Lífið

Vill annað barn strax eftir brúðkaupið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og rapparinn Kanye West ganga í það heilaga í París þann 24. maí. Samkvæmt heimildum tímaritsins Us Weekly ætlar parið að reyna að eignast annað barn strax eftir brúðkaupið en fyrir eiga þau dótturina North, tíu mánaða.

„Kim vill verða ólétt strax eftir brúðkaupið. Hún vill að stutt sé á milli barnanna,“ segir heimildarmaður tímaritsins.

Kim og Kanye trúlofuðu sig í október á síðasta ári og hafa verið að þeysast um Parísarborg að undanförnu að undirbúa brúðkaupið. 

Skötuhjúin eru hins vegar ekki búin að segja neinum gestum hvar brúðkaupið verður haldið og vita systur raunveruleikastjörnunnar, Khloe og Kourtney, það ekki einu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.