Í tilefni af því að Harrelson kynnti síðast SNL árið 1989, fannst honum tilvalið að vitna í nýjustu plötu Taylor Swift, sem ber nafnið 1989. Harrelson tók lagið Blank Space af plötunni, en tók sér það leyfi að breyta textanum þar sem hann þóttist vita mun meira um árið 1989 en söngkonan sjálf. Bar hann þó fyrir sig minnisleysi og kenndi kókaínneyslu þar um. En sjón er sögu ríkari.
