„Guðni kom aðvífandi eins og engill“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2014 16:29 Árni Johnsen og Guðni Ágústsson við Melabúðina í gær. Mynd/Edda Sif Pálsdóttir „Má ég stækka þessa mynd upp, prenta hana á ál og hengja hana upp fyrir ofan sófann minn?“ skrifar Jóhann Bjarni Kolbeinsson, fréttamaður á RÚV, við mynd sem Edda Sif Pálsdóttir sjónvarpskona náði fyrir utan Melabúðina í gær. Óhætt er að segja að myndin sé í skemmtilegri kantinum. Eyjamaðurinn Árni Johnson var nýkominn úr Melabúðinni þar sem hann hafði fest kaup á lambakótilettum, mjólk, mysu og glæsilegum gulum gúmmíhönskum. Ekki vildi þó betur til en svo að höldur á pokanum rifnaði svo vörurnar féllu úr pokanum. „Guðni kom aðvífandi eins og engill,“ segir Árni Johnsen um augnablikið þegar pokinn rifnaði. Hver annar en Guðni Ágústsson, fyrrum landbúnaðarráðherra, var þá mættur til þess að rétta félaga sínum úr Suðurlandskjördæmi hjálparhönd. „Við erum fóstbræður við Guðni og höfum verið lengi. Við erum miklir félagar,“ segir Árni sem gegndi áratugum saman þingmennsku fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ekki var það svo að þeir félagar væru að versla saman heldur var um hreina tilviljun að ræða að Guðna bar að garði. Árni, sem eins og alþjóð veit býr í Eyjum, segist reglulega koma við í Melabúðinni þegar hann á leið vestur í bæ. „Verslunin er persónuleg og mjög góð,“ segir Árni og bætir við aðspurður að kótiletturnar hafi bragðast vel.Benedikt Valsson.Vísir/AntonHefði þegið myndina í Hraðfréttir Myndin hefur vakið mikla athygli eftir að Edda Sif birti hana, með góðfúslegu leyfi þingmannanna fyrrverandi, á Facebook-síðu sinni í gær. Auk Jóhanns Bjarna lýstu fjölmargir yfir aðdáun á myndinni. „Mysan og Adidas skórnir eru hér í hlutverki besta product placement-s sögunnar,“ skrifar Helgi Seljan í Kastljósinu. „Mynd segir meira en þúsund orð, hefur tekið næsta level!“ skrifar skemmtikrafturinn Daníel Geir Moritz. „Ég hefði þegið þetta lokaskot,“ skrifar Benedikt Valsson í Hraðfréttum. Af Guðna er það hins vegar helst að frétta að hann er lagður upp í ferð með hrútavinafélaginu Örvari norður í Þistilfjörð yfir helgina. Erindið er af dýrari gerðinni en koma á uppstoppaða sauðnum Gorba á forystufjársetrið á Svalbarða eins og lesa má nánar um hér. Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Má ég stækka þessa mynd upp, prenta hana á ál og hengja hana upp fyrir ofan sófann minn?“ skrifar Jóhann Bjarni Kolbeinsson, fréttamaður á RÚV, við mynd sem Edda Sif Pálsdóttir sjónvarpskona náði fyrir utan Melabúðina í gær. Óhætt er að segja að myndin sé í skemmtilegri kantinum. Eyjamaðurinn Árni Johnson var nýkominn úr Melabúðinni þar sem hann hafði fest kaup á lambakótilettum, mjólk, mysu og glæsilegum gulum gúmmíhönskum. Ekki vildi þó betur til en svo að höldur á pokanum rifnaði svo vörurnar féllu úr pokanum. „Guðni kom aðvífandi eins og engill,“ segir Árni Johnsen um augnablikið þegar pokinn rifnaði. Hver annar en Guðni Ágústsson, fyrrum landbúnaðarráðherra, var þá mættur til þess að rétta félaga sínum úr Suðurlandskjördæmi hjálparhönd. „Við erum fóstbræður við Guðni og höfum verið lengi. Við erum miklir félagar,“ segir Árni sem gegndi áratugum saman þingmennsku fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ekki var það svo að þeir félagar væru að versla saman heldur var um hreina tilviljun að ræða að Guðna bar að garði. Árni, sem eins og alþjóð veit býr í Eyjum, segist reglulega koma við í Melabúðinni þegar hann á leið vestur í bæ. „Verslunin er persónuleg og mjög góð,“ segir Árni og bætir við aðspurður að kótiletturnar hafi bragðast vel.Benedikt Valsson.Vísir/AntonHefði þegið myndina í Hraðfréttir Myndin hefur vakið mikla athygli eftir að Edda Sif birti hana, með góðfúslegu leyfi þingmannanna fyrrverandi, á Facebook-síðu sinni í gær. Auk Jóhanns Bjarna lýstu fjölmargir yfir aðdáun á myndinni. „Mysan og Adidas skórnir eru hér í hlutverki besta product placement-s sögunnar,“ skrifar Helgi Seljan í Kastljósinu. „Mynd segir meira en þúsund orð, hefur tekið næsta level!“ skrifar skemmtikrafturinn Daníel Geir Moritz. „Ég hefði þegið þetta lokaskot,“ skrifar Benedikt Valsson í Hraðfréttum. Af Guðna er það hins vegar helst að frétta að hann er lagður upp í ferð með hrútavinafélaginu Örvari norður í Þistilfjörð yfir helgina. Erindið er af dýrari gerðinni en koma á uppstoppaða sauðnum Gorba á forystufjársetrið á Svalbarða eins og lesa má nánar um hér.
Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira