Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar vildi að Grapevine breytti frétt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. desember 2014 22:35 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var erlendis í vikunni án þess að vera skráður á fjarvistarskrá þingsins. Vísir/Vilhelm Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, Sigurður Már Jónsson, fór fram á það við miðilinn Grapevine að hann breytti frétt sinni, “PM Ditches Parliament To Go On Holiday, Doesn‘t Tell Anyone”, sem birt var í morgun. Á íslensku gæti fyrirsögnin útlagst sem „Forsætisráðherra yfirgefur Alþingi, segir engum frá því.“ Frétt Grapevine byggði á umfjöllun DV um utanlandsferð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Eins og kunnugt er var hann erlendis í vikunni að halda upp á afmæli konu sinnar á meðan 2. umræða um fjárlögin fór fram en var ekki skráður í fjarvistarskrá þingsins. Haukur Már Helgason greinir frá afskiptum upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar í frétt á Grapevine í kvöld. Vildi Sigurður að sögninni “ditches” yrði skipt út fyrir aðra sögn í fyrirsögninni. Þá sagði hann ekki rétt að tala um í fyrirsögn að forsætisráðherrann hefði ekki sagt neinum frá fyrirhugaðri utanlandsferð sinni þar sem hann sagði nokkrum frá henni, þó að Alþingi hafi ekki verið kunnugt um hana. Þá sakaði Sigurður blaðamann Grapevine, sem skrifaði umrædda frétt, um að setja „fjandsamlegar“ færslur á Twitter-síðu sína auk þess sem hún bryti gegn siðareglum blaðamanna með því að pósta tenglum á fréttir sínar þar. Sigurður hringdi bæði á skrifstofu Grapevine til að koma athugasemdum sínum á framfæri auk þess sem hann sendi miðlinum tvo tölvupósta. Haukur greinir frá því að Sigurður hafi í samtali við blaðamann Grapevine sakað blaðamenn DV um að vera á móti ríkisstjórninni og að þeir væru ekki áreiðanlegir heimildarmenn. Þetta endurtók hann í tölvupósti til blaðsins, auk þess sem hann sakaði Fréttablaðið um að hafa farið með rangfærslur í frétt sinni um aðstoðarmenn ráðherra.Hér má lesa nánar um afskipti upplýsingafulltrúans af fréttaflutningi Grapevine. Tengdar fréttir 204 milljónir í laun aðstoðarmanna Níu ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru með tuttugu manns sér til aðstoðar. Samtals fá þessir aðstoðarmenn 204 milljónir króna í árslaun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er með sjö manns sér til aðstoðar sem fá samtals rúmar 64 milljónir króna 9. desember 2014 11:15 Fjárlagaumræðan: Forsætisráðherra í útlöndum að halda upp á afmæli konunnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, er ekki viðstaddur 2. umræðu fjárlaga sem fram hefur farið á Alþingi í dag og í kvöld. 10. desember 2014 21:20 Forsætisráðherra fagnaði afmæli eiginkonunnar Forsætisráðherra bauð eiginkonunni til útlanda í tilefni fertugsafmælis hennar og var því fjarverandi atkvæðagreiðslu um fjárlög. 11. desember 2014 20:37 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, Sigurður Már Jónsson, fór fram á það við miðilinn Grapevine að hann breytti frétt sinni, “PM Ditches Parliament To Go On Holiday, Doesn‘t Tell Anyone”, sem birt var í morgun. Á íslensku gæti fyrirsögnin útlagst sem „Forsætisráðherra yfirgefur Alþingi, segir engum frá því.“ Frétt Grapevine byggði á umfjöllun DV um utanlandsferð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Eins og kunnugt er var hann erlendis í vikunni að halda upp á afmæli konu sinnar á meðan 2. umræða um fjárlögin fór fram en var ekki skráður í fjarvistarskrá þingsins. Haukur Már Helgason greinir frá afskiptum upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar í frétt á Grapevine í kvöld. Vildi Sigurður að sögninni “ditches” yrði skipt út fyrir aðra sögn í fyrirsögninni. Þá sagði hann ekki rétt að tala um í fyrirsögn að forsætisráðherrann hefði ekki sagt neinum frá fyrirhugaðri utanlandsferð sinni þar sem hann sagði nokkrum frá henni, þó að Alþingi hafi ekki verið kunnugt um hana. Þá sakaði Sigurður blaðamann Grapevine, sem skrifaði umrædda frétt, um að setja „fjandsamlegar“ færslur á Twitter-síðu sína auk þess sem hún bryti gegn siðareglum blaðamanna með því að pósta tenglum á fréttir sínar þar. Sigurður hringdi bæði á skrifstofu Grapevine til að koma athugasemdum sínum á framfæri auk þess sem hann sendi miðlinum tvo tölvupósta. Haukur greinir frá því að Sigurður hafi í samtali við blaðamann Grapevine sakað blaðamenn DV um að vera á móti ríkisstjórninni og að þeir væru ekki áreiðanlegir heimildarmenn. Þetta endurtók hann í tölvupósti til blaðsins, auk þess sem hann sakaði Fréttablaðið um að hafa farið með rangfærslur í frétt sinni um aðstoðarmenn ráðherra.Hér má lesa nánar um afskipti upplýsingafulltrúans af fréttaflutningi Grapevine.
Tengdar fréttir 204 milljónir í laun aðstoðarmanna Níu ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru með tuttugu manns sér til aðstoðar. Samtals fá þessir aðstoðarmenn 204 milljónir króna í árslaun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er með sjö manns sér til aðstoðar sem fá samtals rúmar 64 milljónir króna 9. desember 2014 11:15 Fjárlagaumræðan: Forsætisráðherra í útlöndum að halda upp á afmæli konunnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, er ekki viðstaddur 2. umræðu fjárlaga sem fram hefur farið á Alþingi í dag og í kvöld. 10. desember 2014 21:20 Forsætisráðherra fagnaði afmæli eiginkonunnar Forsætisráðherra bauð eiginkonunni til útlanda í tilefni fertugsafmælis hennar og var því fjarverandi atkvæðagreiðslu um fjárlög. 11. desember 2014 20:37 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
204 milljónir í laun aðstoðarmanna Níu ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru með tuttugu manns sér til aðstoðar. Samtals fá þessir aðstoðarmenn 204 milljónir króna í árslaun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er með sjö manns sér til aðstoðar sem fá samtals rúmar 64 milljónir króna 9. desember 2014 11:15
Fjárlagaumræðan: Forsætisráðherra í útlöndum að halda upp á afmæli konunnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, er ekki viðstaddur 2. umræðu fjárlaga sem fram hefur farið á Alþingi í dag og í kvöld. 10. desember 2014 21:20
Forsætisráðherra fagnaði afmæli eiginkonunnar Forsætisráðherra bauð eiginkonunni til útlanda í tilefni fertugsafmælis hennar og var því fjarverandi atkvæðagreiðslu um fjárlög. 11. desember 2014 20:37