Lífið

Eitt og hálft kíló af mat

Baldvin Þormóðsson skrifar
Big Kahuna borgarinn er virkilega girnilegur.
Big Kahuna borgarinn er virkilega girnilegur. vísir/stefán
„Það er rosalegt „show“ að sjá menn gúffa í sig svona miklum mat,“ segir Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, rekstrarstjóri Priksins. Árlega Big Kahuna-keppnin fer fram þar í dag klukkan 13.00.

„Big Kahuna er tvöfaldur hamborgari með öllu sem fyrirfinnst á matseðlinum í einum hamborgara,“ segir Geoff en með hamborgaranum eru líka mjólkurhristingur og franskar, sem gerir alla máltíðina að rúmlega einu og hálfu kílói af mat.

„Það er mikill heiður sem fylgir því að vinna þessa keppni,“ segir Geoff en hann varð sjálfur sigurvegari fyrir þremur árum.

Farandsbikarinn er glæsilegur.mynd/einkasafn
Það breytir lífi manns að sigra

„Þetta byrjaði sem óformleg keppni þegar borgarinn kom fyrst á matseðilinn. Þá voru menn að keppa sín á milli en síðan var ákveðið að setja á fót formlega keppni,“ segir Geoff en metið er þrjár mínútur og sautján sekúndur að torga borgaranum. 

„Það breytir alveg lífi manns að vinna þessa keppni,“ segir Geoff. „Vinningshafinn fær tíu Kahuna-máltíðir, farandbikar og titilinn Big Kahuna Meistarinn sem fylgir að sjálfsögðu mjög miklu stolti.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.