Innlent

Snjóflóð féllu í Súðavíkurhlíð

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Að sögn lögreglunnar á Ísafirði var um „tvær litlar spýjur“ að ræða.
Að sögn lögreglunnar á Ísafirði var um „tvær litlar spýjur“ að ræða. vísir/getty
Tvö lítil snjóflóð féllu skömmu eftir klukkan fjögur í Súðavíkurhlíð og er vegurinn þar um lokaður. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði var um „tvær litlar spýjur“ að ræða.

Unnið er að því að opna veginn á ný og reiknaði lögregla með því að það tæki um klukkustund að ryðja snjónum burt. Enginn var á ferð þegar snjóflóðin féllu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×