Körfubolti

Elvar stigahæstur í þremur af fjórum leikjum í sigurgöngunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elvar Már Friðriksson.
Elvar Már Friðriksson. Vísir/Getty
Elvar Már Friðriksson hefur spilaði afar vel með LIU Brooklyn liðinu að undanförnu en Njarðvíkingurinn var stigahæstur í fjórða sigri liðsins í röð í nótt.

LIU Brooklyn tapaði sex fyrstu leikjum sínum á leiktíðinni en hefur síðan unnið fjóra leiki í röð og í þremur þeirra hefur Elvar Már verið stigahæstur.

Elvar Már var valinn besti nýliðinn í NEC-deildinni í síðustu viku en íslenski leikstjórnandinn er þegar farinn að vekja mikla athygli fyrir framgöngu sína.

Elvar Már er með 16,0 stig og 4,5 stoðsendingar að meðaltali í sigurgöngunni en hann hitti úr 54 prósent skota sinna og 40 prósent þriggja stiga skota sinna í þessum fjórum leikjum.

Síðustu fjórir leikir Elvars með LIU Brooklyn:

83-70 sigur á Maine 9. desember

19 stig og 7 stoðsendingar - STIGAHÆSTUR

(Martin 9 stig og 2 stoðsendingar)

65-49 sigur á NJIT 14. desember

8 stig og 5 stoðsendingar

(Martin 12 stig og 1 stoðsending)

69-58 sigur á FIU 18. desember

17 stig og 3 stoðsendingar - STIGAHÆSTUR

(Martin 10 stig og 1 stoðsending)

73-72 sigur á New Hampshire 22. desember

19 stig og 3 stoðsendingar - STIGAHÆSTUR

(Martin 15 stig og 4 stoðsendingar)


Tengdar fréttir

Elvar valinn besti nýliði vikunnar í NEC-deildinni

Elvar Már Friðriksson er búinn að vinna sín fyrstu einstaklingsverðlaun með LIU Brooklyn í bandaríska háskólakörfuboltanum en hann var kosinn besti nýliði vikunnar í NEC-deildinni (Northeast Conference).

Martin skoraði sigurkörfu LIU Brooklyn í nótt - 34 íslensk stig

Elvar Már Friðriksson var stigahæstur hjá LIU Brooklyn í nótt þegar liðið fagnaði sínum fjórða sigri í röð nú eftir 73-72 sigur á New Hampshire í framlengdum leik. Það var hinsvegar Martin Hermannsson sem skoraði sigurkörfuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×