Valdimar Grímsson: Má ekki fara fyrir okkur eins og Svíum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2014 11:30 Valdimar Grímsson, fyrrum landsliðsmaður og einn af markahæstu mönnum A-landsliðsins frá upphafi, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Íslenska liðið sem tapaði á móti Svartfjallalandi um síðustu helgi var mun eldra en liðið sem gekk í gegnum stóru kynslóðarskiptin árið 1990. Þá var Valdimar einn af leikmönnunum sem tóku við keflinu. „Þetta voru bara unglömb þá og voru bara rétt að byrja en við vorum bara búnir að æfa svo mikið að við vorum búnir að fá nóg," sagði Valdimar Grímsson í léttum tón. „Þetta er að hluta til breyttir tímar. Þessir strákar í dag eru að fara út og þeir hafa ekkert annað en að æfa og sinna þessu. Þeir eru því miklu betur á sig komnir í dag en fyrir 25 árum síðan," segir Valdimar um skýringuna á háum meðalaldri íslenska liðsins. „Tímarnir eru breyttir en engu að síður eru þetta mjög alvarlegir hlutir sem eru að gerast. Þegar meðaldur liðsins er farinn að nálgast 31 ár er hlutir sem við þurfum að huga að og passa upp á. Það er ekkert sjálfgefið að vera þarna sem við erum," segir Valdimar. „Ætli við séum ekki búnir að gleyma okkur í mjög mörgu. Við erum búnir að lifa ótrúlegt skeið með frábærum árangri hjá landsliðinu. Fólk heldur að þetta sé eins og hafragrauturinn og komi bara sjálfkrafa á borðið. Það þarf að hlúa að þessu eins og öðru og við erum þarna meðal tíu efstu þjóða. Samkeppnin er alltaf að verða meiri og meiri og við erum dálítið að sofna á verðinum," segir Valdimar. „Á næsta áratug getur brugðið til beggja vona. Ef að þú dettur út þá er gríðarlega erfitt að komast aftur inn. Við sjáum dæmi um það hjá Svíum. Svíar voru alltaf þjóð sem við horfðum upp til sem besta handboltaþjóð í heimi. Núna er hún bara horfin og ekki einu sinni með. Þeir komst ekki inn. Þeir eru með gríðarlega góð unglingalandslið en A-landsliðið kemst ekki inn af því að þeir lenda á móti sterkari andstæðingum. Þar erum við í 1. sæti í dag og við þurfum að passa upp á þetta sæti. Ef við dettum út þá getum við séð langt skeið þar sem við sjáum ekkert íslenska landsliðið á stórmótum," segir Valdimar. „Reynsla er mikilvæg. Þú byggir upp ákveðið traust og leggur inn hjá þjálfara, umhverfi og þjóð. Þú ert þá búinn að skapa ákveðna ímynd og stöðu og þá ertu með brunn til að byggja á. Nýliðarnir þurfa því að komast inn og sanna að þeir séu betri og sterkari. Það er ekkert auðvelt að loka dyrum á reynslumikla menn," segir Valdimar. Valdimar vill sjá landsliðsþjálfarann taka meiri áhættu og vill að Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska liðsins, sitji meira þannig að efnilegir menn í hans stöðu fái tækifæri til að spila „alvöru" mínútur. Það má finna allt viðtal Valtýs við Valdimar hér fyrir ofan.Viðtalið við Valdimar Grímsson. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30 Erum dálítið að sofna á verðinum "Ungu strákarnir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar Grímsson en hann og Bjarki Sigurðsson hafa báðir áhyggjur af háum meðalaldri íslenska landsliðsins. Bjarki nefnir B-landslið sem mögulega 5. nóvember 2014 06:30 Bjarki Sig: Við þurfum að gyrða okkur í brók Bjarki Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 5. nóvember 2014 09:57 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira
Valdimar Grímsson, fyrrum landsliðsmaður og einn af markahæstu mönnum A-landsliðsins frá upphafi, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Íslenska liðið sem tapaði á móti Svartfjallalandi um síðustu helgi var mun eldra en liðið sem gekk í gegnum stóru kynslóðarskiptin árið 1990. Þá var Valdimar einn af leikmönnunum sem tóku við keflinu. „Þetta voru bara unglömb þá og voru bara rétt að byrja en við vorum bara búnir að æfa svo mikið að við vorum búnir að fá nóg," sagði Valdimar Grímsson í léttum tón. „Þetta er að hluta til breyttir tímar. Þessir strákar í dag eru að fara út og þeir hafa ekkert annað en að æfa og sinna þessu. Þeir eru því miklu betur á sig komnir í dag en fyrir 25 árum síðan," segir Valdimar um skýringuna á háum meðalaldri íslenska liðsins. „Tímarnir eru breyttir en engu að síður eru þetta mjög alvarlegir hlutir sem eru að gerast. Þegar meðaldur liðsins er farinn að nálgast 31 ár er hlutir sem við þurfum að huga að og passa upp á. Það er ekkert sjálfgefið að vera þarna sem við erum," segir Valdimar. „Ætli við séum ekki búnir að gleyma okkur í mjög mörgu. Við erum búnir að lifa ótrúlegt skeið með frábærum árangri hjá landsliðinu. Fólk heldur að þetta sé eins og hafragrauturinn og komi bara sjálfkrafa á borðið. Það þarf að hlúa að þessu eins og öðru og við erum þarna meðal tíu efstu þjóða. Samkeppnin er alltaf að verða meiri og meiri og við erum dálítið að sofna á verðinum," segir Valdimar. „Á næsta áratug getur brugðið til beggja vona. Ef að þú dettur út þá er gríðarlega erfitt að komast aftur inn. Við sjáum dæmi um það hjá Svíum. Svíar voru alltaf þjóð sem við horfðum upp til sem besta handboltaþjóð í heimi. Núna er hún bara horfin og ekki einu sinni með. Þeir komst ekki inn. Þeir eru með gríðarlega góð unglingalandslið en A-landsliðið kemst ekki inn af því að þeir lenda á móti sterkari andstæðingum. Þar erum við í 1. sæti í dag og við þurfum að passa upp á þetta sæti. Ef við dettum út þá getum við séð langt skeið þar sem við sjáum ekkert íslenska landsliðið á stórmótum," segir Valdimar. „Reynsla er mikilvæg. Þú byggir upp ákveðið traust og leggur inn hjá þjálfara, umhverfi og þjóð. Þú ert þá búinn að skapa ákveðna ímynd og stöðu og þá ertu með brunn til að byggja á. Nýliðarnir þurfa því að komast inn og sanna að þeir séu betri og sterkari. Það er ekkert auðvelt að loka dyrum á reynslumikla menn," segir Valdimar. Valdimar vill sjá landsliðsþjálfarann taka meiri áhættu og vill að Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska liðsins, sitji meira þannig að efnilegir menn í hans stöðu fái tækifæri til að spila „alvöru" mínútur. Það má finna allt viðtal Valtýs við Valdimar hér fyrir ofan.Viðtalið við Valdimar Grímsson.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30 Erum dálítið að sofna á verðinum "Ungu strákarnir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar Grímsson en hann og Bjarki Sigurðsson hafa báðir áhyggjur af háum meðalaldri íslenska landsliðsins. Bjarki nefnir B-landslið sem mögulega 5. nóvember 2014 06:30 Bjarki Sig: Við þurfum að gyrða okkur í brók Bjarki Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 5. nóvember 2014 09:57 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira
Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30
Erum dálítið að sofna á verðinum "Ungu strákarnir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar Grímsson en hann og Bjarki Sigurðsson hafa báðir áhyggjur af háum meðalaldri íslenska landsliðsins. Bjarki nefnir B-landslið sem mögulega 5. nóvember 2014 06:30
Bjarki Sig: Við þurfum að gyrða okkur í brók Bjarki Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 5. nóvember 2014 09:57