Ólafur: Eins og við kunnum ekki að spila körfubolta Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. apríl 2014 21:38 „Við vorum eins og litlar fermingarstelpur á túr,“ sagði sár og svekktur ÓlafurÓlafsson, leikmaður Grindavíkur, í viðtali á Stöð 2 Sport eftir 87-58 tap Íslands- og bikarmeistaranna gegn KR í þriðja leik í lokaúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta í kvöld. „Við skorum 58 stig. Þetta er ekki boðlegt - ég veit ekki hvað ég á að segja,“ bætti Ólafur við en Grindavík vann annan leikinn á heimavelli sínum í Grindavík. „Við vorum bara heppnir að vinna síðasta leik. Við vorum lélegir í honum líka og erum búnir að vera lélegir alla seríuna. Samt er staðan bara 2-1 og við eigum séns á að fara heim og vinna. Við eigum ekki að bjóða fólki upp á þetta. Við erum alveg úti á þekju. Það er eins og við kunnum ekki að spila körfubolta.“ Ólafur sagði við Vísi eftir síðasta leik að Grindavíkurliðið ætti inni 30 stiga leik frá Bandaríkjamanninum Lewis Clinch en hann hefur ekki sýnt sitt rétta andlit í úrslitarimmunni og gerði það ekki í kvöld. „Hann getur það alveg. Það er bara eins og hann sé hræddur við KR-ingana. Ég meina, við höfum unnið þá tvisvar áður. Af hverju getum við ekki gert það aftur? Við kunnum alveg að spila körfubolta og ef við spilum eins og menn þá vinnum við KR-liðið,“ sagði Ólafur sem ætlar ekki að horfa upp á KR fagna Íslandsmeistaratitlinum í röstinni í næsta leik. „Þeir eru ekkert að koma heim og vinna einhvern titil - það er alveg á hreinu,“ sagði Ólafur Ólafsson. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík 87-58 | Grindvíkingar rassskelltir KR er komið yfir á ný í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir að hafa rassskellt Grindavík 87-58 á heimavelli sínum í kvöld. KR leiðir einvígið 2-1. 28. apríl 2014 10:58 Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Grindavík - KR 79-76 | Grindavík jafnaði einvígið Íslandsmeistarar Grindavíkur jöfnuðu einvígið gegn KR, 1-1, í úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld í hreint frábærum leik. 25. apríl 2014 14:03 Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Íslensku stuðningsmennirnir hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Sjá meira
„Við vorum eins og litlar fermingarstelpur á túr,“ sagði sár og svekktur ÓlafurÓlafsson, leikmaður Grindavíkur, í viðtali á Stöð 2 Sport eftir 87-58 tap Íslands- og bikarmeistaranna gegn KR í þriðja leik í lokaúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta í kvöld. „Við skorum 58 stig. Þetta er ekki boðlegt - ég veit ekki hvað ég á að segja,“ bætti Ólafur við en Grindavík vann annan leikinn á heimavelli sínum í Grindavík. „Við vorum bara heppnir að vinna síðasta leik. Við vorum lélegir í honum líka og erum búnir að vera lélegir alla seríuna. Samt er staðan bara 2-1 og við eigum séns á að fara heim og vinna. Við eigum ekki að bjóða fólki upp á þetta. Við erum alveg úti á þekju. Það er eins og við kunnum ekki að spila körfubolta.“ Ólafur sagði við Vísi eftir síðasta leik að Grindavíkurliðið ætti inni 30 stiga leik frá Bandaríkjamanninum Lewis Clinch en hann hefur ekki sýnt sitt rétta andlit í úrslitarimmunni og gerði það ekki í kvöld. „Hann getur það alveg. Það er bara eins og hann sé hræddur við KR-ingana. Ég meina, við höfum unnið þá tvisvar áður. Af hverju getum við ekki gert það aftur? Við kunnum alveg að spila körfubolta og ef við spilum eins og menn þá vinnum við KR-liðið,“ sagði Ólafur sem ætlar ekki að horfa upp á KR fagna Íslandsmeistaratitlinum í röstinni í næsta leik. „Þeir eru ekkert að koma heim og vinna einhvern titil - það er alveg á hreinu,“ sagði Ólafur Ólafsson. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík 87-58 | Grindvíkingar rassskelltir KR er komið yfir á ný í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir að hafa rassskellt Grindavík 87-58 á heimavelli sínum í kvöld. KR leiðir einvígið 2-1. 28. apríl 2014 10:58 Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Grindavík - KR 79-76 | Grindavík jafnaði einvígið Íslandsmeistarar Grindavíkur jöfnuðu einvígið gegn KR, 1-1, í úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld í hreint frábærum leik. 25. apríl 2014 14:03 Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Íslensku stuðningsmennirnir hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík 87-58 | Grindvíkingar rassskelltir KR er komið yfir á ný í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir að hafa rassskellt Grindavík 87-58 á heimavelli sínum í kvöld. KR leiðir einvígið 2-1. 28. apríl 2014 10:58
Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Grindavík - KR 79-76 | Grindavík jafnaði einvígið Íslandsmeistarar Grindavíkur jöfnuðu einvígið gegn KR, 1-1, í úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld í hreint frábærum leik. 25. apríl 2014 14:03