Hreyfing hestamanna, hvert ber að stefna? Kristinn Hugason skrifar 24. október 2014 07:00 Um síðustu helgi sauð upp úr á þingi Landssambands hestamannafélaga. Ástæðan var deilur um landsmótsstaði. Það er birtingarmyndin en vandinn er djúpstæðari. Hann snýst um tvö meginatriði. Annars vegar er það rótgróið samstöðuleysi og hins vegar þeir samskiptahættir sem náð hafa að gróa um sig.Heildarsameining mikilvæg Nú eru starfandi þrjú landsfélög eða -sambönd innan greinarinnar, þar af tvö með almenna félagsaðild. Þessi sundurgreining fylkingar okkar hestamanna veldur því að ábyrgð og vald fylgist ekki að. Þetta atriði háir m.a. mjög vali landsmótsstaða og framkvæmd mótanna. Því er heildarsameining mikilvæg en verður ekki gerð nema með rækilegum undirbúningi en fjölmargar fyrirmyndir að slíkum heildarsamtökum eru til erlendis. Sameining nægir þó ekki ein því þétta þarf raðirnar með bættum samskiptaháttum. Fámenni, kunningjasamfélag og hagsmunatengsl þar sem hver á mikið undir öðrum jafnstæðum skapar þetta ástand. Einnig inngrip og afskipti utanaðkomandi aðila, einkum stjórnmálamanna hjá ríki eða sveitarfélögum. Um það sem henti gildir hið fornkveðna: „Sjaldan veldur einn þá tveir deila“. Þannig stóðu Skagfirðingar í þeim skilningi allt þar til örfáir dagar voru til þings að landsmótið 2016 myndi fara fram á Vindheimamelum en tvö síðustu mót fóru fram syðra (í Reykjavík og á Hellu). Fyrir liggur nefndarniðurstaða um að fyrir hver tvö mót sunnanlands yrði eitt fyrir norðan. Skagfirðingar höfðu því réttmætar væntingar um niðurstöðuna. Fráfarandi stjórn ákvað þó að breyta um kúrs og halda tvö næstu mót á höfuðborgarsvæðinu og byggði niðurstöðu sína á m.a. rekstarfræðilegri greiningu framkvæmdastjóra LH. Á þá forsendu skulu engar brigður bornar en hagræn nálgun ein og sér er of þröng í mikilvægu félagslegu máli sem þessu.Samstöðu innbyrðis fyrst Mótin verða þó að bera sig fjárhagslega og vera boðleg mönnum og hestum sem þátt taka og skapa aðdráttarafl fyrir áhorfendur. Í aðdraganda landsþingsins voru allnokkur blaðaskrif, þar hvöttu Auðsholtshjáleigubændur til þess að öll mót færu fram í Reykjavík en sveitarstjórarnir í Rangárþingum og Ásahreppi mæltu í mót og vildu að mótin færu alls ekki þangað. Hvorugt getur gengið upp. Við hestamenn erum ekki ennþá komnir þangað að ákveða einn landsmótsstað. Fyrst þurfum við að ná samstöðu innbyrðis, bæta félagsandann og halda landsmótin á næstunni ýmist sunnan eða norðan heiða, á höfuðborgarsvæðinu og utan þess. Alltaf þó með heill áhorfenda, þátttakenda og hestsins sjálfs í fyrirrúmi jafnframt því sem mótin beri sig og séu fær um að leggja skerf til uppbyggingar þar sem þau fara fram hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Um síðustu helgi sauð upp úr á þingi Landssambands hestamannafélaga. Ástæðan var deilur um landsmótsstaði. Það er birtingarmyndin en vandinn er djúpstæðari. Hann snýst um tvö meginatriði. Annars vegar er það rótgróið samstöðuleysi og hins vegar þeir samskiptahættir sem náð hafa að gróa um sig.Heildarsameining mikilvæg Nú eru starfandi þrjú landsfélög eða -sambönd innan greinarinnar, þar af tvö með almenna félagsaðild. Þessi sundurgreining fylkingar okkar hestamanna veldur því að ábyrgð og vald fylgist ekki að. Þetta atriði háir m.a. mjög vali landsmótsstaða og framkvæmd mótanna. Því er heildarsameining mikilvæg en verður ekki gerð nema með rækilegum undirbúningi en fjölmargar fyrirmyndir að slíkum heildarsamtökum eru til erlendis. Sameining nægir þó ekki ein því þétta þarf raðirnar með bættum samskiptaháttum. Fámenni, kunningjasamfélag og hagsmunatengsl þar sem hver á mikið undir öðrum jafnstæðum skapar þetta ástand. Einnig inngrip og afskipti utanaðkomandi aðila, einkum stjórnmálamanna hjá ríki eða sveitarfélögum. Um það sem henti gildir hið fornkveðna: „Sjaldan veldur einn þá tveir deila“. Þannig stóðu Skagfirðingar í þeim skilningi allt þar til örfáir dagar voru til þings að landsmótið 2016 myndi fara fram á Vindheimamelum en tvö síðustu mót fóru fram syðra (í Reykjavík og á Hellu). Fyrir liggur nefndarniðurstaða um að fyrir hver tvö mót sunnanlands yrði eitt fyrir norðan. Skagfirðingar höfðu því réttmætar væntingar um niðurstöðuna. Fráfarandi stjórn ákvað þó að breyta um kúrs og halda tvö næstu mót á höfuðborgarsvæðinu og byggði niðurstöðu sína á m.a. rekstarfræðilegri greiningu framkvæmdastjóra LH. Á þá forsendu skulu engar brigður bornar en hagræn nálgun ein og sér er of þröng í mikilvægu félagslegu máli sem þessu.Samstöðu innbyrðis fyrst Mótin verða þó að bera sig fjárhagslega og vera boðleg mönnum og hestum sem þátt taka og skapa aðdráttarafl fyrir áhorfendur. Í aðdraganda landsþingsins voru allnokkur blaðaskrif, þar hvöttu Auðsholtshjáleigubændur til þess að öll mót færu fram í Reykjavík en sveitarstjórarnir í Rangárþingum og Ásahreppi mæltu í mót og vildu að mótin færu alls ekki þangað. Hvorugt getur gengið upp. Við hestamenn erum ekki ennþá komnir þangað að ákveða einn landsmótsstað. Fyrst þurfum við að ná samstöðu innbyrðis, bæta félagsandann og halda landsmótin á næstunni ýmist sunnan eða norðan heiða, á höfuðborgarsvæðinu og utan þess. Alltaf þó með heill áhorfenda, þátttakenda og hestsins sjálfs í fyrirrúmi jafnframt því sem mótin beri sig og séu fær um að leggja skerf til uppbyggingar þar sem þau fara fram hverju sinni.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar