Hækkun skatta á nauðsynjavörur Gylfi Magnússon skrifar 24. október 2014 07:00 Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, tekur upp hanskann fyrir höfunda fjárlagafrumvarpsins í Fréttablaðinu þann 23. október. Hann reynir þar m.a. að fullvissa þjóðina um að lágtekjufólk noti sama hlutfall af tekjum sínum í nauðsynjar eins og matvæli og hátekjufólk. Því fer auðvitað víðsfjarri. Svo vel vill til að til eru tvær ágætar kannanir á þessu, önnur unnin af Hagstofunni og hin af Meniga. Þær sýna þetta báðar mjög skýrt, þótt þeim beri ekki saman um hve mikill munurinn er á milli tekjuhópa. Könnun Meniga byggir á mun stærra úrtaki en könnun Hagstofunnar og raunverulegum færslum á greiðslukort. Hún er að því leyti betri. Vegna þess hve úrtak Hagstofunnar er lítið verða sumar tölur skrýtnar, sérstaklega þær sem snúa að kaupum á varningi sem keyptur er sjaldan, eins og bílar og líklega raftæki. Könnun Hagstofunnar hefur hins vegar nokkra aðra kosti umfram könnun Meniga. Þannig eru kaup á öðrum vörum en matvælum í matvælaverslunum, eins og t.d. þvottaefni, með í tölum Meniga um matvæli. Það ætti þó varla að breyta miklu í samanburði á tekjuhópum. Hvað sem því líður þá er enginn vafi á því að matvæli vega miklu þyngra í heimilisbókhaldi fólks með lágar tekjur en háar. Væri svo ekki á Íslandi þá væri það líklega einsdæmi í mannkynssögunni og verðugt rannsóknarefni. Meðfylgjandi mynd talar fyrir sig.Blekkjandi Frosti reynir einnig að verja hugmyndina um að meðalmáltíð kosti rúmar 200 krónur og segir að þar hafi verið sleppt tilbúnum mat í útreikningum höfunda fjárlagafrumvarpsins. Nú getur vel verið að reiknimeistarar frumvarpsins hafi gleymt tilbúnum mat, í mötuneytum, veitingahúsum og fleiri stöðum. Ég veit ekki hvort það er tilfellið en það eru þá hrein mistök. Slíkur matur er nú með 7% virðisaukaskatti. Hann mun því hækka með sama hætti og matvæli í verslunum gangi hækkun á matarskatti eftir. Það er blekkjandi að sleppa áhrifum þess í útreikningi á hækkun matarreiknings heimilanna. Að lokum þetta. Það má færa ágæt rök fyrir því að e.t.v. séu virðisaukaskattskerfið og tolla- og vörugjaldakerfið ekki bestu tækin til að jafna lífskjör landsmanna. Það sé betra að gera það í gegnum tekjuskattskerfið og bótakerfið. Það er hægt að gera breytingar á fyrrnefndu kerfunum sem rýra ekki lífskjör lágtekjufólks ef á sama tíma eru gerðar breytingar til jöfnunar í síðarnefndu kerfunum. Fyrirhuguð hækkun skatta á matvæli og aðrar breytingar sem gera á samtímis standast ekki þetta próf. Því fer fjarri, breytingarnar koma mjög illa út fyrir lágtekjufólk.. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, tekur upp hanskann fyrir höfunda fjárlagafrumvarpsins í Fréttablaðinu þann 23. október. Hann reynir þar m.a. að fullvissa þjóðina um að lágtekjufólk noti sama hlutfall af tekjum sínum í nauðsynjar eins og matvæli og hátekjufólk. Því fer auðvitað víðsfjarri. Svo vel vill til að til eru tvær ágætar kannanir á þessu, önnur unnin af Hagstofunni og hin af Meniga. Þær sýna þetta báðar mjög skýrt, þótt þeim beri ekki saman um hve mikill munurinn er á milli tekjuhópa. Könnun Meniga byggir á mun stærra úrtaki en könnun Hagstofunnar og raunverulegum færslum á greiðslukort. Hún er að því leyti betri. Vegna þess hve úrtak Hagstofunnar er lítið verða sumar tölur skrýtnar, sérstaklega þær sem snúa að kaupum á varningi sem keyptur er sjaldan, eins og bílar og líklega raftæki. Könnun Hagstofunnar hefur hins vegar nokkra aðra kosti umfram könnun Meniga. Þannig eru kaup á öðrum vörum en matvælum í matvælaverslunum, eins og t.d. þvottaefni, með í tölum Meniga um matvæli. Það ætti þó varla að breyta miklu í samanburði á tekjuhópum. Hvað sem því líður þá er enginn vafi á því að matvæli vega miklu þyngra í heimilisbókhaldi fólks með lágar tekjur en háar. Væri svo ekki á Íslandi þá væri það líklega einsdæmi í mannkynssögunni og verðugt rannsóknarefni. Meðfylgjandi mynd talar fyrir sig.Blekkjandi Frosti reynir einnig að verja hugmyndina um að meðalmáltíð kosti rúmar 200 krónur og segir að þar hafi verið sleppt tilbúnum mat í útreikningum höfunda fjárlagafrumvarpsins. Nú getur vel verið að reiknimeistarar frumvarpsins hafi gleymt tilbúnum mat, í mötuneytum, veitingahúsum og fleiri stöðum. Ég veit ekki hvort það er tilfellið en það eru þá hrein mistök. Slíkur matur er nú með 7% virðisaukaskatti. Hann mun því hækka með sama hætti og matvæli í verslunum gangi hækkun á matarskatti eftir. Það er blekkjandi að sleppa áhrifum þess í útreikningi á hækkun matarreiknings heimilanna. Að lokum þetta. Það má færa ágæt rök fyrir því að e.t.v. séu virðisaukaskattskerfið og tolla- og vörugjaldakerfið ekki bestu tækin til að jafna lífskjör landsmanna. Það sé betra að gera það í gegnum tekjuskattskerfið og bótakerfið. Það er hægt að gera breytingar á fyrrnefndu kerfunum sem rýra ekki lífskjör lágtekjufólks ef á sama tíma eru gerðar breytingar til jöfnunar í síðarnefndu kerfunum. Fyrirhuguð hækkun skatta á matvæli og aðrar breytingar sem gera á samtímis standast ekki þetta próf. Því fer fjarri, breytingarnar koma mjög illa út fyrir lágtekjufólk..
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun