Enn eitt áfallið fyrir HM: Engar sjónvarpsútsendingar í Þýskalandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. desember 2014 13:46 Vísir/Getty Nú er ljóst að HM í handbolta sem fer fram í Katar í næsta mánuði verður ekki sýnt á þýsku ríkisstöðvunum tveimur, ARD og ZDF. Ljóst er að um gríðarlegt áfall er að ræða fyrir þýska handknattleikssambandið. Þetta var tilkynnt í dag en engin önnur þýsk sjónvarpsstöð hefur boðið í sýningarréttinn. Að öllu óbreyttu verður því ekki sýnt frá keppninni í þýsku sjónvarpi. Forráðamenn þýsku ríkisstöðvanna sögðu í yfirlýsingunni að þær hefðu lagt fram boð í réttinn strax í ágúst síðastliðnum. En þær fengu ekki svar fyrr en í gær og í því hafi verið ljóst að það væri ekki frekari grundvöllur til viðræðna á milli aðilanna. Þeir segja að þar sem að fullnægjandi svör hafi ekki borist í tæka tíð er ljóst að hætta verður við allt saman að hálfu stöðvanna. Ekki sé hægt að bíða lengur með að ljúka við dagskrá janúarmánaðar á stöðvunum og þá sé tíminn orðinn of naumur til að standa að og skipuleggja beinar útsendingar frá leikjunum í Katar. Þýskir fjölmiðlar segja að engin af stóru sjónvarpsstöðvunum í Þýskalandi geti komið því í kring með svo stuttum fyrirvara að sýna frá mótinu. Það sé hins vegar á færi minni aðila en að rétturinn sé allt of dýr fyrir þá. Útlitið er því dökkt fyrir handboltaáhugamenn í Þýskalandi en þýska handknattleikssambandið mun gera allt sem í þeirra valdi stendur til að málið fái farsæla lausn. „Þetta felur ekki í sér neinn fjárhagslegan skaða en þetta er skaði fyrir íþróttina sjálfa,“ sagði Bernhard Bauer, forseti þýska handknattleikssambandsins. Einnig var rætt við forráðamenn þýsku úrvalsdeildarinnar sem segja að afleiðingar þessa séu miklar fyrir markaðsvirði íþróttarinnar og þar með deildarinnar sjálfrar. Þetta er enn eitt hneykslismálið sem kemur upp í tengslum við HM í Katar. Þýskaland féll úr leik í undankeppni mótsins en var hleypt inn á kostnað Ástralíu. Þá var Íslandi og Sádí-Arabíu nýlega boðin þátttaka eftir að Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin drógu lið sín úr keppni. Sjónvarpsstöðin beIn Sports er rétthafi HM í handbolta en stöðin er dótturfyrirtæki sjónvarpsrisans Al Jazeera, sem er í eigu hinna vellauðug Al Thani-fjölskyldunnar sem fara með með völdin í Katar. Handbolti Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Sjá meira
Nú er ljóst að HM í handbolta sem fer fram í Katar í næsta mánuði verður ekki sýnt á þýsku ríkisstöðvunum tveimur, ARD og ZDF. Ljóst er að um gríðarlegt áfall er að ræða fyrir þýska handknattleikssambandið. Þetta var tilkynnt í dag en engin önnur þýsk sjónvarpsstöð hefur boðið í sýningarréttinn. Að öllu óbreyttu verður því ekki sýnt frá keppninni í þýsku sjónvarpi. Forráðamenn þýsku ríkisstöðvanna sögðu í yfirlýsingunni að þær hefðu lagt fram boð í réttinn strax í ágúst síðastliðnum. En þær fengu ekki svar fyrr en í gær og í því hafi verið ljóst að það væri ekki frekari grundvöllur til viðræðna á milli aðilanna. Þeir segja að þar sem að fullnægjandi svör hafi ekki borist í tæka tíð er ljóst að hætta verður við allt saman að hálfu stöðvanna. Ekki sé hægt að bíða lengur með að ljúka við dagskrá janúarmánaðar á stöðvunum og þá sé tíminn orðinn of naumur til að standa að og skipuleggja beinar útsendingar frá leikjunum í Katar. Þýskir fjölmiðlar segja að engin af stóru sjónvarpsstöðvunum í Þýskalandi geti komið því í kring með svo stuttum fyrirvara að sýna frá mótinu. Það sé hins vegar á færi minni aðila en að rétturinn sé allt of dýr fyrir þá. Útlitið er því dökkt fyrir handboltaáhugamenn í Þýskalandi en þýska handknattleikssambandið mun gera allt sem í þeirra valdi stendur til að málið fái farsæla lausn. „Þetta felur ekki í sér neinn fjárhagslegan skaða en þetta er skaði fyrir íþróttina sjálfa,“ sagði Bernhard Bauer, forseti þýska handknattleikssambandsins. Einnig var rætt við forráðamenn þýsku úrvalsdeildarinnar sem segja að afleiðingar þessa séu miklar fyrir markaðsvirði íþróttarinnar og þar með deildarinnar sjálfrar. Þetta er enn eitt hneykslismálið sem kemur upp í tengslum við HM í Katar. Þýskaland féll úr leik í undankeppni mótsins en var hleypt inn á kostnað Ástralíu. Þá var Íslandi og Sádí-Arabíu nýlega boðin þátttaka eftir að Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin drógu lið sín úr keppni. Sjónvarpsstöðin beIn Sports er rétthafi HM í handbolta en stöðin er dótturfyrirtæki sjónvarpsrisans Al Jazeera, sem er í eigu hinna vellauðug Al Thani-fjölskyldunnar sem fara með með völdin í Katar.
Handbolti Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Sjá meira