Íslenskur leikstjóri gerir skrímslaþátt í Japan Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. janúar 2014 10:45 Arró þarf að hafa túlk með sér í vinnunni í Japan. mynd/einkasafn „Ég vann við tökur á japanskri kvikmynd síðasta vor og framleiðandi myndarinnar hafði samband við mig og stakk upp á því að ég kynnti hugmyndir mínar að þáttum fyrir mönnum hjá japanska ríkissjónvarpinu,“ segir Arró Stefánsson leikstjóri. Hann vinnur nú að framleiðslu prufuþáttar sem verður sýndur í Japan í maí og mun almenningur síðan kjósa um hvort þátturinn verði að þáttaröð. „Þátturinn heitir Monster Clean Up Crew. Í honum sýnum við heim sem hefur lifað af árás skrímsla. Sérstakt fyrirtæki hefur það hlutverk að halda skrímslunum í skefjum í neðanjarðarbyrgi undir Tókýóborg. Í bankahruninu í Japan fer fyrirtækið svo á hausinn og skrímslin sleppa. Þátturinn fjallar svo um baráttuna við að ná þessum skrímslum aftur,“ útskýrir Arró. Hann skrifaði handritið ásamt bandarískum vini sínum og var þetta ein af mörgum hugmyndum sem hann kynnti fyrir mönnum hjá japanska ríkissjónvarpinu. Arró vinnur nú hörðum höndum að því að ljúka öllum verkum fyrir tökur sem hefjast í lok mánaðarins. „Við erum á fullu í undirbúningi. Við erum að velja leikara og fleira. Annars er mjög sérstakt að vinna hérna, því fáir tala ensku. Ég þarf að hafa túlk með mér hvert sem ég fer þegar ég er að vinna,“ segir Arró. Hann hefur unnið að ýmsum verkefnum á Íslandi og segir margt svipað með því að vinna hér á landi og í Japan. „Þegar tökur hefjast er þetta rosalega svipað. En fyrir utan tökustaðinn er allt miklu formlegra í Japan, enda byggist japönsk menning á hefðum.“ Arró nýtur annars lífsins í Japan. „Ég flakka mikið á milli Japans og Íslands. Fjölskyldan mín flutti hingað fyrir fimm árum og bróðir minn er í háskóla hér í Japan. Hér er fullt af tækifærum fyrir mig en ég get aldrei slitið mig almennilega frá Íslandi og finnst gott að vera á báðum stöðum.“ Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Fleiri fréttir Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Sjá meira
„Ég vann við tökur á japanskri kvikmynd síðasta vor og framleiðandi myndarinnar hafði samband við mig og stakk upp á því að ég kynnti hugmyndir mínar að þáttum fyrir mönnum hjá japanska ríkissjónvarpinu,“ segir Arró Stefánsson leikstjóri. Hann vinnur nú að framleiðslu prufuþáttar sem verður sýndur í Japan í maí og mun almenningur síðan kjósa um hvort þátturinn verði að þáttaröð. „Þátturinn heitir Monster Clean Up Crew. Í honum sýnum við heim sem hefur lifað af árás skrímsla. Sérstakt fyrirtæki hefur það hlutverk að halda skrímslunum í skefjum í neðanjarðarbyrgi undir Tókýóborg. Í bankahruninu í Japan fer fyrirtækið svo á hausinn og skrímslin sleppa. Þátturinn fjallar svo um baráttuna við að ná þessum skrímslum aftur,“ útskýrir Arró. Hann skrifaði handritið ásamt bandarískum vini sínum og var þetta ein af mörgum hugmyndum sem hann kynnti fyrir mönnum hjá japanska ríkissjónvarpinu. Arró vinnur nú hörðum höndum að því að ljúka öllum verkum fyrir tökur sem hefjast í lok mánaðarins. „Við erum á fullu í undirbúningi. Við erum að velja leikara og fleira. Annars er mjög sérstakt að vinna hérna, því fáir tala ensku. Ég þarf að hafa túlk með mér hvert sem ég fer þegar ég er að vinna,“ segir Arró. Hann hefur unnið að ýmsum verkefnum á Íslandi og segir margt svipað með því að vinna hér á landi og í Japan. „Þegar tökur hefjast er þetta rosalega svipað. En fyrir utan tökustaðinn er allt miklu formlegra í Japan, enda byggist japönsk menning á hefðum.“ Arró nýtur annars lífsins í Japan. „Ég flakka mikið á milli Japans og Íslands. Fjölskyldan mín flutti hingað fyrir fimm árum og bróðir minn er í háskóla hér í Japan. Hér er fullt af tækifærum fyrir mig en ég get aldrei slitið mig almennilega frá Íslandi og finnst gott að vera á báðum stöðum.“
Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Fleiri fréttir Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Sjá meira