Lífið

Farðaði Cöru Delevingne

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Förðunarfræðingurinn Ísak Freyr setti mynd af ofurfyrirsætunni Cöru Delevingne á Instagram-síðu sína í gær. Við hana skrifaði hann:

„Farðaði Cöru Delevingne fyrir kvöldverð hjá Burberry fyrir InParlour.“

Cara er ein eftirsóttasta ofurfyrirsæta heims og situr fyrir hjá öllum helstu tískumerkjunum.

InParlour er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að taka við pöntunum frá fólki sem þarf aðstoð stílista eða fegrunarfræðinga. Fagfólkið mætir þá heim til viðskiptavinanna en allir sem starfa fyrir InParlour, þar á meðal Ísak Freyr, eru valdir af stofnanda fyrirtækisins, Amöndu Harrington.

Ísak Freyr hefur átt góðu gengi að fagna síðustu misseri og hefur farðað stjörnur á borð við Suki Waterhouse, Poppy Delevingne og Vanessu Kirby.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.