Íþróttir í skjóli landráns og mannréttindabrota Sema Erla Serdar skrifar 29. október 2014 09:46 Íslenska landsliðið í handknattleik tekur í dag á móti því ísraelska í undankeppni EM 2016. Ísraelska landsliðið er mætt hingað til lands sem fulltrúar ríkis sem þekkt er fyrir grimmilegar árásir sínar á saklausa borgara Palestínu, fyrir aðskilnaðarstefnu, hernám og rán á palestínsku landi. Það er óviðeigandi sem og óhugnanlegt að ríki sem kemur fram af svo mikilli grimmd gagnvart annarri þjóð skuli fá að senda fulltrúa sína á íþróttakappleiki hingað til lands. Ísrael er eitt af örfáum ríkjum í heiminum sem hefur herskyldu jafnt fyrir karla og konur og er herskylda í Ísrael þrjú ár fyrir karlmenn og tvö ár fyrir konur. Því er verið að taka á móti tilvonandi og fyrrverandi hermönnum í her sem ítrekað stundar mannréttindarbrot og ofbeldi á Palestínumönnum og hefur að mati mannréttindarsamtaka framið stríðsglæpi í nýafstaðinni árás sinni á Gaza. Í 52 daga stórsókn Ísraela á Gaza á þessu ári létu um 2100 manns lífið, flestir óbreyttir borgarar og þar af meira en 500 börn. Ísraelsmenn láta þó ekki staðar numið þar en stuttu eftir að árásum þeirra á Gaza lauk kynntu ísraelsk stjórnvöld áætlun sína um byggingu nýrrar landtökubyggðar í Austur-Jerúsalem, á landi sem tilheyrir Palestínumönnum. Í fyrradag tilkynnti svo ísraelska ríkisstjórnin að 1000 nýjar íbúðir verði byggðar fyrir ísraelska landræningja í hverfum Palestínumanna í Austur-Jerúsalem. Í dag býr meira en hálf milljón Ísraelsmanna á palestínskum svæðum sem heyra undir hernumið land, en það er land sem Ísraelar hafa stolið af Palestínumönnum og ísraelskir landnemar hafa ólöglega sest að á. Flestir búa þeir á Vesturbakkanum, eða um 300.000 þeirra, sem dreifast á fleiri en hundrað landnemabyggðir. Flestar þessar landnemabyggðir eru byggðar á svæðum þar sem Ísraelsmenn hafa beitt hervaldi og ofbeldi til þess að gera landið upptækt. Þrátt fyrir það flytjast Ísraelar ekki einungis búferlum á stolin landsvæði, heldur starfa stærstu og helstu fyrirtæki Ísraelsmanna á hernumdum svæðum og njóta þannig ákveðinna forréttinda á kostnað Palestínumanna. Sem dæmi má nefna ísraelska fyrirtækið SodaStream, sem flestir Íslendingar ættu að þekkja, en frá árinu 1996 hefur SodaStream verið með stærstu verksmiðjuna sína í Mishor Adomim landnemabyggðinni á Vesturbakkanum. Í 49. grein Fjórða Genfarsáttmálans er skýrt tekið fram að bannað sé fyrir þegna hernámsveldis að setjast að á herteknum svæðum. Í 46. grein Haag sáttmálans er skýrt tekið fram að ólöglegt er að framkvæma eignaupptöku á landi og öðrum hlutum í einkaaeign á hernumdum svæðum. Í ályktun Sameinuðu þjóðanna nr. 465 er talað um að flutningur Ísraelsmanna á eigin þegnum til hernámsvæðanna sé alvarleg hrindrun í samningaviðræðum um frið og er krafist þess að Ísraelsmenn flytji til baka. Það er beinlínis andstætt íþróttaandanum að bjóða ísraelskt landslið velkomið til Íslands, á sama tíma og komið er í veg fyrir að palestínskir íþróttamenn geti stundað íþróttir eða leikið fyrir land sitt og þjóð. Hernám Ísraelshers í Palestínu og skerðing á ferðafrelsi íbúa herteknu svæðanna, sem og árásir á íþróttafólk, fangelsanir og eyðilegging á íþróttamannvirkjum, kemur í veg fyrir að palestínsk landslið og íþróttamenn geti keppt í sínu heimalandi og í fjölmörgum tilvikum á erlendum vettvangi. Dugar þar að líta til palestínska karlalandsliðsins í knattspyrnu, en liðsmenn þess hafa verið fangelsaðir og neitað um ferðaheimildir. Þá harmar hreyfingin BDS Ísland - sniðganga fyrir Palestínu þá staðreynd að verið sé að bjóða hingað til lands ísraelska landsliðinu á meðan þarlend stjórnvöld þverbrjóta alþjóðalög og mannréttindasáttmála, sem bæði Ísrael og Ísland eiga aðild að, sem og samþykktir Sameinuðu þjóðanna, með áratuga löngu hernámi og landráni í Palestínu. Ekkert ríki í heiminum hefur brotið fleiri samþykktir Sameinuðu þjóðanna en Ísrael, og ekkert bendir til þess að þeir hafi hug á að stöðva slíkt, samanber nýjar landtökubyggðir í Austur-Jersúalem. Með því að bjóða ísraelska landsliðið velkomið hingað til lands er Ísland og íslenska íþróttahreyfingin því miður í samstarfi við ríki sem ítrekað fremur mannréttindabrot og stríðsglæpi. Ísraelskar íþróttahreyfingar taka beinan þátt í að viðhalda, verja eða hvítþvo kúgun Ísraela á Palestínumönnum á sama tíma og Ísrael reynir gagngert að fegra ímynd sína á alþjóðavísu í gegnum slíkt samstarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Íslenska landsliðið í handknattleik tekur í dag á móti því ísraelska í undankeppni EM 2016. Ísraelska landsliðið er mætt hingað til lands sem fulltrúar ríkis sem þekkt er fyrir grimmilegar árásir sínar á saklausa borgara Palestínu, fyrir aðskilnaðarstefnu, hernám og rán á palestínsku landi. Það er óviðeigandi sem og óhugnanlegt að ríki sem kemur fram af svo mikilli grimmd gagnvart annarri þjóð skuli fá að senda fulltrúa sína á íþróttakappleiki hingað til lands. Ísrael er eitt af örfáum ríkjum í heiminum sem hefur herskyldu jafnt fyrir karla og konur og er herskylda í Ísrael þrjú ár fyrir karlmenn og tvö ár fyrir konur. Því er verið að taka á móti tilvonandi og fyrrverandi hermönnum í her sem ítrekað stundar mannréttindarbrot og ofbeldi á Palestínumönnum og hefur að mati mannréttindarsamtaka framið stríðsglæpi í nýafstaðinni árás sinni á Gaza. Í 52 daga stórsókn Ísraela á Gaza á þessu ári létu um 2100 manns lífið, flestir óbreyttir borgarar og þar af meira en 500 börn. Ísraelsmenn láta þó ekki staðar numið þar en stuttu eftir að árásum þeirra á Gaza lauk kynntu ísraelsk stjórnvöld áætlun sína um byggingu nýrrar landtökubyggðar í Austur-Jerúsalem, á landi sem tilheyrir Palestínumönnum. Í fyrradag tilkynnti svo ísraelska ríkisstjórnin að 1000 nýjar íbúðir verði byggðar fyrir ísraelska landræningja í hverfum Palestínumanna í Austur-Jerúsalem. Í dag býr meira en hálf milljón Ísraelsmanna á palestínskum svæðum sem heyra undir hernumið land, en það er land sem Ísraelar hafa stolið af Palestínumönnum og ísraelskir landnemar hafa ólöglega sest að á. Flestir búa þeir á Vesturbakkanum, eða um 300.000 þeirra, sem dreifast á fleiri en hundrað landnemabyggðir. Flestar þessar landnemabyggðir eru byggðar á svæðum þar sem Ísraelsmenn hafa beitt hervaldi og ofbeldi til þess að gera landið upptækt. Þrátt fyrir það flytjast Ísraelar ekki einungis búferlum á stolin landsvæði, heldur starfa stærstu og helstu fyrirtæki Ísraelsmanna á hernumdum svæðum og njóta þannig ákveðinna forréttinda á kostnað Palestínumanna. Sem dæmi má nefna ísraelska fyrirtækið SodaStream, sem flestir Íslendingar ættu að þekkja, en frá árinu 1996 hefur SodaStream verið með stærstu verksmiðjuna sína í Mishor Adomim landnemabyggðinni á Vesturbakkanum. Í 49. grein Fjórða Genfarsáttmálans er skýrt tekið fram að bannað sé fyrir þegna hernámsveldis að setjast að á herteknum svæðum. Í 46. grein Haag sáttmálans er skýrt tekið fram að ólöglegt er að framkvæma eignaupptöku á landi og öðrum hlutum í einkaaeign á hernumdum svæðum. Í ályktun Sameinuðu þjóðanna nr. 465 er talað um að flutningur Ísraelsmanna á eigin þegnum til hernámsvæðanna sé alvarleg hrindrun í samningaviðræðum um frið og er krafist þess að Ísraelsmenn flytji til baka. Það er beinlínis andstætt íþróttaandanum að bjóða ísraelskt landslið velkomið til Íslands, á sama tíma og komið er í veg fyrir að palestínskir íþróttamenn geti stundað íþróttir eða leikið fyrir land sitt og þjóð. Hernám Ísraelshers í Palestínu og skerðing á ferðafrelsi íbúa herteknu svæðanna, sem og árásir á íþróttafólk, fangelsanir og eyðilegging á íþróttamannvirkjum, kemur í veg fyrir að palestínsk landslið og íþróttamenn geti keppt í sínu heimalandi og í fjölmörgum tilvikum á erlendum vettvangi. Dugar þar að líta til palestínska karlalandsliðsins í knattspyrnu, en liðsmenn þess hafa verið fangelsaðir og neitað um ferðaheimildir. Þá harmar hreyfingin BDS Ísland - sniðganga fyrir Palestínu þá staðreynd að verið sé að bjóða hingað til lands ísraelska landsliðinu á meðan þarlend stjórnvöld þverbrjóta alþjóðalög og mannréttindasáttmála, sem bæði Ísrael og Ísland eiga aðild að, sem og samþykktir Sameinuðu þjóðanna, með áratuga löngu hernámi og landráni í Palestínu. Ekkert ríki í heiminum hefur brotið fleiri samþykktir Sameinuðu þjóðanna en Ísrael, og ekkert bendir til þess að þeir hafi hug á að stöðva slíkt, samanber nýjar landtökubyggðir í Austur-Jersúalem. Með því að bjóða ísraelska landsliðið velkomið hingað til lands er Ísland og íslenska íþróttahreyfingin því miður í samstarfi við ríki sem ítrekað fremur mannréttindabrot og stríðsglæpi. Ísraelskar íþróttahreyfingar taka beinan þátt í að viðhalda, verja eða hvítþvo kúgun Ísraela á Palestínumönnum á sama tíma og Ísrael reynir gagngert að fegra ímynd sína á alþjóðavísu í gegnum slíkt samstarf.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar