Mjótt á munum í Skotlandi Heimir Már Pétursson skrifar 16. september 2014 20:43 Nú þegar tæpir tveir sólarhringar eru þar til Skotar ganga að kjörborðinu í þessari sögulegu þjóðaratkvæðagreiðslu, er mjög mjótt á munum milli Já og Nei fylkinganna hvað varðar afstöðuna til sjálfstæðis Skotlands. Þegar nýjust kannanir eru vigtaðar saman ætla 42 prósent Skota að segja Nei við sjálfstæði, 40 prósent ætla að segja já og 17 prósent hafa ekki enn ákveðið sig. Skotland hefur lengi verið eitt helsta vígi breska Verkamannaflokksins og hér nýtur Íhaldsflokkurinn lítils fylgis, enda eru þeir Tony Blair og Gordon Brown fyrrverandi leiðtogar Verkamannaflokksins og forsætisráðherrar báðir frá Skotlandi. Brown messaði yfir löndum sínum í dag og vandaði leiðtoga Skoska þjóðarflokksins ekki kveðjurnar. „Ekki einu sinni síðustu tvo daga kosningabaráttunnar fáið þið svör. Og ég segi við Alex Salmond: Þú getur hunsað sumar viðvaranir sérfræðinga stundum, en þú getur ekki hunsað allar viðvaranir alltaf.“ Brown dró upp dökka mynd af framtíðinni samþykktu Skotar að stofna sjálfstætt ríki. „Ef þið veljið Já, verða öll tengsl, hver einsasti hlekkur sem til er, sambandið sem við höfum við vini okkar, nágranna og ættingja, öll pólitísk og stjórnskipuleg tengsl munu hverfa. Og lítið svo á aðrar afleiðingar. Við missum ávinninginn sem við höfum af breska gjaldmiðlinum og getuna til að taka ákvarðanir á sameiginlegum vettvangi Stóra-Bretlands, og verum hreinskilin um þetta, eina milljón starfa sem tengjast aðildinni að ríkjasambandinu.“ Búist er við met kjörsókn á fimmtudag, eða vel yfir 80 prósent en fyrstu tölur úr kjördæmunum 32 munu liggja fyrir um miðnætti og lokatölur ættu að verða ljósar um klukkan fjögur á föstudagsmorgun. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Nú þegar tæpir tveir sólarhringar eru þar til Skotar ganga að kjörborðinu í þessari sögulegu þjóðaratkvæðagreiðslu, er mjög mjótt á munum milli Já og Nei fylkinganna hvað varðar afstöðuna til sjálfstæðis Skotlands. Þegar nýjust kannanir eru vigtaðar saman ætla 42 prósent Skota að segja Nei við sjálfstæði, 40 prósent ætla að segja já og 17 prósent hafa ekki enn ákveðið sig. Skotland hefur lengi verið eitt helsta vígi breska Verkamannaflokksins og hér nýtur Íhaldsflokkurinn lítils fylgis, enda eru þeir Tony Blair og Gordon Brown fyrrverandi leiðtogar Verkamannaflokksins og forsætisráðherrar báðir frá Skotlandi. Brown messaði yfir löndum sínum í dag og vandaði leiðtoga Skoska þjóðarflokksins ekki kveðjurnar. „Ekki einu sinni síðustu tvo daga kosningabaráttunnar fáið þið svör. Og ég segi við Alex Salmond: Þú getur hunsað sumar viðvaranir sérfræðinga stundum, en þú getur ekki hunsað allar viðvaranir alltaf.“ Brown dró upp dökka mynd af framtíðinni samþykktu Skotar að stofna sjálfstætt ríki. „Ef þið veljið Já, verða öll tengsl, hver einsasti hlekkur sem til er, sambandið sem við höfum við vini okkar, nágranna og ættingja, öll pólitísk og stjórnskipuleg tengsl munu hverfa. Og lítið svo á aðrar afleiðingar. Við missum ávinninginn sem við höfum af breska gjaldmiðlinum og getuna til að taka ákvarðanir á sameiginlegum vettvangi Stóra-Bretlands, og verum hreinskilin um þetta, eina milljón starfa sem tengjast aðildinni að ríkjasambandinu.“ Búist er við met kjörsókn á fimmtudag, eða vel yfir 80 prósent en fyrstu tölur úr kjördæmunum 32 munu liggja fyrir um miðnætti og lokatölur ættu að verða ljósar um klukkan fjögur á föstudagsmorgun.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira