Þriggja daga kapphlaup í óbyggðum Grænlands 26. mars 2014 00:01 ALGJÖR EINANGRUN Jakob Jakobsson vill upplifa staði sem eru algjörlega einangraðir frá heiminum. „Við fluttum hingað, fjölskyldan, í ágúst en ég heyrði fyrst af þessari keppni í október og fannst spennandi að upplifa þessa mikilfenglegu náttúru á þennan hátt,“ segir Jakob Jakobsson sem er búsettur í grænlenska bænum Sisimiut en hann er einn þátttakenda í Arctic Circle Race-keppninni. „Mig langaði að sjá staði sem eru algjörlega einangraðir frá amstri heimsins, það gefur manni eitthvað að upplifa þögnina, að vera á stað sem fáir aðrir hafa nokkru sinni komið á áður,“ Keppnin fer fram daganna 4., 5. og 6. apríl og hefur Jakob verið á stífum æfingum seinasta mánuðinn en fyrir hálfu ári hafði hann aldrei prófað gönguskíði. „Varla skíði heldur því ég hef alltaf verið á snjóbretti. Ég fékk síðan gönguskíði í jólagjöf og byrjaði að æfa mig,“ segir Jakob og bætir því við að það hafi ekki gengið neitt sérlega vel í byrjun. „Ég sá ekki fram á að verða nógu öruggur á skíðunum til að geta tekið þátt, en ég gafst ekki upp því mig langaði til þess að vera með,“ segir Jakob sem hélt áfram að fara út og hlaupa á skíðunum. „Stíllinn batnaði og ég fór að ná tækninni sem er stærsti parturinn af þessu,“ segir Jakob en þolið skiptir litlu máli ef þú kannt ekki að hlaupa á skíðunum. „Í lok febrúar var ég orðinn nógu öruggur með mig til að skrá mig í keppnina,“ segir hann. „Síðan þá hefur allt snúist um þetta.“ Keppni af þessari stærðargráðu fylgir að vísu mikill kostnaður. „Keppnisgjöld eru eitt en svo þarf maður líka að vera með sem bestan mögulegan búnað,“ segir Jakob en keppnishaldarar rannsaka allan búnað keppenda fyrir mótið og synja þeim um þátttöku sem hafa ekki nægilega góðan búnað. „Búnaðurinn þarf að þola erfiðar náttúruaðstæður þar sem það getur verið 30 stiga frost á köflum,“ segir Jakob sem hafði samband við 66°Norður sem samþykkti að styrkja hann um allan fatnað sem hann þarf að nota í keppninni. „Partur af þessu er, jú, að líta vel út og fatnaðurinn þeirra hefur reynst mér mjög vel á undirbúningstímabilinu, en hér er einstaklega kalt þennan veturinn,“ segir Jakob. „Ég er ennþá að vonast til þess að eitthvað annað gott fyrirtæki á Íslandi sjái sér hag í að styðja mig hvað annan kostnað varðar.“ Jakob flutti ásamt konu sinni, Sóleyju Kaldal, til Grænlands, þar sem Sóley starfar sem menntaskólakennari, í lok síðasta sumars. „Lífið hérna er alveg yndislegt og hér er margt í boði fyrir fólk sem hefur áhuga á útivist,“ segir Jakob sem veiddi sitt fyrsta hreindýr á Grænlandi fyrr í vetur. „Við erum líka búin að læra að sauma í skinn og smíða grænlenskan hundasleða,“ „Ég ætlaði bara að læra á skíði til að geta tekið þátt og fá þessa upplifun,“ segir Jakob og bætir við að keppnin hafi bara átt að vera þetta eina skipti. „En ég er kominn með bakteríuna og hætti varla á skíðum eftir þetta,“ segir Jakob sem er svo sokkinn inn í skíðamenninguna að hann er byrjaður að horfa gömul skíðamyndbönd á netinu. „Nú horfir maður á klassíska endaspretti á YouTube og upplifir fræga gönguskíðkappa sem rokkstjörnur.“baldvin@365.is Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
„Við fluttum hingað, fjölskyldan, í ágúst en ég heyrði fyrst af þessari keppni í október og fannst spennandi að upplifa þessa mikilfenglegu náttúru á þennan hátt,“ segir Jakob Jakobsson sem er búsettur í grænlenska bænum Sisimiut en hann er einn þátttakenda í Arctic Circle Race-keppninni. „Mig langaði að sjá staði sem eru algjörlega einangraðir frá amstri heimsins, það gefur manni eitthvað að upplifa þögnina, að vera á stað sem fáir aðrir hafa nokkru sinni komið á áður,“ Keppnin fer fram daganna 4., 5. og 6. apríl og hefur Jakob verið á stífum æfingum seinasta mánuðinn en fyrir hálfu ári hafði hann aldrei prófað gönguskíði. „Varla skíði heldur því ég hef alltaf verið á snjóbretti. Ég fékk síðan gönguskíði í jólagjöf og byrjaði að æfa mig,“ segir Jakob og bætir því við að það hafi ekki gengið neitt sérlega vel í byrjun. „Ég sá ekki fram á að verða nógu öruggur á skíðunum til að geta tekið þátt, en ég gafst ekki upp því mig langaði til þess að vera með,“ segir Jakob sem hélt áfram að fara út og hlaupa á skíðunum. „Stíllinn batnaði og ég fór að ná tækninni sem er stærsti parturinn af þessu,“ segir Jakob en þolið skiptir litlu máli ef þú kannt ekki að hlaupa á skíðunum. „Í lok febrúar var ég orðinn nógu öruggur með mig til að skrá mig í keppnina,“ segir hann. „Síðan þá hefur allt snúist um þetta.“ Keppni af þessari stærðargráðu fylgir að vísu mikill kostnaður. „Keppnisgjöld eru eitt en svo þarf maður líka að vera með sem bestan mögulegan búnað,“ segir Jakob en keppnishaldarar rannsaka allan búnað keppenda fyrir mótið og synja þeim um þátttöku sem hafa ekki nægilega góðan búnað. „Búnaðurinn þarf að þola erfiðar náttúruaðstæður þar sem það getur verið 30 stiga frost á köflum,“ segir Jakob sem hafði samband við 66°Norður sem samþykkti að styrkja hann um allan fatnað sem hann þarf að nota í keppninni. „Partur af þessu er, jú, að líta vel út og fatnaðurinn þeirra hefur reynst mér mjög vel á undirbúningstímabilinu, en hér er einstaklega kalt þennan veturinn,“ segir Jakob. „Ég er ennþá að vonast til þess að eitthvað annað gott fyrirtæki á Íslandi sjái sér hag í að styðja mig hvað annan kostnað varðar.“ Jakob flutti ásamt konu sinni, Sóleyju Kaldal, til Grænlands, þar sem Sóley starfar sem menntaskólakennari, í lok síðasta sumars. „Lífið hérna er alveg yndislegt og hér er margt í boði fyrir fólk sem hefur áhuga á útivist,“ segir Jakob sem veiddi sitt fyrsta hreindýr á Grænlandi fyrr í vetur. „Við erum líka búin að læra að sauma í skinn og smíða grænlenskan hundasleða,“ „Ég ætlaði bara að læra á skíði til að geta tekið þátt og fá þessa upplifun,“ segir Jakob og bætir við að keppnin hafi bara átt að vera þetta eina skipti. „En ég er kominn með bakteríuna og hætti varla á skíðum eftir þetta,“ segir Jakob sem er svo sokkinn inn í skíðamenninguna að hann er byrjaður að horfa gömul skíðamyndbönd á netinu. „Nú horfir maður á klassíska endaspretti á YouTube og upplifir fræga gönguskíðkappa sem rokkstjörnur.“baldvin@365.is
Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira