Snorri Steinn: Enginn á felgunni eftir þennan leik Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. október 2014 22:04 Snorri Steinn skoraði eitt mark í kvöld. Vísir/Vilhelm "Þetta eru leikir sem þarf að spila og það af krafti. En það er betra að spila á móti liði eins og Serbíu í Höllinni," sagði Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi Íslands, eftir stórsigurinn á Ísrael í kvöld, aðspurður hvort það væri ekki fínt að vera búinn með þennan skyldusigur. "Við gerðum þetta vel fyrir utan smá vesen til að byrja með. En við vorum fljótir að finna taktinn og lönduðum öruggum sigri," sagði Snorri. Þrátt fyrir erfiðar fyrstu 22 mínútur í leiknum áttu strákarnir ekki í neinum vandræðum með að rúlla yfir Ísraela í seinni hálfleik. Sigurinn risastór og spurning hvað liðið fékk út úr þessu. "Svartfjallaland spilar t.d. svipaða vörn þannig auðvitað fengum við eitthvað út úr þessu. En þessi leikur gefur okkur ekki neinn skapaðan hlut á sunnudaginn. Þar fáum við öðruvísi leik sem við þurfum að vera enn tilbúnari í. En við erum alltaf tilbúnir," sagði Snorri Steinn. "Þetta kostaði ekkert alltof mikla krafta í kvöld; við rúlluðum á liðinu sem er kannski það jákvæðasta við leikinn. Það er enginn á felgunni eftir þennan leik. Allavega geri ég ekki ráð fyrir því." "Það er samt alltaf gott að vinna og senda einhver skilaboð þó þessi riðill snúist á endanum ekki um Ísrael. Leikirnir á móti Svartfjalllalandi og Serbíu munu ráða úrslitum í þessu,” sagði Snorri Steinn. Leikstjórnandinn magnaði hefur verið að skora grimmt í frönsku deildinni þar sem hann spilar með Sélestad, en með landsliðinu hefur hann sig hægan. "Eins og hefur verið í landsliðinu þá set ég upp þau kerfi sem ég og þjálfarinn telja best. Stundum skora ég og stundum ekki. Eins og ég hef sagt áður þá eru þetta tvö ólík hlutverk sem ég sinni hjá þessum liðum. Það kemur fyrir að maður sé meira opinn í Frakklandi. En ef eitthvað lið ætlar ekki að taka mig alvarlega í landsleikjum þá þruma ég auðvitað á markið," sagði Snorri Steinn Guðjónsson. Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 36-19 | Strákarnir völtuðu yfir Ísrael í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið með tvö stig í undankeppni EM 2016 eftir stórsigur á Ísrael í Laugardalshöll í kvöld. 29. október 2014 17:40 Serbía á toppnum með Íslandi Serbar hefja leik í undankeppni EM 2016 með sigri á Svartfjallalandi. 29. október 2014 21:34 Stórhættulega brotið á Guðjóni Val | Sjáið myndirnar Það kom upp leiðinlegt atvik í landsleik Íslanda og Ísraels í kvöld þegar markvörður Ísraels fékk rautt spjald fyrir að verða í vegi fyrir Guðjóni Val Sigurðssyni í hraðaupphlaupi. 29. október 2014 21:45 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
"Þetta eru leikir sem þarf að spila og það af krafti. En það er betra að spila á móti liði eins og Serbíu í Höllinni," sagði Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi Íslands, eftir stórsigurinn á Ísrael í kvöld, aðspurður hvort það væri ekki fínt að vera búinn með þennan skyldusigur. "Við gerðum þetta vel fyrir utan smá vesen til að byrja með. En við vorum fljótir að finna taktinn og lönduðum öruggum sigri," sagði Snorri. Þrátt fyrir erfiðar fyrstu 22 mínútur í leiknum áttu strákarnir ekki í neinum vandræðum með að rúlla yfir Ísraela í seinni hálfleik. Sigurinn risastór og spurning hvað liðið fékk út úr þessu. "Svartfjallaland spilar t.d. svipaða vörn þannig auðvitað fengum við eitthvað út úr þessu. En þessi leikur gefur okkur ekki neinn skapaðan hlut á sunnudaginn. Þar fáum við öðruvísi leik sem við þurfum að vera enn tilbúnari í. En við erum alltaf tilbúnir," sagði Snorri Steinn. "Þetta kostaði ekkert alltof mikla krafta í kvöld; við rúlluðum á liðinu sem er kannski það jákvæðasta við leikinn. Það er enginn á felgunni eftir þennan leik. Allavega geri ég ekki ráð fyrir því." "Það er samt alltaf gott að vinna og senda einhver skilaboð þó þessi riðill snúist á endanum ekki um Ísrael. Leikirnir á móti Svartfjalllalandi og Serbíu munu ráða úrslitum í þessu,” sagði Snorri Steinn. Leikstjórnandinn magnaði hefur verið að skora grimmt í frönsku deildinni þar sem hann spilar með Sélestad, en með landsliðinu hefur hann sig hægan. "Eins og hefur verið í landsliðinu þá set ég upp þau kerfi sem ég og þjálfarinn telja best. Stundum skora ég og stundum ekki. Eins og ég hef sagt áður þá eru þetta tvö ólík hlutverk sem ég sinni hjá þessum liðum. Það kemur fyrir að maður sé meira opinn í Frakklandi. En ef eitthvað lið ætlar ekki að taka mig alvarlega í landsleikjum þá þruma ég auðvitað á markið," sagði Snorri Steinn Guðjónsson.
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 36-19 | Strákarnir völtuðu yfir Ísrael í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið með tvö stig í undankeppni EM 2016 eftir stórsigur á Ísrael í Laugardalshöll í kvöld. 29. október 2014 17:40 Serbía á toppnum með Íslandi Serbar hefja leik í undankeppni EM 2016 með sigri á Svartfjallalandi. 29. október 2014 21:34 Stórhættulega brotið á Guðjóni Val | Sjáið myndirnar Það kom upp leiðinlegt atvik í landsleik Íslanda og Ísraels í kvöld þegar markvörður Ísraels fékk rautt spjald fyrir að verða í vegi fyrir Guðjóni Val Sigurðssyni í hraðaupphlaupi. 29. október 2014 21:45 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 36-19 | Strákarnir völtuðu yfir Ísrael í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið með tvö stig í undankeppni EM 2016 eftir stórsigur á Ísrael í Laugardalshöll í kvöld. 29. október 2014 17:40
Serbía á toppnum með Íslandi Serbar hefja leik í undankeppni EM 2016 með sigri á Svartfjallalandi. 29. október 2014 21:34
Stórhættulega brotið á Guðjóni Val | Sjáið myndirnar Það kom upp leiðinlegt atvik í landsleik Íslanda og Ísraels í kvöld þegar markvörður Ísraels fékk rautt spjald fyrir að verða í vegi fyrir Guðjóni Val Sigurðssyni í hraðaupphlaupi. 29. október 2014 21:45
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti