Lífið

Listaverk á tískupallinn

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Þessi litríka tíska flikkar upp á fataskápinn.
Þessi litríka tíska flikkar upp á fataskápinn. Vísir/Getty
Tískuhúsið Prada vakti þó nokkra athygli er vor- og sumartískan var frumsýnd á tískuvikunni í Mílanó síðasta haust.

Samkvæmt yfirhönnuði Prada eigum við að klæðast fatnaði sem ætti kannski betur heima í ramma uppi á vegg en inni í fataskáp. Kjólar og kápur með ýmiss konar teikningum í sterkum litum framan á voru áberandi hjá tískuhúsinu fornfræga.

Ritstjóri bandaríska Vogue, Anna Wintour, hefur meðal annars tekið þessari sumartískubólu opnum örmum og kannski munu fleiri klæðast fatnaði prýddum fögrum teikningum með hækkandi sól.  

Á meðfylgjandi myndum er allavega hægt að fá góðan innblástur.

Flott kápa.
Fallegir litir í þessari kápu.
Skemmtilegt munstur.
Flottur sumarfatnaður.
Skemmtileg fatalína frá Prada.
Listaverk á kjólinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.