Enn eitt áfallið fyrir HM: Engar sjónvarpsútsendingar í Þýskalandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. desember 2014 13:46 Vísir/Getty Nú er ljóst að HM í handbolta sem fer fram í Katar í næsta mánuði verður ekki sýnt á þýsku ríkisstöðvunum tveimur, ARD og ZDF. Ljóst er að um gríðarlegt áfall er að ræða fyrir þýska handknattleikssambandið. Þetta var tilkynnt í dag en engin önnur þýsk sjónvarpsstöð hefur boðið í sýningarréttinn. Að öllu óbreyttu verður því ekki sýnt frá keppninni í þýsku sjónvarpi. Forráðamenn þýsku ríkisstöðvanna sögðu í yfirlýsingunni að þær hefðu lagt fram boð í réttinn strax í ágúst síðastliðnum. En þær fengu ekki svar fyrr en í gær og í því hafi verið ljóst að það væri ekki frekari grundvöllur til viðræðna á milli aðilanna. Þeir segja að þar sem að fullnægjandi svör hafi ekki borist í tæka tíð er ljóst að hætta verður við allt saman að hálfu stöðvanna. Ekki sé hægt að bíða lengur með að ljúka við dagskrá janúarmánaðar á stöðvunum og þá sé tíminn orðinn of naumur til að standa að og skipuleggja beinar útsendingar frá leikjunum í Katar. Þýskir fjölmiðlar segja að engin af stóru sjónvarpsstöðvunum í Þýskalandi geti komið því í kring með svo stuttum fyrirvara að sýna frá mótinu. Það sé hins vegar á færi minni aðila en að rétturinn sé allt of dýr fyrir þá. Útlitið er því dökkt fyrir handboltaáhugamenn í Þýskalandi en þýska handknattleikssambandið mun gera allt sem í þeirra valdi stendur til að málið fái farsæla lausn. „Þetta felur ekki í sér neinn fjárhagslegan skaða en þetta er skaði fyrir íþróttina sjálfa,“ sagði Bernhard Bauer, forseti þýska handknattleikssambandsins. Einnig var rætt við forráðamenn þýsku úrvalsdeildarinnar sem segja að afleiðingar þessa séu miklar fyrir markaðsvirði íþróttarinnar og þar með deildarinnar sjálfrar. Þetta er enn eitt hneykslismálið sem kemur upp í tengslum við HM í Katar. Þýskaland féll úr leik í undankeppni mótsins en var hleypt inn á kostnað Ástralíu. Þá var Íslandi og Sádí-Arabíu nýlega boðin þátttaka eftir að Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin drógu lið sín úr keppni. Sjónvarpsstöðin beIn Sports er rétthafi HM í handbolta en stöðin er dótturfyrirtæki sjónvarpsrisans Al Jazeera, sem er í eigu hinna vellauðug Al Thani-fjölskyldunnar sem fara með með völdin í Katar. Handbolti Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Nú er ljóst að HM í handbolta sem fer fram í Katar í næsta mánuði verður ekki sýnt á þýsku ríkisstöðvunum tveimur, ARD og ZDF. Ljóst er að um gríðarlegt áfall er að ræða fyrir þýska handknattleikssambandið. Þetta var tilkynnt í dag en engin önnur þýsk sjónvarpsstöð hefur boðið í sýningarréttinn. Að öllu óbreyttu verður því ekki sýnt frá keppninni í þýsku sjónvarpi. Forráðamenn þýsku ríkisstöðvanna sögðu í yfirlýsingunni að þær hefðu lagt fram boð í réttinn strax í ágúst síðastliðnum. En þær fengu ekki svar fyrr en í gær og í því hafi verið ljóst að það væri ekki frekari grundvöllur til viðræðna á milli aðilanna. Þeir segja að þar sem að fullnægjandi svör hafi ekki borist í tæka tíð er ljóst að hætta verður við allt saman að hálfu stöðvanna. Ekki sé hægt að bíða lengur með að ljúka við dagskrá janúarmánaðar á stöðvunum og þá sé tíminn orðinn of naumur til að standa að og skipuleggja beinar útsendingar frá leikjunum í Katar. Þýskir fjölmiðlar segja að engin af stóru sjónvarpsstöðvunum í Þýskalandi geti komið því í kring með svo stuttum fyrirvara að sýna frá mótinu. Það sé hins vegar á færi minni aðila en að rétturinn sé allt of dýr fyrir þá. Útlitið er því dökkt fyrir handboltaáhugamenn í Þýskalandi en þýska handknattleikssambandið mun gera allt sem í þeirra valdi stendur til að málið fái farsæla lausn. „Þetta felur ekki í sér neinn fjárhagslegan skaða en þetta er skaði fyrir íþróttina sjálfa,“ sagði Bernhard Bauer, forseti þýska handknattleikssambandsins. Einnig var rætt við forráðamenn þýsku úrvalsdeildarinnar sem segja að afleiðingar þessa séu miklar fyrir markaðsvirði íþróttarinnar og þar með deildarinnar sjálfrar. Þetta er enn eitt hneykslismálið sem kemur upp í tengslum við HM í Katar. Þýskaland féll úr leik í undankeppni mótsins en var hleypt inn á kostnað Ástralíu. Þá var Íslandi og Sádí-Arabíu nýlega boðin þátttaka eftir að Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin drógu lið sín úr keppni. Sjónvarpsstöðin beIn Sports er rétthafi HM í handbolta en stöðin er dótturfyrirtæki sjónvarpsrisans Al Jazeera, sem er í eigu hinna vellauðug Al Thani-fjölskyldunnar sem fara með með völdin í Katar.
Handbolti Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira