Lífið

Búa til heila leiksýningu út frá einu orði

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Dóra Jóhannsdóttir ætlar að miðla svokallaðri Improv-leiklistalistaðferð á námskeiðum í sumar sem eru fyrir alla.
Dóra Jóhannsdóttir ætlar að miðla svokallaðri Improv-leiklistalistaðferð á námskeiðum í sumar sem eru fyrir alla.
„Ég ætla að bjóða upp á námskeið í long-form spuna-aðferðinni „The Harold“ eða Haraldinum eins og ég hef þýtt það,“ segir leikkonan Dóra Jóhannsdóttir um námskeið sem hún heldur hér á landi í sumar.

Dóra er búsett í New York ásamt eiginmanni sínum, leikaranum Jörundi Ragnarssyni, og syni en Jörundur er í námi í kvikmyndaleikstjórn og handritaskrifum við Columbia-háskólann.

Sjálf hefur Dóra verið að læra þessa tilteknu leiklistaraðferð síðastliðið ár við leikhúsið Upright Citizens Brigade í New York. „Margir kannast við hið svokallaða leikhússport sem var vinsælt á Íslandi fyrir nokkrum árum, en long-form improv er allt annað fyrirbæri sem er ótrúlega vinsælt í Bandaríkjunum, en er ekki enn þá mjög þekkt í öðrum löndum.“

Í long-form búa leikararnir í sameiningu til um það bil hálftíma langa sýningu út frá til dæmis einu orði sem þeir fá frá áhorfendum.

„Þegar ég sá svona sýningu fyrst hér í New York var ég orðlaus af hrifningu. Leikararnir hafa allir æft þetta í mörg ár og geta gert ótrúlega flottar, flóknar og fyndnar sýningar á staðnum án þess að hafa ákveðið nokkuð fyrirfram.“



Frekari upplýsingar á facebook.com/haraldurinn og skráning á improvharaldurinn@gmail.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.