Flugmaður TF-KEX ákærður fyrir að hafa ekki gætt nægrar aðgæslu Bjarki Ármannsson skrifar 10. desember 2014 07:00 TF-KEX brotlenti á skírdag 2010 með þrjá farþega innanborðs. Mynd/Úr skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa Ríkissaksóknari hefur ákært flugmann Cessna-flugvélarinnar TF-KEX, sem brotlenti á skírdag árið 2010, fyrir almannahættubrot, líkamsmeiðingar af gáleysi og brot gegn loftferðalögum. Þrír farþegar voru um borð í vélinni og slösuðust allir talsvert. Vélin brotlenti í hlíðum Langholtsfjalls í Árnessýslu, skammt frá Flúðum, þann 1. apríl 2010. Þar er sumarbústaðabyggð og sögðu sjónarvottar að flugvélin hefði flogið lágt yfir svæðinu. Í ákæru ríkissaksóknara er flugmaðurinn sagður ekki hafa gætt nægrar aðgæslu við undirbúning og stjórn flugvélarinnar. Þar kemur einnig fram að maðurinn hafði enga reynslu af því að fljúga slíkri vél. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem kom út í fyrra, segir að maðurinn hafi flogið vélinni yfirhlaðinni, í lítilli hæð yfir sumarbústaðabyggðinni án þess að hafa framkvæmt massa- eða jafnvægisútreikninga. Flugvélin missti að lokum hraða og hæð í krappri beygju og skall í jörðina. Farþegarnir þrír, tveir karlmenn og ein kona, slösuðust öll talsvert og voru flutt á gjörgæsludeild Landspítalans. Einn farþeganna hryggbrotnaði og krefst þess í einkaréttarkröfu að hinn ákærði greiði honum eina milljón króna í miskabætur. Ríkissaksóknari krefst þess að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Samkvæmt almennum hegningarlögum nema almannahættubrot allt að þremur árum í fangelsi og líkamsmeiðingar af gáleysi allt að fjórum árum. Tengdar fréttir Of þungri vél brotlent við sumarhús Flugvél sem hrapaði í flugi yfir sumarhúsabyggð var ofhlaðin og í of lítilli hæð til að ná krappri beygju sem flugmaðurinn reyndi að taka. Annar flugmaður, sem var farþegi í vélinni og slasaðist illa, var ósáttur við aðfarir hins en sagði þó ekkert. 8. nóvember 2013 07:00 Þriðja slysið í lágflugi á fjórum árum Flugslysið við Hlíðarfjall á Akureyri í fyrra sem Vísir hefur fjallað um í dag er það þriðja á rúmum fjórum árum þar sem flugvél var í lágflugi. 6. janúar 2014 17:00 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært flugmann Cessna-flugvélarinnar TF-KEX, sem brotlenti á skírdag árið 2010, fyrir almannahættubrot, líkamsmeiðingar af gáleysi og brot gegn loftferðalögum. Þrír farþegar voru um borð í vélinni og slösuðust allir talsvert. Vélin brotlenti í hlíðum Langholtsfjalls í Árnessýslu, skammt frá Flúðum, þann 1. apríl 2010. Þar er sumarbústaðabyggð og sögðu sjónarvottar að flugvélin hefði flogið lágt yfir svæðinu. Í ákæru ríkissaksóknara er flugmaðurinn sagður ekki hafa gætt nægrar aðgæslu við undirbúning og stjórn flugvélarinnar. Þar kemur einnig fram að maðurinn hafði enga reynslu af því að fljúga slíkri vél. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem kom út í fyrra, segir að maðurinn hafi flogið vélinni yfirhlaðinni, í lítilli hæð yfir sumarbústaðabyggðinni án þess að hafa framkvæmt massa- eða jafnvægisútreikninga. Flugvélin missti að lokum hraða og hæð í krappri beygju og skall í jörðina. Farþegarnir þrír, tveir karlmenn og ein kona, slösuðust öll talsvert og voru flutt á gjörgæsludeild Landspítalans. Einn farþeganna hryggbrotnaði og krefst þess í einkaréttarkröfu að hinn ákærði greiði honum eina milljón króna í miskabætur. Ríkissaksóknari krefst þess að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Samkvæmt almennum hegningarlögum nema almannahættubrot allt að þremur árum í fangelsi og líkamsmeiðingar af gáleysi allt að fjórum árum.
Tengdar fréttir Of þungri vél brotlent við sumarhús Flugvél sem hrapaði í flugi yfir sumarhúsabyggð var ofhlaðin og í of lítilli hæð til að ná krappri beygju sem flugmaðurinn reyndi að taka. Annar flugmaður, sem var farþegi í vélinni og slasaðist illa, var ósáttur við aðfarir hins en sagði þó ekkert. 8. nóvember 2013 07:00 Þriðja slysið í lágflugi á fjórum árum Flugslysið við Hlíðarfjall á Akureyri í fyrra sem Vísir hefur fjallað um í dag er það þriðja á rúmum fjórum árum þar sem flugvél var í lágflugi. 6. janúar 2014 17:00 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Of þungri vél brotlent við sumarhús Flugvél sem hrapaði í flugi yfir sumarhúsabyggð var ofhlaðin og í of lítilli hæð til að ná krappri beygju sem flugmaðurinn reyndi að taka. Annar flugmaður, sem var farþegi í vélinni og slasaðist illa, var ósáttur við aðfarir hins en sagði þó ekkert. 8. nóvember 2013 07:00
Þriðja slysið í lágflugi á fjórum árum Flugslysið við Hlíðarfjall á Akureyri í fyrra sem Vísir hefur fjallað um í dag er það þriðja á rúmum fjórum árum þar sem flugvél var í lágflugi. 6. janúar 2014 17:00