Lífið

Fyrrverandi eiginmaður Robin Wright látinn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Fyrrverandi sápuóperustjarnan Dane Witherspoon er látin 56 ára að aldri. Dane var kvæntur leikkonunni Robin Wright á árunum 1986 til 1988.

Sápuóperustjarnan A. Martinez, sem lék með Dane og Robin í Santa Barbara, deildi fréttunum með aðdáendum Dane.

„Dane lést í morgun. Fólk sem horfði á Santa Barbara man eftir honum sem Joe Perkins. Hann var frábær gaur, elskaður og dáður af mörgum.“

Dane kvæntist leikkonunni Tracy K. Shaffer eftir skilnaðinn við Robin en þau Tracy skildu árið 2011.

Robin giftist hins vegar leikaranum Sean Penn árið 1996. Þau voru saman í fjórtán ár og eiga dótturina Dylan og soninn Hopper saman. Nú er Robin trúlofuð leikaranum Ben Foster.

Ekki er ljóst hver dánarorsök Dane var að svo stöddu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.