Snorri Steinn: Enginn á felgunni eftir þennan leik Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. október 2014 22:04 Snorri Steinn skoraði eitt mark í kvöld. Vísir/Vilhelm "Þetta eru leikir sem þarf að spila og það af krafti. En það er betra að spila á móti liði eins og Serbíu í Höllinni," sagði Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi Íslands, eftir stórsigurinn á Ísrael í kvöld, aðspurður hvort það væri ekki fínt að vera búinn með þennan skyldusigur. "Við gerðum þetta vel fyrir utan smá vesen til að byrja með. En við vorum fljótir að finna taktinn og lönduðum öruggum sigri," sagði Snorri. Þrátt fyrir erfiðar fyrstu 22 mínútur í leiknum áttu strákarnir ekki í neinum vandræðum með að rúlla yfir Ísraela í seinni hálfleik. Sigurinn risastór og spurning hvað liðið fékk út úr þessu. "Svartfjallaland spilar t.d. svipaða vörn þannig auðvitað fengum við eitthvað út úr þessu. En þessi leikur gefur okkur ekki neinn skapaðan hlut á sunnudaginn. Þar fáum við öðruvísi leik sem við þurfum að vera enn tilbúnari í. En við erum alltaf tilbúnir," sagði Snorri Steinn. "Þetta kostaði ekkert alltof mikla krafta í kvöld; við rúlluðum á liðinu sem er kannski það jákvæðasta við leikinn. Það er enginn á felgunni eftir þennan leik. Allavega geri ég ekki ráð fyrir því." "Það er samt alltaf gott að vinna og senda einhver skilaboð þó þessi riðill snúist á endanum ekki um Ísrael. Leikirnir á móti Svartfjalllalandi og Serbíu munu ráða úrslitum í þessu,” sagði Snorri Steinn. Leikstjórnandinn magnaði hefur verið að skora grimmt í frönsku deildinni þar sem hann spilar með Sélestad, en með landsliðinu hefur hann sig hægan. "Eins og hefur verið í landsliðinu þá set ég upp þau kerfi sem ég og þjálfarinn telja best. Stundum skora ég og stundum ekki. Eins og ég hef sagt áður þá eru þetta tvö ólík hlutverk sem ég sinni hjá þessum liðum. Það kemur fyrir að maður sé meira opinn í Frakklandi. En ef eitthvað lið ætlar ekki að taka mig alvarlega í landsleikjum þá þruma ég auðvitað á markið," sagði Snorri Steinn Guðjónsson. Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 36-19 | Strákarnir völtuðu yfir Ísrael í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið með tvö stig í undankeppni EM 2016 eftir stórsigur á Ísrael í Laugardalshöll í kvöld. 29. október 2014 17:40 Serbía á toppnum með Íslandi Serbar hefja leik í undankeppni EM 2016 með sigri á Svartfjallalandi. 29. október 2014 21:34 Stórhættulega brotið á Guðjóni Val | Sjáið myndirnar Það kom upp leiðinlegt atvik í landsleik Íslanda og Ísraels í kvöld þegar markvörður Ísraels fékk rautt spjald fyrir að verða í vegi fyrir Guðjóni Val Sigurðssyni í hraðaupphlaupi. 29. október 2014 21:45 Mest lesið Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
"Þetta eru leikir sem þarf að spila og það af krafti. En það er betra að spila á móti liði eins og Serbíu í Höllinni," sagði Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi Íslands, eftir stórsigurinn á Ísrael í kvöld, aðspurður hvort það væri ekki fínt að vera búinn með þennan skyldusigur. "Við gerðum þetta vel fyrir utan smá vesen til að byrja með. En við vorum fljótir að finna taktinn og lönduðum öruggum sigri," sagði Snorri. Þrátt fyrir erfiðar fyrstu 22 mínútur í leiknum áttu strákarnir ekki í neinum vandræðum með að rúlla yfir Ísraela í seinni hálfleik. Sigurinn risastór og spurning hvað liðið fékk út úr þessu. "Svartfjallaland spilar t.d. svipaða vörn þannig auðvitað fengum við eitthvað út úr þessu. En þessi leikur gefur okkur ekki neinn skapaðan hlut á sunnudaginn. Þar fáum við öðruvísi leik sem við þurfum að vera enn tilbúnari í. En við erum alltaf tilbúnir," sagði Snorri Steinn. "Þetta kostaði ekkert alltof mikla krafta í kvöld; við rúlluðum á liðinu sem er kannski það jákvæðasta við leikinn. Það er enginn á felgunni eftir þennan leik. Allavega geri ég ekki ráð fyrir því." "Það er samt alltaf gott að vinna og senda einhver skilaboð þó þessi riðill snúist á endanum ekki um Ísrael. Leikirnir á móti Svartfjalllalandi og Serbíu munu ráða úrslitum í þessu,” sagði Snorri Steinn. Leikstjórnandinn magnaði hefur verið að skora grimmt í frönsku deildinni þar sem hann spilar með Sélestad, en með landsliðinu hefur hann sig hægan. "Eins og hefur verið í landsliðinu þá set ég upp þau kerfi sem ég og þjálfarinn telja best. Stundum skora ég og stundum ekki. Eins og ég hef sagt áður þá eru þetta tvö ólík hlutverk sem ég sinni hjá þessum liðum. Það kemur fyrir að maður sé meira opinn í Frakklandi. En ef eitthvað lið ætlar ekki að taka mig alvarlega í landsleikjum þá þruma ég auðvitað á markið," sagði Snorri Steinn Guðjónsson.
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 36-19 | Strákarnir völtuðu yfir Ísrael í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið með tvö stig í undankeppni EM 2016 eftir stórsigur á Ísrael í Laugardalshöll í kvöld. 29. október 2014 17:40 Serbía á toppnum með Íslandi Serbar hefja leik í undankeppni EM 2016 með sigri á Svartfjallalandi. 29. október 2014 21:34 Stórhættulega brotið á Guðjóni Val | Sjáið myndirnar Það kom upp leiðinlegt atvik í landsleik Íslanda og Ísraels í kvöld þegar markvörður Ísraels fékk rautt spjald fyrir að verða í vegi fyrir Guðjóni Val Sigurðssyni í hraðaupphlaupi. 29. október 2014 21:45 Mest lesið Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 36-19 | Strákarnir völtuðu yfir Ísrael í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið með tvö stig í undankeppni EM 2016 eftir stórsigur á Ísrael í Laugardalshöll í kvöld. 29. október 2014 17:40
Serbía á toppnum með Íslandi Serbar hefja leik í undankeppni EM 2016 með sigri á Svartfjallalandi. 29. október 2014 21:34
Stórhættulega brotið á Guðjóni Val | Sjáið myndirnar Það kom upp leiðinlegt atvik í landsleik Íslanda og Ísraels í kvöld þegar markvörður Ísraels fékk rautt spjald fyrir að verða í vegi fyrir Guðjóni Val Sigurðssyni í hraðaupphlaupi. 29. október 2014 21:45