Kaupa megi náttúrupassa á skattframtalinu Linda Blöndal skrifar 28. nóvember 2014 18:30 Frumvarp Iðnaðar og viðskiptaráðherra um náttúrupassa var samþykkt í ríkisstjórn í dag. Dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands gagnrýnir að Íslendingar muni með náttúrupassa þurfa að standa undir kostnaði vegna fjölgunar ferðamanna. Kaupa í gegnum skattframtaliðRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra leggur til að náttúrupassar verði seldir átján ára og eldri fyrir fimmtán hundruð krónur og gildistíminn verði þrjú ár. Sama gildi gagnvart Íslendingum eða útlendingum nema að verið er að skoða hvort að landsmenn geti keypt passann í gegnum skattaskýrsluna sína.Hvati fyrir einkafyrirtækiÖll svæði í eigu og umsjá ríkis og sveitarfélaga verða undir þessu gjaldi. Hvati verður fyrir einkafyrirtæki að taka þátt með greiðslum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Miklar tekjur eru áætlaðar af passanum sem rennur til uppbyggingar og verndun ferðamannastaða. Ekki verður skylt að ganga með passann á sér heldur mun rafrænt kerfi halda utan um handhafana.Þurfa ekki að ganga með passann á sérRáðherra kynnir nú málið í þingflokkum stjórnarflokkanna til samþykktar. Erlendir ferðamenn eru þó tilbúnir að borga meira en lagt er til eða á bilinu fimm til átta þúsund krónur fyrir náttúrupassa miðað við nýja könnun Ferðamálastofu. Ekki er einhugur um þessa gjaldtökuleið innan Samtaka ferðaþjónustunnar, margir þar vilja frekar hækka gistináttaskatt.Borga fyrir stækkun greinarinnarAnna Dóra Sæþórsdóttir, dósent í Ferðamálafræði við Háskóla Íslands, segir að með þessari leið er lagt gjald á landsmenn vegna útþenslu einnar atvinnugreinar og átroðnings erlendra gesta. segir Anna Dóra. „Þá þurfa Íslendingar að fara að borga til að skoða náttúru landsins sem þeir hafa hingað til haft frjálsan til þessa, vegna þess að það er vöxtur í atvinnugreininni Ferðaþjónustu og vegna þess að erlendum ferðamönnum fjölgar það mikið að það veldur ágangi á náttúru landsins. Að þá þurfi landsmenn að fara að borga fyrir að skoða sitt eigið land. Þetta finnst mér hættuleg þróun", sagði Anna Dóra í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Lög um almannarétt eru í gildiHún bendir á að lög hafi verið í gildi síðan í Grágás í margar aldir um að landsmenn megi ferðast frjálsir um land sitt. „Það gilda lög hér í landinu um almannarétt og það þýðir að almenningur hefur frjálsan aðgang að landi og ef það er ekki lengur til staðar þá er búið að breyta lögunum um almannarétt. Að ætla að fara að breyta þeim lögum vegna þess að hér er mikill vöxtur í einni atvinnugrein sem heitir Ferðaþjónusta, það er stórmál", sagði Anna Dóra.Skýra þarf lagalega hlið málsinsEnn frekar á eftir að koma í ljós hvort að náttúrupassinn samræmist Náttúruverndarlögum, þar er gert ráð fyrir heftum aðgangi að náttúru vegna verndunarstjónarmiða. Ráðherra veitti ekki viðtali í dag. enda þar gert ráð fyrir . Tengdar fréttir Nýr náttúrupassi Nýtt frumvarp um Náttúrupassa verður kynnt í ríkisstjórn á næstu dögum. Innheimta á eitt gjald og Íslendingar og erlendir ferðamenn greiða það sama. 26. nóvember 2014 18:30 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Frumvarp Iðnaðar og viðskiptaráðherra um náttúrupassa var samþykkt í ríkisstjórn í dag. Dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands gagnrýnir að Íslendingar muni með náttúrupassa þurfa að standa undir kostnaði vegna fjölgunar ferðamanna. Kaupa í gegnum skattframtaliðRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra leggur til að náttúrupassar verði seldir átján ára og eldri fyrir fimmtán hundruð krónur og gildistíminn verði þrjú ár. Sama gildi gagnvart Íslendingum eða útlendingum nema að verið er að skoða hvort að landsmenn geti keypt passann í gegnum skattaskýrsluna sína.Hvati fyrir einkafyrirtækiÖll svæði í eigu og umsjá ríkis og sveitarfélaga verða undir þessu gjaldi. Hvati verður fyrir einkafyrirtæki að taka þátt með greiðslum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Miklar tekjur eru áætlaðar af passanum sem rennur til uppbyggingar og verndun ferðamannastaða. Ekki verður skylt að ganga með passann á sér heldur mun rafrænt kerfi halda utan um handhafana.Þurfa ekki að ganga með passann á sérRáðherra kynnir nú málið í þingflokkum stjórnarflokkanna til samþykktar. Erlendir ferðamenn eru þó tilbúnir að borga meira en lagt er til eða á bilinu fimm til átta þúsund krónur fyrir náttúrupassa miðað við nýja könnun Ferðamálastofu. Ekki er einhugur um þessa gjaldtökuleið innan Samtaka ferðaþjónustunnar, margir þar vilja frekar hækka gistináttaskatt.Borga fyrir stækkun greinarinnarAnna Dóra Sæþórsdóttir, dósent í Ferðamálafræði við Háskóla Íslands, segir að með þessari leið er lagt gjald á landsmenn vegna útþenslu einnar atvinnugreinar og átroðnings erlendra gesta. segir Anna Dóra. „Þá þurfa Íslendingar að fara að borga til að skoða náttúru landsins sem þeir hafa hingað til haft frjálsan til þessa, vegna þess að það er vöxtur í atvinnugreininni Ferðaþjónustu og vegna þess að erlendum ferðamönnum fjölgar það mikið að það veldur ágangi á náttúru landsins. Að þá þurfi landsmenn að fara að borga fyrir að skoða sitt eigið land. Þetta finnst mér hættuleg þróun", sagði Anna Dóra í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Lög um almannarétt eru í gildiHún bendir á að lög hafi verið í gildi síðan í Grágás í margar aldir um að landsmenn megi ferðast frjálsir um land sitt. „Það gilda lög hér í landinu um almannarétt og það þýðir að almenningur hefur frjálsan aðgang að landi og ef það er ekki lengur til staðar þá er búið að breyta lögunum um almannarétt. Að ætla að fara að breyta þeim lögum vegna þess að hér er mikill vöxtur í einni atvinnugrein sem heitir Ferðaþjónusta, það er stórmál", sagði Anna Dóra.Skýra þarf lagalega hlið málsinsEnn frekar á eftir að koma í ljós hvort að náttúrupassinn samræmist Náttúruverndarlögum, þar er gert ráð fyrir heftum aðgangi að náttúru vegna verndunarstjónarmiða. Ráðherra veitti ekki viðtali í dag. enda þar gert ráð fyrir .
Tengdar fréttir Nýr náttúrupassi Nýtt frumvarp um Náttúrupassa verður kynnt í ríkisstjórn á næstu dögum. Innheimta á eitt gjald og Íslendingar og erlendir ferðamenn greiða það sama. 26. nóvember 2014 18:30 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Nýr náttúrupassi Nýtt frumvarp um Náttúrupassa verður kynnt í ríkisstjórn á næstu dögum. Innheimta á eitt gjald og Íslendingar og erlendir ferðamenn greiða það sama. 26. nóvember 2014 18:30
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent