir tveimur árum og hreifst mjög af landi og þjóð. Síðan þá hef ég ferðast töluvert á austurströndinni en einnig á vestur- og suðurhluta landsins.“ Valdimar hefur lítillega komið nálægt rekstri ferðaþjónustu ásamt félaga sínum Jóni Grétari Magnússyni. Sú starfsemi er í bænum Tasiilaq á austurströnd Grænlands. Að sögn Valdimars er sú starfsemi ekki síður rekin af áhuga en arðsemissjónarmiðum. „Þótt straumur ferðamanna til Grænlands hafi vaxið jafnt og þétt er það ekkert í líkingu við aukninguna til Íslands undanfarin ár. Stærsti þátturinn sem takmarkar frekari vöxt eru erfiðar samgöngur. Grænland hefur aðeins einn alþjóðlegan flugvöll sem er í Syðri-Straumfirði á vesturströndinni. Ef flytja þarf ferðamenn milli þorpa og bæja þarf því oft að nota þyrlur eða báta. Menn keyra að minnsta kosti ekki á milli staða í rútum. Til Grænlands kemur gjarnan ævintýrafólk sem er tilbúið að borga aðeins meira fyrir slíka heimsókn í stað þess að borga minna fyrir ferð á sólarströnd.“ Að sögn Valdimars heimsækja flestir ferðamenn vesturströnd Grænlands vegna flugvallarins í Syðri-Straumfirði. Mun færri búa á austurströndinni þar sem Valdimar þekkir betur til. „Íbúum þar gengur þó ágætlega að taka á móti ferðamönnum. Fólkið þar er öðruvísi þenkjandi enda eru þar fámenn veiðimannasamfélög. Þar eru menn ekki alltaf að horfa á klukkuna heldur snýst lífið um veiðiskap og að bjarga sér.“ Hugrakkir ferðalangar bragða að sjálfsögðu á veitingum heimamanna en þær samanstanda meðal annars af fiski og spiki og kjöti af sel og náhval. „Veitingastaðir á Grænlandi bjóða margir upp á hreindýr og sauðnaut en þau ganga villt. Sjófuglinn er auk þess sérlega vinsæll matur hjá veiðimönnunum á Austur-Grænlandi.“ Veðurfar er skaplegt á vorin og sumrin þótt það sé misjafnt eftir landshlutum. „Heitast er á suðurhluta eyjarinnar en kaldara eftir því sem norður dregur. Hitinn getur farið í 15-18 gráður auk þess sem það verður mjög bjart líka.“ Valdimar spáir áframhaldandi vexti í ferðaþjónustunni en sem fyrr segir ráðist sá vöxtur af samgöngum. „Væntanlega munu fleiri skemmtiferðaskip koma hingað en til að vaxa hraðar þarf fleiri og betri flugvelli. Framtíðin verður að skera úr um þá þróun.“ Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Þrátt fyrir að einungis taki um tvær klukkustundir að fljúga til austurstrandar Grænlands hafa flestir Íslendingar lítið ferðast þangað undanfarin ár. Grænland er engu að síður stórmerkilegt land og eiginlega heill heimur út af fyrir sig. Ferðamenn sem þangað sækja stunda meðal annars kajakferðir, gönguferðir, fara í hundasleðaferðir, ísjakaskoðunarferðir og hvalaskoðun auk þess að stunda ýmiss konar veiði. Einn þeirra Íslendinga sem hafa ferðast mikið um Grænland er Valdimar Halldórsson en hann hefur verið með annan fótinn á austurströnd landsins undanfarin tvö ár. „Ég gekk yfir Grænlandsjökul á skíðum fyrir tveimur árum og hreifst mjög af landi og þjóð. Síðan þá hef ég ferðast töluvert á austurströndinni en einnig á vestur- og suðurhluta landsins.“ Valdimar hefur lítillega komið nálægt rekstri ferðaþjónustu ásamt félaga sínum Jóni Grétari Magnússyni. Sú starfsemi er í bænum Tasiilaq á austurströnd Grænlands. Að sögn Valdimars er sú starfsemi ekki síður rekin af áhuga en arðsemissjónarmiðum. „Þótt straumur ferðamanna til Grænlands hafi vaxið jafnt og þétt er það ekkert í líkingu við aukninguna til Íslands undanfarin ár. Stærsti þátturinn sem takmarkar frekari vöxt eru erfiðar samgöngur. Grænland hefur aðeins einn alþjóðlegan flugvöll sem er í Syðri-Straumfirði á vesturströndinni. Ef flytja þarf ferðamenn milli þorpa og bæja þarf því oft að nota þyrlur eða báta. Menn keyra að minnsta kosti ekki á milli staða í rútum. Til Grænlands kemur gjarnan ævintýrafólk sem er tilbúið að borga aðeins meira fyrir slíka heimsókn í stað þess að borga minna fyrir ferð á sólarströnd.“ Að sögn Valdimars heimsækja flestir ferðamenn vesturströnd Grænlands vegna flugvallarins í Syðri-Straumfirði. Mun færri búa á austurströndinni þar sem Valdimar þekkir betur til. „Íbúum þar gengur þó ágætlega að taka á móti ferðamönnum. Fólkið þar er öðruvísi þenkjandi enda eru þar fámenn veiðimannasamfélög. Þar eru menn ekki alltaf að horfa á klukkuna heldur snýst lífið um veiðiskap og að bjarga sér.“ Hugrakkir ferðalangar bragða að sjálfsögðu á veitingum heimamanna en þær samanstanda meðal annars af fiski og spiki og kjöti af sel og náhval. „Veitingastaðir á Grænlandi bjóða margir upp á hreindýr og sauðnaut en þau ganga villt. Sjófuglinn er auk þess sérlega vinsæll matur hjá veiðimönnunum á Austur-Grænlandi.“ Veðurfar er skaplegt á vorin og sumrin þótt það sé misjafnt eftir landshlutum. „Heitast er á suðurhluta eyjarinnar en kaldara eftir því sem norður dregur. Hitinn getur farið í 15-18 gráður auk þess sem það verður mjög bjart líka.“ Valdimar spáir áframhaldandi vexti í ferðaþjónustunni en sem fyrr segir ráðist sá vöxtur af samgöngum. „Væntanlega munu fleiri skemmtiferðaskip koma hingað en til að vaxa hraðar þarf fleiri og betri flugvelli. Framtíðin verður að skera úr um þá þróun.“
Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið