Wow Mom...! Þorvaldur Skúlason skrifar 10. nóvember 2014 12:58 Ég man þegar flugfélag Smartlandsins Íslands, Wow, eða flugfélag fólksins eins og það kýs að kalla sig, tók á loft, að mig minnir 31. maí 2012. Ef undirrituðum bregst ekki minni var flogið með fullt af Smartfólki úr Kardimommubænum til Parísar á stefnumót við sendiherra Smartlandsins í Frakklandi. Ekki veit ég nákvæmlega af hverju það var svona mikilvægt að hitta sendiherrann þar, en kannski var hann bara feginn að hafa eitthvað að gera. Og hvað er betra en að fá fullt af Smartfólki í einn eða tvo drykki þegar ekkert annað lá fyrir á dagskránni. Svo er líka hitt að landinn hefur sérstaklega gaman af að koma saman á erlendri grundu, og það var því kannski þorpsandinn sem réð þar för. Ég man það sömuleiðis þegar Smartlandsflugfélagið hóf sig til flugs að Flugstjórinn viðkunnanlegi birtist á skjám landsmanna og útskýrði fyrir okkur vesalingunum hvert þetta „frumlega“ nafn ætti rætur sínar að rekja. Viti menn, hann sagði okkur hinum að það væri svo að alltaf þegar að erlendir vinir hans kæmu til Íslands segðu þeir einfaldlega: „Wow,“ yfir einstakri fegurð lands og þjóðar og ættu ekki orð til að lýsa þessu yfirnáttúrulega landi sem hann væri frá og urðu náttúrlega umsvifalaust Íslandsvinir „med det samme“. Hann útskýrði líka á mjög svo frumlegan hátt að ef maður snéri nafninu á hvolf gæti maður lesið Mom út úr því, eða móðir á ensku, og bætti svo við að hver vildi ekki liggja í kjöltu móður sinnar og skellti svo upp úr á sinn einstaka hátt! Það fylgdi hins vegar ekki sögunni hversu lengi og hversu gott honum þætti sjálfum að liggja í kjöltu móður sinnar. Ja, ég eins og sjálfsagt margir íbúar Smartlandsins skildi ég ekki alveg samlíkinguna og þennan sjálfsagt „local humor“ forstjóra Wow-Mom flugfélagsins, en undirrituðum fannst persónulega nóg að dvelja í um níu mánaða skeið í kjöltu móður sinnar er hann leit heiminn fyrst augum og þáði svo auðmjúklega „lífræna“ mjólk móður sinnar, en lét sér svo nægja að knúsa mömmu sína vinalega og gefa stöku koss á kinn það sem eftir var. En enn og aftur geri nú hver fyrir sig. Kannski er boðið upp á kjöltudans um borð með flugliðum Wow-Mom, svona ef ske kynni að einhver saknaði þess að vera ekki í kjöltu móður sinnar svona rétt á meðan við fljúgum yfir Pollinn til meginlandsins. Ég hef að sjálfsögðu ekkert á móti samkeppni í flugi frekar en í öðrum atvinnugreinum, en mér hefur fundist margt af því sem Smartlandsflugfélagið Wow-Mom hefur tekið sér fyrir hendur frekar „silly“, kjánalegt og hégómlegt. Öll höfum við svona „dash“ af kjánaskap og hégóma innan okkar raða og vill undirritaður undirstrika að hann hefur haft nóg af honum til að dreifa á sinni ævi og því er það kannski svo að hann sér það betur í fari annarra. En nóg um höfund greinarinnar, enda ekki meiningin að vera svo sjálfhverfur að fara að setja mig inn í þennan pistil. En hégóminn birtist sjálfsagt í því að forstjóra Smartlandsflugfélagsins langar mikið til að vera nokkurs konar Richard Branson Íslands og að Wow sé nokkurs konar mini-útgáfa af Virgin Atlantic, en hvorugt passar þetta. Forstjóri flugfélags fólksins er enginn Branson og Wow verður seint Virgin Atlantic, þó svo reynt sé að sækja innblástur til þessa mikla frumkvöðuls sem Richard Branson er. Forstjóri Wow-Mom er hins vegar góður sölu- og markaðsmaður og ágætur sem slíkur og það útskýrir kannski hvers vegna það gengur svo illa að haldast á fólki hjá flugfélagi fólksins, sem vill þó ekki hafa of mikið af fólki í vinnu svo verðið til okkar hinna í Smartlandinu góða haldist lægra en til dæmis hjá Icelandair. Wow-Mom tilkynnti nýlega að það ætlaði að hefja flug til Norður-Ameríku, nánar tiltekið til Logan-flugvallar í Boston annars vegar og svo hins vegar til BWI vallar, eða Baltimore Washington International, eins og hann kallast á frummálinu. Þetta eru áfangastaðir sem Icelandair sinnir og sinnti, þ.e. þeir fljúga til Boston og flugu til BWI svo áratugum skipti, en gera það ekki lengur heldur fara nú beint inná DC, á Dulles Intl., en BWI í Baltimore er aðeins fyrir utan. Verðið sem undirritaður sá auglýst ef minni brestur ekki var um 9.900 ISK aðra leiðina til Boston og fannst það ótrúlega lágt. Ekki veit undirritaður hve mörg sæti voru í boði á þessu Wow-Mom verði, kannski 20 til 40 í 200 sæta vél. En hér er um hreinar getgátur að ræða. Allavega sammæltust fagaðilar báðum megin Atlantshafsins sem til þekkja að þetta verð væri ótrúverðugt og menn sæju ekki alveg hvernig þetta ætti eftir að ganga upp. Þótt eðlilegt sé að álykta að menn fagni samkeppninni á þessum flugleiðum sem og öðrum. Undirritaður kannaði að gamni verð til Boston hjá Wow-Mom; (dags 4.11.14) út 1.5.15 og tilbaka 15.5.15. Tiltók að ég væri með handfarangur sem væri ekki yfir 5 kg og vænti þess að borga ekki sérstaklega fyrir það, en gaf mér tvær 20 kg töskur, enda hefur Icelandair alltaf boðið upp á slíkt innfalið í verði hjá sér vestur um haf. Þetta töskugjald fram og til baka var 19.980 kr., sem gerði samanlagt verð fyrir einn til Boston þessa daga með Wow-Mom 75.995 kr. Undirritaður hefur flogið meira en hálfa ævina til ýmissa áfangastaða í Bandaríkjunum, þó aðallega til New York, og kannaði einnig verð Icelandair til Boston sérstaklega þessa daga og endaði í 79.785 kr., en allt innfalið og enginn falinn kostnaður á móti. Munum að Wow-Mom gæti rukkað fyrir handfarangurinn ef hann fer yfir 5 kg, fyrir að velja sæti o.s.frv. og því myndi þessi 3.790 kr. munur fljótt fjúka út um gluggann. Ætli það væri svo ekki bara undir hverjum og einum komið að velja hvort menn vildu fljúga með Wow-Mom Airbus A321 til Boston, sem er nokkurs konar „stretcher“ af A320 týpunni sem Wow-Mom notar nú þegar með um 5.700 km flugdrægni, á móti Icelandair Boeing 757-200 vélunum sem hafa um 7.200 km flugþol. Persónulega veldi undirritaður Icelandair, en er kannski ekki alveg hlutlaus þar sem móðir undirritaðs vann alla sína starfsævi, í 43 ár, sem flugfreyja, fyrst hjá Loftleiðum og sem síðar varð Flugleiðir og Icelandair. Undirritaður verður líka að taka fram að hann flaug sjálfur sem flugþjónn hjá Icelandair á námsárum sínum og bauð þeim sem far vildu þiggja með félaginu upp á te, kaffi og meðlæti með bros á vör. Nýlega birtist viðtal, að mig minnir á CNBC, sem fáir horfa á, við hinn viðkunnanlega forstjóra Wow-Mom flugfélagsins þar sem hann vildi útskýra hvernig þetta frábæra viðskiptamódel gengi upp! Og viti menn, hann sagði: Við rukkum bara fyrir það sem þú notar! En sniðugt, ekki satt? En skoðum það aðeins nánar hvað það er sem við notum þegar við fljúgum? Við þurfum öll að sitja með sætisólar spenntar í flugtaki og lendingu og ekki er leyfilegt að standa eða vera ekki með sæti þegar flogið er. Wow-Mom rukkar fyrir að velja sæti og því er það kannski ekki val, en ég sting upp á að teknar verði úr þrjár öftustu sætaraðir véla Wow-Mom og boðið upp á stæði eins og á Laugardalsvellinum forðum daga og ef manni tekst að standa á einni löpp alla rúmu fimm tímana til Boston fengi maður frítt sæti. Allavega hugmynd, nema að það er ekki leyfilegt að fljúga standandi. Ansans! Jæja þá. Þá er það farangurinn, þurfum við í raun farangur þegar við ferðumst? Af hverju ekki bara að ferðast „light“ eins og sumir segja, kannski bara með handafarangurinn í fríið, svo lengi sem hann er undir 5 kg. Maður gæti bara sett tannburstann, tannkremið og rakspírann og naglaklippurnar í handfarangurinn eða bara inn á sig. En ansans, þá væri það tekið af manni í öryggisleitinni svo það væri skammgóður vermir. En þá gæti Wow-Mom selt okkur það svo aftur um borð, þ.e.a.s. tannburstann, tannkremið og ilmvatnið sem var hirt af okkur rétt áðan. Þetta er hugmynd að sölu, við þyrftum þá að kaupa það um borð. Ég man líka eftir því þegar Ryanair velti því fyrir sér að rukka fyrir WC notkun um borð, við litla hrifningu fólks. Maður þarf svo sannarlega oft að nota WC um borð og gæti undirritaður giskað á að um 65-70% farþega á lengri flugleiðum nýttu sér WC um borð og því ekki að rukka fyrir það hjá Wow-Mom? Að rukka fyrir það sem maður notar, eins og orðað var. Að lokum minntist forstjórinn á að lega landsins væri lykill að því að fljúga svona yfir hafið eins og það væri ný uppgötvun í sjálfu sér og Wow-Mom flugfélagið væri fyrsta lággjaldafélagið sem færi þessa leið! Kapphlaupið yfir Atlantshafið er svo sannarlega ekki nýtt af nálinni né er Wow-Mom fyrsta lággjaldaflugfélagið sem flýgur svona yfir hafið. Í byrjun síðustu aldar voru það skipafélögin Cunard og White Star Line, sem rak og átti m.a. Titanic, sem kepptust um að setja ný hraðamet á siglingum sínum frá Southampton í Bretlandi til New York á austurströnd Bandaríkjanna áður en hægt var að fljúga á milli. Sir Freddy Laker sem átti Laker flugfélagið á sjöunda og áttunda áratugnum gerði líka heiðarlega tilraun til að fljúga fyrir lægra verð yfir Pollinn með DC-10 vélum, en var á endanum bolað út af British Airways sem reyndu að gera svipað við Virgin Atlantic, en sem betur fer tókst ekki. En svo má einnig nefna Norwegian Air Shuttle sem flýgur nú frá Keflavíkur til Oslóar og svo getur maður flogið fyrir um 350 evrur til New York, frá Osló, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn á Boeing 787 Dreamliner, sem reyndar hefur verið svolítið „pirruð“ eða viðkvæm, þ.e.a.s. tíðar bilanir hafa hrjáð þá annars ágætu vél. Norwegian er lággjaldaflugfélag sem rukkar ekki fyrir handfarangur. Síðast en ekki síst ber náttúrlega að minnast á okkar alvöru flugfrumkvöðla, Loftleiðamennina Alfreð Elíasson, Óla Olsen og hans bræður sem og t.d. Dagfinn Stefánsson, fv.flugstjóra, og fleiri sem sjálfir flugu vélunum milli Lúxemborgar með „stopover“ á Íslandi og svo áfram til New York og síðar til Chicago einnig. „Sloganið“ var: „We are slower but we´re lower.“ Loftleiðir Icelandic, eins og félagið hét þá, byrjuðu að fljúga hér á milli með Ísland sem millilendingu á DC-6, svo „Monsanum“ og síðar eða um 1971 með komu DC-8-63 þotna Loftleiða. Loftleiðamenn voru utan IATA (alþjóðsamtaka flugfélaga ) og þar sem verð var ekki frjálst á þessum flugleiðum (de-regulation í USA ekki til staðar) og gátu Loftleiðamenn boðið upp á lægra verð á leiðinni yfir Atlantshafið og voru oft nefndir „the hippie airline“ í Bandaríkjunum. Flugu með allt að 3-4 fullar DC-8 þotur sem tóku hver um sig 249 farþega til og frá Íslandi, yfir til Lúx og svo til baka til New York. Þar á meðal farþega voru ung og efnileg bandarísk hjón að nafni Bill og Hilary Clinton á námsárum þeirra. Loftleiðir Icelandic var fyrsta lággjaldaflugfélagið sem flaug á milli Evrópu og Bandaríkjanna með „stopover“ á Íslandi og byggði upp það leiðarkerfi sem er stoðir Icelandair eins og við þekkjum það í dag. Auk þess var Loftleiða-andinn vel þekktur beggja vegna Atlantshafsins þar sem raunverulegt frumkvöðlastarf í flugi á Íslandi átti sér stað og við þekkjum svo vel til. Ég veit ekki með ykkur, og þó ég fagni samkeppni í hvaða formi sem hún er og Wow í sjálfu sér tímanna tákn, þá ætla ég sem þægur þegn Smartlandsins Íslands að velja Icelandair til Boston í þetta sinn þótt þeir séu í dag 3.790 kr. dýrari en Wow-Mom. Þar sem mér finnst flugfélag fólksins byggt fullmikið á dýrum hégóma og treysti ekki alveg hvað þeim dettur í hug að rukka fyrir næst þegar maður stígur yfir þröskuldinn í Airbus A321 þotu fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ég man þegar flugfélag Smartlandsins Íslands, Wow, eða flugfélag fólksins eins og það kýs að kalla sig, tók á loft, að mig minnir 31. maí 2012. Ef undirrituðum bregst ekki minni var flogið með fullt af Smartfólki úr Kardimommubænum til Parísar á stefnumót við sendiherra Smartlandsins í Frakklandi. Ekki veit ég nákvæmlega af hverju það var svona mikilvægt að hitta sendiherrann þar, en kannski var hann bara feginn að hafa eitthvað að gera. Og hvað er betra en að fá fullt af Smartfólki í einn eða tvo drykki þegar ekkert annað lá fyrir á dagskránni. Svo er líka hitt að landinn hefur sérstaklega gaman af að koma saman á erlendri grundu, og það var því kannski þorpsandinn sem réð þar för. Ég man það sömuleiðis þegar Smartlandsflugfélagið hóf sig til flugs að Flugstjórinn viðkunnanlegi birtist á skjám landsmanna og útskýrði fyrir okkur vesalingunum hvert þetta „frumlega“ nafn ætti rætur sínar að rekja. Viti menn, hann sagði okkur hinum að það væri svo að alltaf þegar að erlendir vinir hans kæmu til Íslands segðu þeir einfaldlega: „Wow,“ yfir einstakri fegurð lands og þjóðar og ættu ekki orð til að lýsa þessu yfirnáttúrulega landi sem hann væri frá og urðu náttúrlega umsvifalaust Íslandsvinir „med det samme“. Hann útskýrði líka á mjög svo frumlegan hátt að ef maður snéri nafninu á hvolf gæti maður lesið Mom út úr því, eða móðir á ensku, og bætti svo við að hver vildi ekki liggja í kjöltu móður sinnar og skellti svo upp úr á sinn einstaka hátt! Það fylgdi hins vegar ekki sögunni hversu lengi og hversu gott honum þætti sjálfum að liggja í kjöltu móður sinnar. Ja, ég eins og sjálfsagt margir íbúar Smartlandsins skildi ég ekki alveg samlíkinguna og þennan sjálfsagt „local humor“ forstjóra Wow-Mom flugfélagsins, en undirrituðum fannst persónulega nóg að dvelja í um níu mánaða skeið í kjöltu móður sinnar er hann leit heiminn fyrst augum og þáði svo auðmjúklega „lífræna“ mjólk móður sinnar, en lét sér svo nægja að knúsa mömmu sína vinalega og gefa stöku koss á kinn það sem eftir var. En enn og aftur geri nú hver fyrir sig. Kannski er boðið upp á kjöltudans um borð með flugliðum Wow-Mom, svona ef ske kynni að einhver saknaði þess að vera ekki í kjöltu móður sinnar svona rétt á meðan við fljúgum yfir Pollinn til meginlandsins. Ég hef að sjálfsögðu ekkert á móti samkeppni í flugi frekar en í öðrum atvinnugreinum, en mér hefur fundist margt af því sem Smartlandsflugfélagið Wow-Mom hefur tekið sér fyrir hendur frekar „silly“, kjánalegt og hégómlegt. Öll höfum við svona „dash“ af kjánaskap og hégóma innan okkar raða og vill undirritaður undirstrika að hann hefur haft nóg af honum til að dreifa á sinni ævi og því er það kannski svo að hann sér það betur í fari annarra. En nóg um höfund greinarinnar, enda ekki meiningin að vera svo sjálfhverfur að fara að setja mig inn í þennan pistil. En hégóminn birtist sjálfsagt í því að forstjóra Smartlandsflugfélagsins langar mikið til að vera nokkurs konar Richard Branson Íslands og að Wow sé nokkurs konar mini-útgáfa af Virgin Atlantic, en hvorugt passar þetta. Forstjóri flugfélags fólksins er enginn Branson og Wow verður seint Virgin Atlantic, þó svo reynt sé að sækja innblástur til þessa mikla frumkvöðuls sem Richard Branson er. Forstjóri Wow-Mom er hins vegar góður sölu- og markaðsmaður og ágætur sem slíkur og það útskýrir kannski hvers vegna það gengur svo illa að haldast á fólki hjá flugfélagi fólksins, sem vill þó ekki hafa of mikið af fólki í vinnu svo verðið til okkar hinna í Smartlandinu góða haldist lægra en til dæmis hjá Icelandair. Wow-Mom tilkynnti nýlega að það ætlaði að hefja flug til Norður-Ameríku, nánar tiltekið til Logan-flugvallar í Boston annars vegar og svo hins vegar til BWI vallar, eða Baltimore Washington International, eins og hann kallast á frummálinu. Þetta eru áfangastaðir sem Icelandair sinnir og sinnti, þ.e. þeir fljúga til Boston og flugu til BWI svo áratugum skipti, en gera það ekki lengur heldur fara nú beint inná DC, á Dulles Intl., en BWI í Baltimore er aðeins fyrir utan. Verðið sem undirritaður sá auglýst ef minni brestur ekki var um 9.900 ISK aðra leiðina til Boston og fannst það ótrúlega lágt. Ekki veit undirritaður hve mörg sæti voru í boði á þessu Wow-Mom verði, kannski 20 til 40 í 200 sæta vél. En hér er um hreinar getgátur að ræða. Allavega sammæltust fagaðilar báðum megin Atlantshafsins sem til þekkja að þetta verð væri ótrúverðugt og menn sæju ekki alveg hvernig þetta ætti eftir að ganga upp. Þótt eðlilegt sé að álykta að menn fagni samkeppninni á þessum flugleiðum sem og öðrum. Undirritaður kannaði að gamni verð til Boston hjá Wow-Mom; (dags 4.11.14) út 1.5.15 og tilbaka 15.5.15. Tiltók að ég væri með handfarangur sem væri ekki yfir 5 kg og vænti þess að borga ekki sérstaklega fyrir það, en gaf mér tvær 20 kg töskur, enda hefur Icelandair alltaf boðið upp á slíkt innfalið í verði hjá sér vestur um haf. Þetta töskugjald fram og til baka var 19.980 kr., sem gerði samanlagt verð fyrir einn til Boston þessa daga með Wow-Mom 75.995 kr. Undirritaður hefur flogið meira en hálfa ævina til ýmissa áfangastaða í Bandaríkjunum, þó aðallega til New York, og kannaði einnig verð Icelandair til Boston sérstaklega þessa daga og endaði í 79.785 kr., en allt innfalið og enginn falinn kostnaður á móti. Munum að Wow-Mom gæti rukkað fyrir handfarangurinn ef hann fer yfir 5 kg, fyrir að velja sæti o.s.frv. og því myndi þessi 3.790 kr. munur fljótt fjúka út um gluggann. Ætli það væri svo ekki bara undir hverjum og einum komið að velja hvort menn vildu fljúga með Wow-Mom Airbus A321 til Boston, sem er nokkurs konar „stretcher“ af A320 týpunni sem Wow-Mom notar nú þegar með um 5.700 km flugdrægni, á móti Icelandair Boeing 757-200 vélunum sem hafa um 7.200 km flugþol. Persónulega veldi undirritaður Icelandair, en er kannski ekki alveg hlutlaus þar sem móðir undirritaðs vann alla sína starfsævi, í 43 ár, sem flugfreyja, fyrst hjá Loftleiðum og sem síðar varð Flugleiðir og Icelandair. Undirritaður verður líka að taka fram að hann flaug sjálfur sem flugþjónn hjá Icelandair á námsárum sínum og bauð þeim sem far vildu þiggja með félaginu upp á te, kaffi og meðlæti með bros á vör. Nýlega birtist viðtal, að mig minnir á CNBC, sem fáir horfa á, við hinn viðkunnanlega forstjóra Wow-Mom flugfélagsins þar sem hann vildi útskýra hvernig þetta frábæra viðskiptamódel gengi upp! Og viti menn, hann sagði: Við rukkum bara fyrir það sem þú notar! En sniðugt, ekki satt? En skoðum það aðeins nánar hvað það er sem við notum þegar við fljúgum? Við þurfum öll að sitja með sætisólar spenntar í flugtaki og lendingu og ekki er leyfilegt að standa eða vera ekki með sæti þegar flogið er. Wow-Mom rukkar fyrir að velja sæti og því er það kannski ekki val, en ég sting upp á að teknar verði úr þrjár öftustu sætaraðir véla Wow-Mom og boðið upp á stæði eins og á Laugardalsvellinum forðum daga og ef manni tekst að standa á einni löpp alla rúmu fimm tímana til Boston fengi maður frítt sæti. Allavega hugmynd, nema að það er ekki leyfilegt að fljúga standandi. Ansans! Jæja þá. Þá er það farangurinn, þurfum við í raun farangur þegar við ferðumst? Af hverju ekki bara að ferðast „light“ eins og sumir segja, kannski bara með handafarangurinn í fríið, svo lengi sem hann er undir 5 kg. Maður gæti bara sett tannburstann, tannkremið og rakspírann og naglaklippurnar í handfarangurinn eða bara inn á sig. En ansans, þá væri það tekið af manni í öryggisleitinni svo það væri skammgóður vermir. En þá gæti Wow-Mom selt okkur það svo aftur um borð, þ.e.a.s. tannburstann, tannkremið og ilmvatnið sem var hirt af okkur rétt áðan. Þetta er hugmynd að sölu, við þyrftum þá að kaupa það um borð. Ég man líka eftir því þegar Ryanair velti því fyrir sér að rukka fyrir WC notkun um borð, við litla hrifningu fólks. Maður þarf svo sannarlega oft að nota WC um borð og gæti undirritaður giskað á að um 65-70% farþega á lengri flugleiðum nýttu sér WC um borð og því ekki að rukka fyrir það hjá Wow-Mom? Að rukka fyrir það sem maður notar, eins og orðað var. Að lokum minntist forstjórinn á að lega landsins væri lykill að því að fljúga svona yfir hafið eins og það væri ný uppgötvun í sjálfu sér og Wow-Mom flugfélagið væri fyrsta lággjaldafélagið sem færi þessa leið! Kapphlaupið yfir Atlantshafið er svo sannarlega ekki nýtt af nálinni né er Wow-Mom fyrsta lággjaldaflugfélagið sem flýgur svona yfir hafið. Í byrjun síðustu aldar voru það skipafélögin Cunard og White Star Line, sem rak og átti m.a. Titanic, sem kepptust um að setja ný hraðamet á siglingum sínum frá Southampton í Bretlandi til New York á austurströnd Bandaríkjanna áður en hægt var að fljúga á milli. Sir Freddy Laker sem átti Laker flugfélagið á sjöunda og áttunda áratugnum gerði líka heiðarlega tilraun til að fljúga fyrir lægra verð yfir Pollinn með DC-10 vélum, en var á endanum bolað út af British Airways sem reyndu að gera svipað við Virgin Atlantic, en sem betur fer tókst ekki. En svo má einnig nefna Norwegian Air Shuttle sem flýgur nú frá Keflavíkur til Oslóar og svo getur maður flogið fyrir um 350 evrur til New York, frá Osló, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn á Boeing 787 Dreamliner, sem reyndar hefur verið svolítið „pirruð“ eða viðkvæm, þ.e.a.s. tíðar bilanir hafa hrjáð þá annars ágætu vél. Norwegian er lággjaldaflugfélag sem rukkar ekki fyrir handfarangur. Síðast en ekki síst ber náttúrlega að minnast á okkar alvöru flugfrumkvöðla, Loftleiðamennina Alfreð Elíasson, Óla Olsen og hans bræður sem og t.d. Dagfinn Stefánsson, fv.flugstjóra, og fleiri sem sjálfir flugu vélunum milli Lúxemborgar með „stopover“ á Íslandi og svo áfram til New York og síðar til Chicago einnig. „Sloganið“ var: „We are slower but we´re lower.“ Loftleiðir Icelandic, eins og félagið hét þá, byrjuðu að fljúga hér á milli með Ísland sem millilendingu á DC-6, svo „Monsanum“ og síðar eða um 1971 með komu DC-8-63 þotna Loftleiða. Loftleiðamenn voru utan IATA (alþjóðsamtaka flugfélaga ) og þar sem verð var ekki frjálst á þessum flugleiðum (de-regulation í USA ekki til staðar) og gátu Loftleiðamenn boðið upp á lægra verð á leiðinni yfir Atlantshafið og voru oft nefndir „the hippie airline“ í Bandaríkjunum. Flugu með allt að 3-4 fullar DC-8 þotur sem tóku hver um sig 249 farþega til og frá Íslandi, yfir til Lúx og svo til baka til New York. Þar á meðal farþega voru ung og efnileg bandarísk hjón að nafni Bill og Hilary Clinton á námsárum þeirra. Loftleiðir Icelandic var fyrsta lággjaldaflugfélagið sem flaug á milli Evrópu og Bandaríkjanna með „stopover“ á Íslandi og byggði upp það leiðarkerfi sem er stoðir Icelandair eins og við þekkjum það í dag. Auk þess var Loftleiða-andinn vel þekktur beggja vegna Atlantshafsins þar sem raunverulegt frumkvöðlastarf í flugi á Íslandi átti sér stað og við þekkjum svo vel til. Ég veit ekki með ykkur, og þó ég fagni samkeppni í hvaða formi sem hún er og Wow í sjálfu sér tímanna tákn, þá ætla ég sem þægur þegn Smartlandsins Íslands að velja Icelandair til Boston í þetta sinn þótt þeir séu í dag 3.790 kr. dýrari en Wow-Mom. Þar sem mér finnst flugfélag fólksins byggt fullmikið á dýrum hégóma og treysti ekki alveg hvað þeim dettur í hug að rukka fyrir næst þegar maður stígur yfir þröskuldinn í Airbus A321 þotu fólksins.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun