Lífið

Flottustu tónleikamyndir ársins

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Hljómsveitin Skálmöld komst í myndaalbúm á hinni virtu síðu Rolling Stone undir yfirskriftinni, Flottustu tónleikamyndir ársins.
Hljómsveitin Skálmöld komst í myndaalbúm á hinni virtu síðu Rolling Stone undir yfirskriftinni, Flottustu tónleikamyndir ársins. Mynd/matthew eisman
„Þetta er gríðarlega hressandi og það er ekki leiðinlegt að vera í svona flottum hópi listamanna,“ segir Baldur Ragnarsson, gítarleikari Skálmaldar, en hljómsveitin minnti heldur betur á sig á vefsíðu bandaríska tímaritsins Rolling Stone fyrir skömmu, þegar tímaritið birti myndaalbúm á vefsíðu sinni undir yfirskriftinni Flottustu tónleikamyndir ársins en þar á meðal voru okkar menn í Skálmöld.

Að vísu er Baldur aðalpersóna myndarinnar – eru hinir meðlimirnir ekkert öfundsjúkir? „Nei, nei, Þeir hljóta að fagna því að geta djöflast aðeins í mér,“ segir Baldur léttur í lundu.

Myndin er tekin í Borgarleikhúsinu í Reykjavík þann 23. apríl síðastliðinn en þar hefur sveitin komið fram að undanförnu í sýningunni Baldri en sýningin er byggð á plötunni Baldri sem Skálmöld sendi frá sér árið 2010.

Í sama myndaalbúmi má finna marga af þekktustu tónlistarmönnum heimsins eins og Damon Albarn, Boy George, Kings of Leon, Shakiru, Arcade Fire og marga fleiri. „Það er gaman að sjá að sýningin vekur athygli utan landsteinanna.“

Vissu meðlimir Skálmaldar af þessu? „Ljósmyndarinn, Matthew Eisman sem tók myndina sagðist vera að taka myndir fyrir erlent tímarit en sagði okkur ekki nafnið. Hann var fínn náungi og mikill fagmaður en hann hvarf svo bara og við vissum ekki meira fyrr en við sáum þetta á netinu,“ bætir Baldur við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.