Lífið

Sjáið Kóngulóarmanninn syngja

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikarinn Andrew Garfield leikur Kóngulóarmanninn í nýjustu myndinni um hetjuna, The Amazing Spider-Man 2.

Hann mætti í spjallþátt Jimmy Fallon til að kynna myndina og var neyddur til að taka lagið þar sem Jimmy hafði heyrt að hann væri lunkinn á gítar.

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég syng opinberlega,“ sagði Andrew sem varð afar stressaður fyrir söngnum.

Ákvað hann að taka þemalag Kóngulóarmannsins sem vakti mikla lukku eins og sést í meðfylgjandi myndbandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.