Íþróttir í skjóli landráns og mannréttindabrota Sema Erla Serdar skrifar 29. október 2014 09:46 Íslenska landsliðið í handknattleik tekur í dag á móti því ísraelska í undankeppni EM 2016. Ísraelska landsliðið er mætt hingað til lands sem fulltrúar ríkis sem þekkt er fyrir grimmilegar árásir sínar á saklausa borgara Palestínu, fyrir aðskilnaðarstefnu, hernám og rán á palestínsku landi. Það er óviðeigandi sem og óhugnanlegt að ríki sem kemur fram af svo mikilli grimmd gagnvart annarri þjóð skuli fá að senda fulltrúa sína á íþróttakappleiki hingað til lands. Ísrael er eitt af örfáum ríkjum í heiminum sem hefur herskyldu jafnt fyrir karla og konur og er herskylda í Ísrael þrjú ár fyrir karlmenn og tvö ár fyrir konur. Því er verið að taka á móti tilvonandi og fyrrverandi hermönnum í her sem ítrekað stundar mannréttindarbrot og ofbeldi á Palestínumönnum og hefur að mati mannréttindarsamtaka framið stríðsglæpi í nýafstaðinni árás sinni á Gaza. Í 52 daga stórsókn Ísraela á Gaza á þessu ári létu um 2100 manns lífið, flestir óbreyttir borgarar og þar af meira en 500 börn. Ísraelsmenn láta þó ekki staðar numið þar en stuttu eftir að árásum þeirra á Gaza lauk kynntu ísraelsk stjórnvöld áætlun sína um byggingu nýrrar landtökubyggðar í Austur-Jerúsalem, á landi sem tilheyrir Palestínumönnum. Í fyrradag tilkynnti svo ísraelska ríkisstjórnin að 1000 nýjar íbúðir verði byggðar fyrir ísraelska landræningja í hverfum Palestínumanna í Austur-Jerúsalem. Í dag býr meira en hálf milljón Ísraelsmanna á palestínskum svæðum sem heyra undir hernumið land, en það er land sem Ísraelar hafa stolið af Palestínumönnum og ísraelskir landnemar hafa ólöglega sest að á. Flestir búa þeir á Vesturbakkanum, eða um 300.000 þeirra, sem dreifast á fleiri en hundrað landnemabyggðir. Flestar þessar landnemabyggðir eru byggðar á svæðum þar sem Ísraelsmenn hafa beitt hervaldi og ofbeldi til þess að gera landið upptækt. Þrátt fyrir það flytjast Ísraelar ekki einungis búferlum á stolin landsvæði, heldur starfa stærstu og helstu fyrirtæki Ísraelsmanna á hernumdum svæðum og njóta þannig ákveðinna forréttinda á kostnað Palestínumanna. Sem dæmi má nefna ísraelska fyrirtækið SodaStream, sem flestir Íslendingar ættu að þekkja, en frá árinu 1996 hefur SodaStream verið með stærstu verksmiðjuna sína í Mishor Adomim landnemabyggðinni á Vesturbakkanum. Í 49. grein Fjórða Genfarsáttmálans er skýrt tekið fram að bannað sé fyrir þegna hernámsveldis að setjast að á herteknum svæðum. Í 46. grein Haag sáttmálans er skýrt tekið fram að ólöglegt er að framkvæma eignaupptöku á landi og öðrum hlutum í einkaaeign á hernumdum svæðum. Í ályktun Sameinuðu þjóðanna nr. 465 er talað um að flutningur Ísraelsmanna á eigin þegnum til hernámsvæðanna sé alvarleg hrindrun í samningaviðræðum um frið og er krafist þess að Ísraelsmenn flytji til baka. Það er beinlínis andstætt íþróttaandanum að bjóða ísraelskt landslið velkomið til Íslands, á sama tíma og komið er í veg fyrir að palestínskir íþróttamenn geti stundað íþróttir eða leikið fyrir land sitt og þjóð. Hernám Ísraelshers í Palestínu og skerðing á ferðafrelsi íbúa herteknu svæðanna, sem og árásir á íþróttafólk, fangelsanir og eyðilegging á íþróttamannvirkjum, kemur í veg fyrir að palestínsk landslið og íþróttamenn geti keppt í sínu heimalandi og í fjölmörgum tilvikum á erlendum vettvangi. Dugar þar að líta til palestínska karlalandsliðsins í knattspyrnu, en liðsmenn þess hafa verið fangelsaðir og neitað um ferðaheimildir. Þá harmar hreyfingin BDS Ísland - sniðganga fyrir Palestínu þá staðreynd að verið sé að bjóða hingað til lands ísraelska landsliðinu á meðan þarlend stjórnvöld þverbrjóta alþjóðalög og mannréttindasáttmála, sem bæði Ísrael og Ísland eiga aðild að, sem og samþykktir Sameinuðu þjóðanna, með áratuga löngu hernámi og landráni í Palestínu. Ekkert ríki í heiminum hefur brotið fleiri samþykktir Sameinuðu þjóðanna en Ísrael, og ekkert bendir til þess að þeir hafi hug á að stöðva slíkt, samanber nýjar landtökubyggðir í Austur-Jersúalem. Með því að bjóða ísraelska landsliðið velkomið hingað til lands er Ísland og íslenska íþróttahreyfingin því miður í samstarfi við ríki sem ítrekað fremur mannréttindabrot og stríðsglæpi. Ísraelskar íþróttahreyfingar taka beinan þátt í að viðhalda, verja eða hvítþvo kúgun Ísraela á Palestínumönnum á sama tíma og Ísrael reynir gagngert að fegra ímynd sína á alþjóðavísu í gegnum slíkt samstarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Íslenska landsliðið í handknattleik tekur í dag á móti því ísraelska í undankeppni EM 2016. Ísraelska landsliðið er mætt hingað til lands sem fulltrúar ríkis sem þekkt er fyrir grimmilegar árásir sínar á saklausa borgara Palestínu, fyrir aðskilnaðarstefnu, hernám og rán á palestínsku landi. Það er óviðeigandi sem og óhugnanlegt að ríki sem kemur fram af svo mikilli grimmd gagnvart annarri þjóð skuli fá að senda fulltrúa sína á íþróttakappleiki hingað til lands. Ísrael er eitt af örfáum ríkjum í heiminum sem hefur herskyldu jafnt fyrir karla og konur og er herskylda í Ísrael þrjú ár fyrir karlmenn og tvö ár fyrir konur. Því er verið að taka á móti tilvonandi og fyrrverandi hermönnum í her sem ítrekað stundar mannréttindarbrot og ofbeldi á Palestínumönnum og hefur að mati mannréttindarsamtaka framið stríðsglæpi í nýafstaðinni árás sinni á Gaza. Í 52 daga stórsókn Ísraela á Gaza á þessu ári létu um 2100 manns lífið, flestir óbreyttir borgarar og þar af meira en 500 börn. Ísraelsmenn láta þó ekki staðar numið þar en stuttu eftir að árásum þeirra á Gaza lauk kynntu ísraelsk stjórnvöld áætlun sína um byggingu nýrrar landtökubyggðar í Austur-Jerúsalem, á landi sem tilheyrir Palestínumönnum. Í fyrradag tilkynnti svo ísraelska ríkisstjórnin að 1000 nýjar íbúðir verði byggðar fyrir ísraelska landræningja í hverfum Palestínumanna í Austur-Jerúsalem. Í dag býr meira en hálf milljón Ísraelsmanna á palestínskum svæðum sem heyra undir hernumið land, en það er land sem Ísraelar hafa stolið af Palestínumönnum og ísraelskir landnemar hafa ólöglega sest að á. Flestir búa þeir á Vesturbakkanum, eða um 300.000 þeirra, sem dreifast á fleiri en hundrað landnemabyggðir. Flestar þessar landnemabyggðir eru byggðar á svæðum þar sem Ísraelsmenn hafa beitt hervaldi og ofbeldi til þess að gera landið upptækt. Þrátt fyrir það flytjast Ísraelar ekki einungis búferlum á stolin landsvæði, heldur starfa stærstu og helstu fyrirtæki Ísraelsmanna á hernumdum svæðum og njóta þannig ákveðinna forréttinda á kostnað Palestínumanna. Sem dæmi má nefna ísraelska fyrirtækið SodaStream, sem flestir Íslendingar ættu að þekkja, en frá árinu 1996 hefur SodaStream verið með stærstu verksmiðjuna sína í Mishor Adomim landnemabyggðinni á Vesturbakkanum. Í 49. grein Fjórða Genfarsáttmálans er skýrt tekið fram að bannað sé fyrir þegna hernámsveldis að setjast að á herteknum svæðum. Í 46. grein Haag sáttmálans er skýrt tekið fram að ólöglegt er að framkvæma eignaupptöku á landi og öðrum hlutum í einkaaeign á hernumdum svæðum. Í ályktun Sameinuðu þjóðanna nr. 465 er talað um að flutningur Ísraelsmanna á eigin þegnum til hernámsvæðanna sé alvarleg hrindrun í samningaviðræðum um frið og er krafist þess að Ísraelsmenn flytji til baka. Það er beinlínis andstætt íþróttaandanum að bjóða ísraelskt landslið velkomið til Íslands, á sama tíma og komið er í veg fyrir að palestínskir íþróttamenn geti stundað íþróttir eða leikið fyrir land sitt og þjóð. Hernám Ísraelshers í Palestínu og skerðing á ferðafrelsi íbúa herteknu svæðanna, sem og árásir á íþróttafólk, fangelsanir og eyðilegging á íþróttamannvirkjum, kemur í veg fyrir að palestínsk landslið og íþróttamenn geti keppt í sínu heimalandi og í fjölmörgum tilvikum á erlendum vettvangi. Dugar þar að líta til palestínska karlalandsliðsins í knattspyrnu, en liðsmenn þess hafa verið fangelsaðir og neitað um ferðaheimildir. Þá harmar hreyfingin BDS Ísland - sniðganga fyrir Palestínu þá staðreynd að verið sé að bjóða hingað til lands ísraelska landsliðinu á meðan þarlend stjórnvöld þverbrjóta alþjóðalög og mannréttindasáttmála, sem bæði Ísrael og Ísland eiga aðild að, sem og samþykktir Sameinuðu þjóðanna, með áratuga löngu hernámi og landráni í Palestínu. Ekkert ríki í heiminum hefur brotið fleiri samþykktir Sameinuðu þjóðanna en Ísrael, og ekkert bendir til þess að þeir hafi hug á að stöðva slíkt, samanber nýjar landtökubyggðir í Austur-Jersúalem. Með því að bjóða ísraelska landsliðið velkomið hingað til lands er Ísland og íslenska íþróttahreyfingin því miður í samstarfi við ríki sem ítrekað fremur mannréttindabrot og stríðsglæpi. Ísraelskar íþróttahreyfingar taka beinan þátt í að viðhalda, verja eða hvítþvo kúgun Ísraela á Palestínumönnum á sama tíma og Ísrael reynir gagngert að fegra ímynd sína á alþjóðavísu í gegnum slíkt samstarf.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun