Lífið

Ekkert spurst til Misty Upham í viku

Ekki hefur sést til leikkonunnar Misty Upham, sem er ef til vill hvað best þekkt fyrir leik sinn í kvikmyndinni August: Osage County, í viku samkvæmt lögregluyfirvöldum í Washington-fylki í Bandaríkjunum.

Síðast sást til leikkonunnar á sunnudaginn í síðustu viku, en faðir hennar hringdi í lögregluna og tilkynnti um að hún væri týnd þann 6. október síðastliðinn.

Lögreglu hafði borist símtal um að hún væri að fremja sjálfsvíg í íbúðinni fyrr þann dag, en hin 32 ára Upham hafði þegar farið úr íbúðinni þegar lögreglu bar að garði.

Það er enginn undir stöðu grunaðs í málinu og yfirvöld halda að hún hafi farið úr íbúð sinni einsömul og af fúsum og frjálsum vilja.

Lögregla hefur fjórum sinnum knúð dyra á heimili hennar undanfarið ár því hún hefur hótað sjálfsvígi. Foreldrar leikkonunnar hafa greint frá því að hún sé á lyfjum vegna geðrænna vandamála.

Upham hlaut meðal annars tilnefningu til Independent Spirit Award fyrir aukahlutverk sitt í kvikmyndinni Frozen River.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×