Svali í Madison Square Garden: Hingað vilja allir komast Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2014 12:00 Svali Björgvinsson fylgdist með þegar þeir Martin Hermannsson og Elvar Friðriksson léku með háskólaliði sínu, LIU, í hinni frægu íþróttahöll Madison Square Garden á dögunum. LIU tapaði leiknum en fáir íslenskir íþróttakappar hafa spilað í þessari höll en eins og Svali benti sjálfur á í fréttinni gerði Pétur Guðmundsson það í tvígang er hann lék í NBA-deildinni. „Það er ekki nóg að fara bara fram hjá einum leikmanni til að komast í galopið lay up eins og í deildinni heima,“ sagði Martin við Svala. „Það er ekkert gefið í þessu. Ef þú færð galopið skot þá er það bara kraftaverk.“ Elvar tók í svipaðan streng og sagði að þó svo að leikurinn virtist hægur þá væru leikmenn hraðari en gengur og gerist í íslensku deildinni. „Mér finnst að ég og Martin megum vera áræðnari í sóknarleiknum. Við erum enn að finna okkur og það kemur með tímanum.“ „En þetta er allt öðruvísi. Skotklukkan er lengri og [þjálfarinn] kallar kerfin fyrir mann sem mér finnst hægja aðeins á leiknum. En samt finnst mér þetta hraðari en heima - þar var með hraðari leikmönnum en hér er maður með þeim hægari,“ sagði Elvar. Sérstakur þáttur um þá Martin og Elvar verður sýndur á Stöð 2 Sport á jóladag en í niðurlagi fréttarinnar hafði Svali orð á því hversu magnað það væri að fá að spila í Madison Square Garden í hjarta New York-borgar. „Hér komast 20 þúsund manns fyrir. Hér gerast allir stóru hlutirnir. Ef fólk á gítar eða stuttbuxur og góða körfuboltaskó þá vilja allir vera hérna.“ Körfubolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Meistarasigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira
Svali Björgvinsson fylgdist með þegar þeir Martin Hermannsson og Elvar Friðriksson léku með háskólaliði sínu, LIU, í hinni frægu íþróttahöll Madison Square Garden á dögunum. LIU tapaði leiknum en fáir íslenskir íþróttakappar hafa spilað í þessari höll en eins og Svali benti sjálfur á í fréttinni gerði Pétur Guðmundsson það í tvígang er hann lék í NBA-deildinni. „Það er ekki nóg að fara bara fram hjá einum leikmanni til að komast í galopið lay up eins og í deildinni heima,“ sagði Martin við Svala. „Það er ekkert gefið í þessu. Ef þú færð galopið skot þá er það bara kraftaverk.“ Elvar tók í svipaðan streng og sagði að þó svo að leikurinn virtist hægur þá væru leikmenn hraðari en gengur og gerist í íslensku deildinni. „Mér finnst að ég og Martin megum vera áræðnari í sóknarleiknum. Við erum enn að finna okkur og það kemur með tímanum.“ „En þetta er allt öðruvísi. Skotklukkan er lengri og [þjálfarinn] kallar kerfin fyrir mann sem mér finnst hægja aðeins á leiknum. En samt finnst mér þetta hraðari en heima - þar var með hraðari leikmönnum en hér er maður með þeim hægari,“ sagði Elvar. Sérstakur þáttur um þá Martin og Elvar verður sýndur á Stöð 2 Sport á jóladag en í niðurlagi fréttarinnar hafði Svali orð á því hversu magnað það væri að fá að spila í Madison Square Garden í hjarta New York-borgar. „Hér komast 20 þúsund manns fyrir. Hér gerast allir stóru hlutirnir. Ef fólk á gítar eða stuttbuxur og góða körfuboltaskó þá vilja allir vera hérna.“
Körfubolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Meistarasigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira