Lífið

Leikari játar framhjáhald á samfélagsmiðli

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Kínverski leikarinn Wen Zhang skrifaði færslu á Weibo í gær, kínversku útgáfuna af Twitter, þar sem hann játaði að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni til sex ára, Ma Yili.

Í færslunni segist hann hafa haldið við meðleikkonu sína Yao Di en þau leika saman í vinsæla, kínverska sjónvarpsþættinum Naked Marriage.

„Mistök eru mistök. Í dag er ég viljugur til að taka afleiðingunum,“ skrifar Wen til dæmis en hann á eitt barn með Ma.

Færslan gerði allt vitlaust og á nokkrum klukkutímum höfðu 2,5 milljónir manna skrifað athugasemd við hana og ein milljón manna deilt henni. Sem dæmi má taka að fræga sjálfsmyndin sem Ellen DeGeneres tók á Óskarnum hefur verið endurtíst 3,4 milljón sinnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.