Breytti æðagúlpi í heila í listaverk Baldvin Þormóðsson skrifar 21. ágúst 2014 10:12 David Young listamaður „Ég notaði þessa sýningu smá til að afgreiða þetta mál,“ segir David Young en hann opnar sýningu sína Phenomena aftur á Menningarnótt en sýningin var útskriftarverkefni hans úr Listaháskólanum árið 2005. „Verkið er byggt á skannamyndum af heilanum mínum frá því að ég var veikur árið 2000 og 2001. Þetta er mynstur sem ég bjó til úr þessum myndum,“ segir David, en hann greindist með æðagúlp í heilanum árið 2000. Nafn sýningarinnar hefur einnig mikla þýðingu þar sem það var talið vera kraftaverk, eða phenomena, að hann læknaðist. David er nú að handmála á myndirnar fyrir sýninguna. „Ég greindist nýlega með krabbamein og ákvað því að sýna myndirnar aftur,“ segir David sem lítur gjarnan á björtu hliðarnar og segist vera spenntur fyrir því að fá myndir af krabbameininu til þess að gera eitthvað svipað við þær. David heldur sýninguna ásamt vinkonu sinni, vöruhönnuðinum Estheri Íri, sem mun sýna UNDUR-vörur fyrir heimilið, en hún hefur að undanförnu verið að þróa sína fyrstu vörulínu sem samanstendur af sjö skemmtilegum hlutum fyrir heimilið. „Meginmarkmiðið er að gleðja og fá fólk til að brosa meira,“ segir Esther um vörurnar, en aðaláhersla hennar er að hanna góðar lausnir fyrir heimilið. Tvíeykið mun einnig frumsýna saman UNDUR-púða sem eitt verka Davíðs prýðir, en hann setur fram myndir sínar á öðruvísi hátt en hann gerði árið 2005 þar sem hann handmálaði á myndirnar í þetta skipti. „Fyrst var þetta bara mynd tekin af heilanum, hún skönnuð inn, prentuð út og þrykkt á efni en núna vildi ég búa til myndir til þess að hengja upp á vegg,“ segir David. Myndirnar munu hanga í versluninni Noland að Laugavegi 12. Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
„Ég notaði þessa sýningu smá til að afgreiða þetta mál,“ segir David Young en hann opnar sýningu sína Phenomena aftur á Menningarnótt en sýningin var útskriftarverkefni hans úr Listaháskólanum árið 2005. „Verkið er byggt á skannamyndum af heilanum mínum frá því að ég var veikur árið 2000 og 2001. Þetta er mynstur sem ég bjó til úr þessum myndum,“ segir David, en hann greindist með æðagúlp í heilanum árið 2000. Nafn sýningarinnar hefur einnig mikla þýðingu þar sem það var talið vera kraftaverk, eða phenomena, að hann læknaðist. David er nú að handmála á myndirnar fyrir sýninguna. „Ég greindist nýlega með krabbamein og ákvað því að sýna myndirnar aftur,“ segir David sem lítur gjarnan á björtu hliðarnar og segist vera spenntur fyrir því að fá myndir af krabbameininu til þess að gera eitthvað svipað við þær. David heldur sýninguna ásamt vinkonu sinni, vöruhönnuðinum Estheri Íri, sem mun sýna UNDUR-vörur fyrir heimilið, en hún hefur að undanförnu verið að þróa sína fyrstu vörulínu sem samanstendur af sjö skemmtilegum hlutum fyrir heimilið. „Meginmarkmiðið er að gleðja og fá fólk til að brosa meira,“ segir Esther um vörurnar, en aðaláhersla hennar er að hanna góðar lausnir fyrir heimilið. Tvíeykið mun einnig frumsýna saman UNDUR-púða sem eitt verka Davíðs prýðir, en hann setur fram myndir sínar á öðruvísi hátt en hann gerði árið 2005 þar sem hann handmálaði á myndirnar í þetta skipti. „Fyrst var þetta bara mynd tekin af heilanum, hún skönnuð inn, prentuð út og þrykkt á efni en núna vildi ég búa til myndir til þess að hengja upp á vegg,“ segir David. Myndirnar munu hanga í versluninni Noland að Laugavegi 12.
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira