Kaupa megi náttúrupassa á skattframtalinu Linda Blöndal skrifar 28. nóvember 2014 18:30 Frumvarp Iðnaðar og viðskiptaráðherra um náttúrupassa var samþykkt í ríkisstjórn í dag. Dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands gagnrýnir að Íslendingar muni með náttúrupassa þurfa að standa undir kostnaði vegna fjölgunar ferðamanna. Kaupa í gegnum skattframtaliðRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra leggur til að náttúrupassar verði seldir átján ára og eldri fyrir fimmtán hundruð krónur og gildistíminn verði þrjú ár. Sama gildi gagnvart Íslendingum eða útlendingum nema að verið er að skoða hvort að landsmenn geti keypt passann í gegnum skattaskýrsluna sína.Hvati fyrir einkafyrirtækiÖll svæði í eigu og umsjá ríkis og sveitarfélaga verða undir þessu gjaldi. Hvati verður fyrir einkafyrirtæki að taka þátt með greiðslum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Miklar tekjur eru áætlaðar af passanum sem rennur til uppbyggingar og verndun ferðamannastaða. Ekki verður skylt að ganga með passann á sér heldur mun rafrænt kerfi halda utan um handhafana.Þurfa ekki að ganga með passann á sérRáðherra kynnir nú málið í þingflokkum stjórnarflokkanna til samþykktar. Erlendir ferðamenn eru þó tilbúnir að borga meira en lagt er til eða á bilinu fimm til átta þúsund krónur fyrir náttúrupassa miðað við nýja könnun Ferðamálastofu. Ekki er einhugur um þessa gjaldtökuleið innan Samtaka ferðaþjónustunnar, margir þar vilja frekar hækka gistináttaskatt.Borga fyrir stækkun greinarinnarAnna Dóra Sæþórsdóttir, dósent í Ferðamálafræði við Háskóla Íslands, segir að með þessari leið er lagt gjald á landsmenn vegna útþenslu einnar atvinnugreinar og átroðnings erlendra gesta. segir Anna Dóra. „Þá þurfa Íslendingar að fara að borga til að skoða náttúru landsins sem þeir hafa hingað til haft frjálsan til þessa, vegna þess að það er vöxtur í atvinnugreininni Ferðaþjónustu og vegna þess að erlendum ferðamönnum fjölgar það mikið að það veldur ágangi á náttúru landsins. Að þá þurfi landsmenn að fara að borga fyrir að skoða sitt eigið land. Þetta finnst mér hættuleg þróun", sagði Anna Dóra í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Lög um almannarétt eru í gildiHún bendir á að lög hafi verið í gildi síðan í Grágás í margar aldir um að landsmenn megi ferðast frjálsir um land sitt. „Það gilda lög hér í landinu um almannarétt og það þýðir að almenningur hefur frjálsan aðgang að landi og ef það er ekki lengur til staðar þá er búið að breyta lögunum um almannarétt. Að ætla að fara að breyta þeim lögum vegna þess að hér er mikill vöxtur í einni atvinnugrein sem heitir Ferðaþjónusta, það er stórmál", sagði Anna Dóra.Skýra þarf lagalega hlið málsinsEnn frekar á eftir að koma í ljós hvort að náttúrupassinn samræmist Náttúruverndarlögum, þar er gert ráð fyrir heftum aðgangi að náttúru vegna verndunarstjónarmiða. Ráðherra veitti ekki viðtali í dag. enda þar gert ráð fyrir . Tengdar fréttir Nýr náttúrupassi Nýtt frumvarp um Náttúrupassa verður kynnt í ríkisstjórn á næstu dögum. Innheimta á eitt gjald og Íslendingar og erlendir ferðamenn greiða það sama. 26. nóvember 2014 18:30 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
Frumvarp Iðnaðar og viðskiptaráðherra um náttúrupassa var samþykkt í ríkisstjórn í dag. Dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands gagnrýnir að Íslendingar muni með náttúrupassa þurfa að standa undir kostnaði vegna fjölgunar ferðamanna. Kaupa í gegnum skattframtaliðRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra leggur til að náttúrupassar verði seldir átján ára og eldri fyrir fimmtán hundruð krónur og gildistíminn verði þrjú ár. Sama gildi gagnvart Íslendingum eða útlendingum nema að verið er að skoða hvort að landsmenn geti keypt passann í gegnum skattaskýrsluna sína.Hvati fyrir einkafyrirtækiÖll svæði í eigu og umsjá ríkis og sveitarfélaga verða undir þessu gjaldi. Hvati verður fyrir einkafyrirtæki að taka þátt með greiðslum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Miklar tekjur eru áætlaðar af passanum sem rennur til uppbyggingar og verndun ferðamannastaða. Ekki verður skylt að ganga með passann á sér heldur mun rafrænt kerfi halda utan um handhafana.Þurfa ekki að ganga með passann á sérRáðherra kynnir nú málið í þingflokkum stjórnarflokkanna til samþykktar. Erlendir ferðamenn eru þó tilbúnir að borga meira en lagt er til eða á bilinu fimm til átta þúsund krónur fyrir náttúrupassa miðað við nýja könnun Ferðamálastofu. Ekki er einhugur um þessa gjaldtökuleið innan Samtaka ferðaþjónustunnar, margir þar vilja frekar hækka gistináttaskatt.Borga fyrir stækkun greinarinnarAnna Dóra Sæþórsdóttir, dósent í Ferðamálafræði við Háskóla Íslands, segir að með þessari leið er lagt gjald á landsmenn vegna útþenslu einnar atvinnugreinar og átroðnings erlendra gesta. segir Anna Dóra. „Þá þurfa Íslendingar að fara að borga til að skoða náttúru landsins sem þeir hafa hingað til haft frjálsan til þessa, vegna þess að það er vöxtur í atvinnugreininni Ferðaþjónustu og vegna þess að erlendum ferðamönnum fjölgar það mikið að það veldur ágangi á náttúru landsins. Að þá þurfi landsmenn að fara að borga fyrir að skoða sitt eigið land. Þetta finnst mér hættuleg þróun", sagði Anna Dóra í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Lög um almannarétt eru í gildiHún bendir á að lög hafi verið í gildi síðan í Grágás í margar aldir um að landsmenn megi ferðast frjálsir um land sitt. „Það gilda lög hér í landinu um almannarétt og það þýðir að almenningur hefur frjálsan aðgang að landi og ef það er ekki lengur til staðar þá er búið að breyta lögunum um almannarétt. Að ætla að fara að breyta þeim lögum vegna þess að hér er mikill vöxtur í einni atvinnugrein sem heitir Ferðaþjónusta, það er stórmál", sagði Anna Dóra.Skýra þarf lagalega hlið málsinsEnn frekar á eftir að koma í ljós hvort að náttúrupassinn samræmist Náttúruverndarlögum, þar er gert ráð fyrir heftum aðgangi að náttúru vegna verndunarstjónarmiða. Ráðherra veitti ekki viðtali í dag. enda þar gert ráð fyrir .
Tengdar fréttir Nýr náttúrupassi Nýtt frumvarp um Náttúrupassa verður kynnt í ríkisstjórn á næstu dögum. Innheimta á eitt gjald og Íslendingar og erlendir ferðamenn greiða það sama. 26. nóvember 2014 18:30 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
Nýr náttúrupassi Nýtt frumvarp um Náttúrupassa verður kynnt í ríkisstjórn á næstu dögum. Innheimta á eitt gjald og Íslendingar og erlendir ferðamenn greiða það sama. 26. nóvember 2014 18:30