Lífið

Gaman að vinna með eiginmanninum

Gaman að blanda saman einkalífinu og vinnu.
Gaman að blanda saman einkalífinu og vinnu. Vísir/Gettyimages
Leighton Meester fannst mjög gaman að vinna með eiginmanninum, Adam Brody

Hjónin leika saman í myndinni Life Partners og ber Meester samstarfinu vel söguna er hún kom fram í spjallþættinum The View. „Ég vil vinna með fólki sem mér þykir vænt um og eru vinir mínir. Það er bara gaman að blanda saman vinnunni og einkalífinu.“

Leikkonan er þessa dagana að leika á Broadway í leikritinu Of Mice and Men með leikurunum James Franco og Chris O´Dowd. 

Parið gekk í hjónaband í febrúar en þau kynntust í tökum á myndinni The Oranges árið 2011. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.