Mikill gróði af lyfjum Kjartan Jóhannsson skrifar 2. júlí 2014 07:00 Í skýrslu Sjúkratrygginga Íslands kemur fram að lyfjakostnaður stofnunarinnar hafi lækkað um 200 milljónir króna á síðasta ári miðað við árið á undan. Á tímum niðurskurðar þykja þetta góð tíðindi. Margsinnið hefur mátt lesa á undanförnum árum um hækkandi lyfjakostnað sameiginlegra stofnana þjóðarinnar og oftast í nokkrum umvöndunartón. Gjarnan er sérstaklega vitnað til hugsanlegrar of- eða misnotkunar og oft bent jafnframt á hversu kostnaðarsöm svonefnd S-lyf séu. Í þessu samhengi fellur í skuggann og kemur ekki til frásagnar hve feikilegan ábata lyf og lyfjameðferð hefur fært þjóðinni. Ábatinn mælist í sparnaði á öðrum sviðum lækninga, í fjárhagslegum ávinningi af framlengingu á vinnu- og framfærslugetu fjölda fólks. Ábatinn mælist líka í linun þjáninga, í auknum lífsgæðum og í lengri og betri samveru með fjölskyldunni. Það má rifja upp hvernig lyf komu í stað uppskurða við magasárum, sem voru fyrrum eina ráðið gegn þeim kvilla, dýrt bæði fyrir heilbrigðisþjónustuna og sjúklinginn. Og hvað skyldi mörgum árum hafa verið bætt við lífið með lyfjum á sviði hjarta- og æðasjúkdóma? Margir hafa haldið vinnu-og framfærsluþreki vegna þeirra, náð betri eigin hag, sparað þjóðfélaginu kostnað og notið lífsins lengur. Ófáir hafa bjargast frá hrörnun og skerðingu lífsgæða með lyfjameðferð, til dæmis við augnsjúkdómum, fengið að halda sjón sinni í stað þess að sitja í myrkri. Þannig mætti áfram telja. Kjarni máls er þessi: Kostnað af lyfjum á ekki og má ekki meta án þess að líta á ábatann. S-lyfin eru notuð til sérhæfðrar meðferðar. Þau lúta skömmtun og þau eru vissulega dýr. Það eru hins vegar þau sem ryðja brautina. Þau er nýjungar, frumkvöðlar á sínu sviði. Þau eru úrræði sem gagnast þegar annað dugar ekki. Með notkun þeirra finnast lausnir sem annars eru ekki til og verða ekki til. Ábatinn af notkun þeirra kemur stundum strax í ljós, en stundum seinna, því þekkingin, undirstaða árangurs, fæst með notkun þeirra. Þetta verðum við að kunna að meta, bæði hið áþreifanlega sem við fáum að sjá með það sama en líka hitt sem felst í árangri til lengri tíma, handa þeim sem á eftir koma. Kvörtunartónn vegna kostnaðar S-lyfja má ekki yfirgnæfa mikilvægi lyfjaþróunar, sem hefur fært okkur svo mikið. Tvö hundruð milljón króna afgangi Sjúkratrygginganna núna væri vel varið til þess að lina skömmtun S-lyfjanna. Aðeins með því að viðurkenna gagnsemi lyfjanna og brautryðjendahlutverk S-lyfjanna, meta ábatann en ekki bara krónutölur útgjaldanna, gerum við þjóðinni, fólkinu í landinu, rétt. Gróði okkar allra af aðgangi að lyfjum er mikill. Útgjöld blikna í því samhengi. Það á að láta samhengi hlutanna ráða við stefnumörkun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í skýrslu Sjúkratrygginga Íslands kemur fram að lyfjakostnaður stofnunarinnar hafi lækkað um 200 milljónir króna á síðasta ári miðað við árið á undan. Á tímum niðurskurðar þykja þetta góð tíðindi. Margsinnið hefur mátt lesa á undanförnum árum um hækkandi lyfjakostnað sameiginlegra stofnana þjóðarinnar og oftast í nokkrum umvöndunartón. Gjarnan er sérstaklega vitnað til hugsanlegrar of- eða misnotkunar og oft bent jafnframt á hversu kostnaðarsöm svonefnd S-lyf séu. Í þessu samhengi fellur í skuggann og kemur ekki til frásagnar hve feikilegan ábata lyf og lyfjameðferð hefur fært þjóðinni. Ábatinn mælist í sparnaði á öðrum sviðum lækninga, í fjárhagslegum ávinningi af framlengingu á vinnu- og framfærslugetu fjölda fólks. Ábatinn mælist líka í linun þjáninga, í auknum lífsgæðum og í lengri og betri samveru með fjölskyldunni. Það má rifja upp hvernig lyf komu í stað uppskurða við magasárum, sem voru fyrrum eina ráðið gegn þeim kvilla, dýrt bæði fyrir heilbrigðisþjónustuna og sjúklinginn. Og hvað skyldi mörgum árum hafa verið bætt við lífið með lyfjum á sviði hjarta- og æðasjúkdóma? Margir hafa haldið vinnu-og framfærsluþreki vegna þeirra, náð betri eigin hag, sparað þjóðfélaginu kostnað og notið lífsins lengur. Ófáir hafa bjargast frá hrörnun og skerðingu lífsgæða með lyfjameðferð, til dæmis við augnsjúkdómum, fengið að halda sjón sinni í stað þess að sitja í myrkri. Þannig mætti áfram telja. Kjarni máls er þessi: Kostnað af lyfjum á ekki og má ekki meta án þess að líta á ábatann. S-lyfin eru notuð til sérhæfðrar meðferðar. Þau lúta skömmtun og þau eru vissulega dýr. Það eru hins vegar þau sem ryðja brautina. Þau er nýjungar, frumkvöðlar á sínu sviði. Þau eru úrræði sem gagnast þegar annað dugar ekki. Með notkun þeirra finnast lausnir sem annars eru ekki til og verða ekki til. Ábatinn af notkun þeirra kemur stundum strax í ljós, en stundum seinna, því þekkingin, undirstaða árangurs, fæst með notkun þeirra. Þetta verðum við að kunna að meta, bæði hið áþreifanlega sem við fáum að sjá með það sama en líka hitt sem felst í árangri til lengri tíma, handa þeim sem á eftir koma. Kvörtunartónn vegna kostnaðar S-lyfja má ekki yfirgnæfa mikilvægi lyfjaþróunar, sem hefur fært okkur svo mikið. Tvö hundruð milljón króna afgangi Sjúkratrygginganna núna væri vel varið til þess að lina skömmtun S-lyfjanna. Aðeins með því að viðurkenna gagnsemi lyfjanna og brautryðjendahlutverk S-lyfjanna, meta ábatann en ekki bara krónutölur útgjaldanna, gerum við þjóðinni, fólkinu í landinu, rétt. Gróði okkar allra af aðgangi að lyfjum er mikill. Útgjöld blikna í því samhengi. Það á að láta samhengi hlutanna ráða við stefnumörkun.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun