Lífið

„Sjitt hvað ég er fyndinn í Japan“

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Steindi er hér í Japan, vopnaður byssum sem hann notar í þættinum sem hann leikur í.
Steindi er hér í Japan, vopnaður byssum sem hann notar í þættinum sem hann leikur í.
Grínistinn Steindi Jr er staddur í Japan um þessar mundir. Hann leikur í japönskum grínþætti sem fjallar um að fanga skrímsli. Þátturinn er í leikstjórn Arrós Stefánssonar. Steindi setti þetta stutta myndband af sér á Twitter-síðu sína og lét þessi orð fylgja: „Sjitt hvað ég er fyndinn í Japan." Myndbandið má sjá hér að neðan.

Vísir sagði frá því ætlunum Arrós Stefánssonar, fyrr í mánuðinum. Arró hefur verið með annan fótinn í Japan um árabil og hefur unnið að kvikmyndum þar í landi. Þeir Steindi hafa starfað mikið saman í gegnum tíðina, en Arró vann að þáttunum Steindinn okkar, sem notið hafa mikilla vinsælda hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.