Mjótt á munum í Skotlandi Heimir Már Pétursson skrifar 16. september 2014 20:43 Nú þegar tæpir tveir sólarhringar eru þar til Skotar ganga að kjörborðinu í þessari sögulegu þjóðaratkvæðagreiðslu, er mjög mjótt á munum milli Já og Nei fylkinganna hvað varðar afstöðuna til sjálfstæðis Skotlands. Þegar nýjust kannanir eru vigtaðar saman ætla 42 prósent Skota að segja Nei við sjálfstæði, 40 prósent ætla að segja já og 17 prósent hafa ekki enn ákveðið sig. Skotland hefur lengi verið eitt helsta vígi breska Verkamannaflokksins og hér nýtur Íhaldsflokkurinn lítils fylgis, enda eru þeir Tony Blair og Gordon Brown fyrrverandi leiðtogar Verkamannaflokksins og forsætisráðherrar báðir frá Skotlandi. Brown messaði yfir löndum sínum í dag og vandaði leiðtoga Skoska þjóðarflokksins ekki kveðjurnar. „Ekki einu sinni síðustu tvo daga kosningabaráttunnar fáið þið svör. Og ég segi við Alex Salmond: Þú getur hunsað sumar viðvaranir sérfræðinga stundum, en þú getur ekki hunsað allar viðvaranir alltaf.“ Brown dró upp dökka mynd af framtíðinni samþykktu Skotar að stofna sjálfstætt ríki. „Ef þið veljið Já, verða öll tengsl, hver einsasti hlekkur sem til er, sambandið sem við höfum við vini okkar, nágranna og ættingja, öll pólitísk og stjórnskipuleg tengsl munu hverfa. Og lítið svo á aðrar afleiðingar. Við missum ávinninginn sem við höfum af breska gjaldmiðlinum og getuna til að taka ákvarðanir á sameiginlegum vettvangi Stóra-Bretlands, og verum hreinskilin um þetta, eina milljón starfa sem tengjast aðildinni að ríkjasambandinu.“ Búist er við met kjörsókn á fimmtudag, eða vel yfir 80 prósent en fyrstu tölur úr kjördæmunum 32 munu liggja fyrir um miðnætti og lokatölur ættu að verða ljósar um klukkan fjögur á föstudagsmorgun. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Nú þegar tæpir tveir sólarhringar eru þar til Skotar ganga að kjörborðinu í þessari sögulegu þjóðaratkvæðagreiðslu, er mjög mjótt á munum milli Já og Nei fylkinganna hvað varðar afstöðuna til sjálfstæðis Skotlands. Þegar nýjust kannanir eru vigtaðar saman ætla 42 prósent Skota að segja Nei við sjálfstæði, 40 prósent ætla að segja já og 17 prósent hafa ekki enn ákveðið sig. Skotland hefur lengi verið eitt helsta vígi breska Verkamannaflokksins og hér nýtur Íhaldsflokkurinn lítils fylgis, enda eru þeir Tony Blair og Gordon Brown fyrrverandi leiðtogar Verkamannaflokksins og forsætisráðherrar báðir frá Skotlandi. Brown messaði yfir löndum sínum í dag og vandaði leiðtoga Skoska þjóðarflokksins ekki kveðjurnar. „Ekki einu sinni síðustu tvo daga kosningabaráttunnar fáið þið svör. Og ég segi við Alex Salmond: Þú getur hunsað sumar viðvaranir sérfræðinga stundum, en þú getur ekki hunsað allar viðvaranir alltaf.“ Brown dró upp dökka mynd af framtíðinni samþykktu Skotar að stofna sjálfstætt ríki. „Ef þið veljið Já, verða öll tengsl, hver einsasti hlekkur sem til er, sambandið sem við höfum við vini okkar, nágranna og ættingja, öll pólitísk og stjórnskipuleg tengsl munu hverfa. Og lítið svo á aðrar afleiðingar. Við missum ávinninginn sem við höfum af breska gjaldmiðlinum og getuna til að taka ákvarðanir á sameiginlegum vettvangi Stóra-Bretlands, og verum hreinskilin um þetta, eina milljón starfa sem tengjast aðildinni að ríkjasambandinu.“ Búist er við met kjörsókn á fimmtudag, eða vel yfir 80 prósent en fyrstu tölur úr kjördæmunum 32 munu liggja fyrir um miðnætti og lokatölur ættu að verða ljósar um klukkan fjögur á föstudagsmorgun.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira