Elvar og Martin: Leikurinn hraðari hér en á Íslandi | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. desember 2014 11:15 „Það er langt síðan við unnum þrjá leiki í röð, en mínir strákar unnu fyrir þessu. Þeir voru virkilega góðir,“ sagði Jack Perri, þjálfari LIU Blackbirds, eftir sigur liðsins á Florida International í bandarísku háskólakörfunni í nótt. Svartþrestirnir byrjuðu tímabilið illa og töpuðu sex leikjum í röð, en eru nú búnir að vinna þrjá leiki í röð eftir sigurinn í nótt.Sjá einnig:Elvar Már fór á kostum á heimavelli Brooklyn Nets | Myndband Íslendingarnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson spiluðu mjög vel, sérstaklega Elvar sem fór hreinlega á kostum í Barcklays Center, heimavelli NBA-liðsins Brooklyn Nets. Njarðvíkingurin skoraði 17 stig í leiknum, þar af tvær þriggja stiga körfur í röð þegar gestirnir frá Flórída voru byrjaðir á saxa á forskotið.Elvar Már fór á kostum.vísir/getty„Hann er með mikið sjálfstraust og það réttilega. Hann er virkilega hæfileikaríkur og góður körfubolta. Þessar þriggja stiga körfur voru okkur mikilvægar,“ sagði Jack Perri. LIU skoraði tíu stig á móti tveimur þegar FIU var komið yfir í seinni hálfleik, 43-39, og tóku aftur völdin í leiknum. „Við skoruðum þessi tíu stig þökk sé góðri vörn. Við stálum boltanum t.a.m. tvisvar. Þetta voru auðveldar körfur. Ég sjálfur var ekki að hitta til að byrja með en svo datt þetta inn,“ sagði Elvar Már. Fjórir leikmenn í liði LIU skoruðu tíu stig eða meira og segir Martin Hermannsson mikil gæði vera í liðinu. „Við erum með hæfileikaríka leikmenn sem geta allir spilað vel. Það er einn góður í einum leik og annar í þeim næsta. Það skiptir ekki máli hver það er á meðan við stöndum saman,“ sagði Martin. Elvar Már hefur spilað mjög vel í fyrstu níu leikjum Brooklyn og verið allt í öllu í leik liðsins. Hann er nú búinn að skora yfir tíu stig í fjórum leikjum í röð. „Það tók mig smá tíma að aðlagast hérna. Leikurinn hér er miklu hraðari en á Íslandi og leikmennirnir sterkari. Ég er að ná tökum á þessu,“ sagði Elvar og Martin tók undir orð góðvinar síns. „Við fengum góða reynslu að spila með landsliðinu þar sem við spilum við stærri og sterkari stráka. Deildin hér en mun hraðari en heima og menn líkamlega sterkari og betri íþróttamenn,“ sagði Martin Hermannsson. Hér að ofan má sjá blaðamannafundinn í heild sinni og brot úr leiknum má finna hér að neðan. Körfubolti Tengdar fréttir Elvar Már fór á kostum á heimavelli Brooklyn Nets | Myndband Svartþrestirnir í Brooklyn komnir á mikinn skrið og Íslendingarnir halda áfram að spila mjög vel. 19. desember 2014 09:30 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira
„Það er langt síðan við unnum þrjá leiki í röð, en mínir strákar unnu fyrir þessu. Þeir voru virkilega góðir,“ sagði Jack Perri, þjálfari LIU Blackbirds, eftir sigur liðsins á Florida International í bandarísku háskólakörfunni í nótt. Svartþrestirnir byrjuðu tímabilið illa og töpuðu sex leikjum í röð, en eru nú búnir að vinna þrjá leiki í röð eftir sigurinn í nótt.Sjá einnig:Elvar Már fór á kostum á heimavelli Brooklyn Nets | Myndband Íslendingarnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson spiluðu mjög vel, sérstaklega Elvar sem fór hreinlega á kostum í Barcklays Center, heimavelli NBA-liðsins Brooklyn Nets. Njarðvíkingurin skoraði 17 stig í leiknum, þar af tvær þriggja stiga körfur í röð þegar gestirnir frá Flórída voru byrjaðir á saxa á forskotið.Elvar Már fór á kostum.vísir/getty„Hann er með mikið sjálfstraust og það réttilega. Hann er virkilega hæfileikaríkur og góður körfubolta. Þessar þriggja stiga körfur voru okkur mikilvægar,“ sagði Jack Perri. LIU skoraði tíu stig á móti tveimur þegar FIU var komið yfir í seinni hálfleik, 43-39, og tóku aftur völdin í leiknum. „Við skoruðum þessi tíu stig þökk sé góðri vörn. Við stálum boltanum t.a.m. tvisvar. Þetta voru auðveldar körfur. Ég sjálfur var ekki að hitta til að byrja með en svo datt þetta inn,“ sagði Elvar Már. Fjórir leikmenn í liði LIU skoruðu tíu stig eða meira og segir Martin Hermannsson mikil gæði vera í liðinu. „Við erum með hæfileikaríka leikmenn sem geta allir spilað vel. Það er einn góður í einum leik og annar í þeim næsta. Það skiptir ekki máli hver það er á meðan við stöndum saman,“ sagði Martin. Elvar Már hefur spilað mjög vel í fyrstu níu leikjum Brooklyn og verið allt í öllu í leik liðsins. Hann er nú búinn að skora yfir tíu stig í fjórum leikjum í röð. „Það tók mig smá tíma að aðlagast hérna. Leikurinn hér er miklu hraðari en á Íslandi og leikmennirnir sterkari. Ég er að ná tökum á þessu,“ sagði Elvar og Martin tók undir orð góðvinar síns. „Við fengum góða reynslu að spila með landsliðinu þar sem við spilum við stærri og sterkari stráka. Deildin hér en mun hraðari en heima og menn líkamlega sterkari og betri íþróttamenn,“ sagði Martin Hermannsson. Hér að ofan má sjá blaðamannafundinn í heild sinni og brot úr leiknum má finna hér að neðan.
Körfubolti Tengdar fréttir Elvar Már fór á kostum á heimavelli Brooklyn Nets | Myndband Svartþrestirnir í Brooklyn komnir á mikinn skrið og Íslendingarnir halda áfram að spila mjög vel. 19. desember 2014 09:30 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira
Elvar Már fór á kostum á heimavelli Brooklyn Nets | Myndband Svartþrestirnir í Brooklyn komnir á mikinn skrið og Íslendingarnir halda áfram að spila mjög vel. 19. desember 2014 09:30