Snorri Steinn: Enginn á felgunni eftir þennan leik Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. október 2014 22:04 Snorri Steinn skoraði eitt mark í kvöld. Vísir/Vilhelm "Þetta eru leikir sem þarf að spila og það af krafti. En það er betra að spila á móti liði eins og Serbíu í Höllinni," sagði Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi Íslands, eftir stórsigurinn á Ísrael í kvöld, aðspurður hvort það væri ekki fínt að vera búinn með þennan skyldusigur. "Við gerðum þetta vel fyrir utan smá vesen til að byrja með. En við vorum fljótir að finna taktinn og lönduðum öruggum sigri," sagði Snorri. Þrátt fyrir erfiðar fyrstu 22 mínútur í leiknum áttu strákarnir ekki í neinum vandræðum með að rúlla yfir Ísraela í seinni hálfleik. Sigurinn risastór og spurning hvað liðið fékk út úr þessu. "Svartfjallaland spilar t.d. svipaða vörn þannig auðvitað fengum við eitthvað út úr þessu. En þessi leikur gefur okkur ekki neinn skapaðan hlut á sunnudaginn. Þar fáum við öðruvísi leik sem við þurfum að vera enn tilbúnari í. En við erum alltaf tilbúnir," sagði Snorri Steinn. "Þetta kostaði ekkert alltof mikla krafta í kvöld; við rúlluðum á liðinu sem er kannski það jákvæðasta við leikinn. Það er enginn á felgunni eftir þennan leik. Allavega geri ég ekki ráð fyrir því." "Það er samt alltaf gott að vinna og senda einhver skilaboð þó þessi riðill snúist á endanum ekki um Ísrael. Leikirnir á móti Svartfjalllalandi og Serbíu munu ráða úrslitum í þessu,” sagði Snorri Steinn. Leikstjórnandinn magnaði hefur verið að skora grimmt í frönsku deildinni þar sem hann spilar með Sélestad, en með landsliðinu hefur hann sig hægan. "Eins og hefur verið í landsliðinu þá set ég upp þau kerfi sem ég og þjálfarinn telja best. Stundum skora ég og stundum ekki. Eins og ég hef sagt áður þá eru þetta tvö ólík hlutverk sem ég sinni hjá þessum liðum. Það kemur fyrir að maður sé meira opinn í Frakklandi. En ef eitthvað lið ætlar ekki að taka mig alvarlega í landsleikjum þá þruma ég auðvitað á markið," sagði Snorri Steinn Guðjónsson. Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 36-19 | Strákarnir völtuðu yfir Ísrael í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið með tvö stig í undankeppni EM 2016 eftir stórsigur á Ísrael í Laugardalshöll í kvöld. 29. október 2014 17:40 Serbía á toppnum með Íslandi Serbar hefja leik í undankeppni EM 2016 með sigri á Svartfjallalandi. 29. október 2014 21:34 Stórhættulega brotið á Guðjóni Val | Sjáið myndirnar Það kom upp leiðinlegt atvik í landsleik Íslanda og Ísraels í kvöld þegar markvörður Ísraels fékk rautt spjald fyrir að verða í vegi fyrir Guðjóni Val Sigurðssyni í hraðaupphlaupi. 29. október 2014 21:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
"Þetta eru leikir sem þarf að spila og það af krafti. En það er betra að spila á móti liði eins og Serbíu í Höllinni," sagði Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi Íslands, eftir stórsigurinn á Ísrael í kvöld, aðspurður hvort það væri ekki fínt að vera búinn með þennan skyldusigur. "Við gerðum þetta vel fyrir utan smá vesen til að byrja með. En við vorum fljótir að finna taktinn og lönduðum öruggum sigri," sagði Snorri. Þrátt fyrir erfiðar fyrstu 22 mínútur í leiknum áttu strákarnir ekki í neinum vandræðum með að rúlla yfir Ísraela í seinni hálfleik. Sigurinn risastór og spurning hvað liðið fékk út úr þessu. "Svartfjallaland spilar t.d. svipaða vörn þannig auðvitað fengum við eitthvað út úr þessu. En þessi leikur gefur okkur ekki neinn skapaðan hlut á sunnudaginn. Þar fáum við öðruvísi leik sem við þurfum að vera enn tilbúnari í. En við erum alltaf tilbúnir," sagði Snorri Steinn. "Þetta kostaði ekkert alltof mikla krafta í kvöld; við rúlluðum á liðinu sem er kannski það jákvæðasta við leikinn. Það er enginn á felgunni eftir þennan leik. Allavega geri ég ekki ráð fyrir því." "Það er samt alltaf gott að vinna og senda einhver skilaboð þó þessi riðill snúist á endanum ekki um Ísrael. Leikirnir á móti Svartfjalllalandi og Serbíu munu ráða úrslitum í þessu,” sagði Snorri Steinn. Leikstjórnandinn magnaði hefur verið að skora grimmt í frönsku deildinni þar sem hann spilar með Sélestad, en með landsliðinu hefur hann sig hægan. "Eins og hefur verið í landsliðinu þá set ég upp þau kerfi sem ég og þjálfarinn telja best. Stundum skora ég og stundum ekki. Eins og ég hef sagt áður þá eru þetta tvö ólík hlutverk sem ég sinni hjá þessum liðum. Það kemur fyrir að maður sé meira opinn í Frakklandi. En ef eitthvað lið ætlar ekki að taka mig alvarlega í landsleikjum þá þruma ég auðvitað á markið," sagði Snorri Steinn Guðjónsson.
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 36-19 | Strákarnir völtuðu yfir Ísrael í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið með tvö stig í undankeppni EM 2016 eftir stórsigur á Ísrael í Laugardalshöll í kvöld. 29. október 2014 17:40 Serbía á toppnum með Íslandi Serbar hefja leik í undankeppni EM 2016 með sigri á Svartfjallalandi. 29. október 2014 21:34 Stórhættulega brotið á Guðjóni Val | Sjáið myndirnar Það kom upp leiðinlegt atvik í landsleik Íslanda og Ísraels í kvöld þegar markvörður Ísraels fékk rautt spjald fyrir að verða í vegi fyrir Guðjóni Val Sigurðssyni í hraðaupphlaupi. 29. október 2014 21:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 36-19 | Strákarnir völtuðu yfir Ísrael í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið með tvö stig í undankeppni EM 2016 eftir stórsigur á Ísrael í Laugardalshöll í kvöld. 29. október 2014 17:40
Serbía á toppnum með Íslandi Serbar hefja leik í undankeppni EM 2016 með sigri á Svartfjallalandi. 29. október 2014 21:34
Stórhættulega brotið á Guðjóni Val | Sjáið myndirnar Það kom upp leiðinlegt atvik í landsleik Íslanda og Ísraels í kvöld þegar markvörður Ísraels fékk rautt spjald fyrir að verða í vegi fyrir Guðjóni Val Sigurðssyni í hraðaupphlaupi. 29. október 2014 21:45
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti