„Guðni kom aðvífandi eins og engill“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2014 16:29 Árni Johnsen og Guðni Ágústsson við Melabúðina í gær. Mynd/Edda Sif Pálsdóttir „Má ég stækka þessa mynd upp, prenta hana á ál og hengja hana upp fyrir ofan sófann minn?“ skrifar Jóhann Bjarni Kolbeinsson, fréttamaður á RÚV, við mynd sem Edda Sif Pálsdóttir sjónvarpskona náði fyrir utan Melabúðina í gær. Óhætt er að segja að myndin sé í skemmtilegri kantinum. Eyjamaðurinn Árni Johnson var nýkominn úr Melabúðinni þar sem hann hafði fest kaup á lambakótilettum, mjólk, mysu og glæsilegum gulum gúmmíhönskum. Ekki vildi þó betur til en svo að höldur á pokanum rifnaði svo vörurnar féllu úr pokanum. „Guðni kom aðvífandi eins og engill,“ segir Árni Johnsen um augnablikið þegar pokinn rifnaði. Hver annar en Guðni Ágústsson, fyrrum landbúnaðarráðherra, var þá mættur til þess að rétta félaga sínum úr Suðurlandskjördæmi hjálparhönd. „Við erum fóstbræður við Guðni og höfum verið lengi. Við erum miklir félagar,“ segir Árni sem gegndi áratugum saman þingmennsku fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ekki var það svo að þeir félagar væru að versla saman heldur var um hreina tilviljun að ræða að Guðna bar að garði. Árni, sem eins og alþjóð veit býr í Eyjum, segist reglulega koma við í Melabúðinni þegar hann á leið vestur í bæ. „Verslunin er persónuleg og mjög góð,“ segir Árni og bætir við aðspurður að kótiletturnar hafi bragðast vel.Benedikt Valsson.Vísir/AntonHefði þegið myndina í Hraðfréttir Myndin hefur vakið mikla athygli eftir að Edda Sif birti hana, með góðfúslegu leyfi þingmannanna fyrrverandi, á Facebook-síðu sinni í gær. Auk Jóhanns Bjarna lýstu fjölmargir yfir aðdáun á myndinni. „Mysan og Adidas skórnir eru hér í hlutverki besta product placement-s sögunnar,“ skrifar Helgi Seljan í Kastljósinu. „Mynd segir meira en þúsund orð, hefur tekið næsta level!“ skrifar skemmtikrafturinn Daníel Geir Moritz. „Ég hefði þegið þetta lokaskot,“ skrifar Benedikt Valsson í Hraðfréttum. Af Guðna er það hins vegar helst að frétta að hann er lagður upp í ferð með hrútavinafélaginu Örvari norður í Þistilfjörð yfir helgina. Erindið er af dýrari gerðinni en koma á uppstoppaða sauðnum Gorba á forystufjársetrið á Svalbarða eins og lesa má nánar um hér. Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
„Má ég stækka þessa mynd upp, prenta hana á ál og hengja hana upp fyrir ofan sófann minn?“ skrifar Jóhann Bjarni Kolbeinsson, fréttamaður á RÚV, við mynd sem Edda Sif Pálsdóttir sjónvarpskona náði fyrir utan Melabúðina í gær. Óhætt er að segja að myndin sé í skemmtilegri kantinum. Eyjamaðurinn Árni Johnson var nýkominn úr Melabúðinni þar sem hann hafði fest kaup á lambakótilettum, mjólk, mysu og glæsilegum gulum gúmmíhönskum. Ekki vildi þó betur til en svo að höldur á pokanum rifnaði svo vörurnar féllu úr pokanum. „Guðni kom aðvífandi eins og engill,“ segir Árni Johnsen um augnablikið þegar pokinn rifnaði. Hver annar en Guðni Ágústsson, fyrrum landbúnaðarráðherra, var þá mættur til þess að rétta félaga sínum úr Suðurlandskjördæmi hjálparhönd. „Við erum fóstbræður við Guðni og höfum verið lengi. Við erum miklir félagar,“ segir Árni sem gegndi áratugum saman þingmennsku fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ekki var það svo að þeir félagar væru að versla saman heldur var um hreina tilviljun að ræða að Guðna bar að garði. Árni, sem eins og alþjóð veit býr í Eyjum, segist reglulega koma við í Melabúðinni þegar hann á leið vestur í bæ. „Verslunin er persónuleg og mjög góð,“ segir Árni og bætir við aðspurður að kótiletturnar hafi bragðast vel.Benedikt Valsson.Vísir/AntonHefði þegið myndina í Hraðfréttir Myndin hefur vakið mikla athygli eftir að Edda Sif birti hana, með góðfúslegu leyfi þingmannanna fyrrverandi, á Facebook-síðu sinni í gær. Auk Jóhanns Bjarna lýstu fjölmargir yfir aðdáun á myndinni. „Mysan og Adidas skórnir eru hér í hlutverki besta product placement-s sögunnar,“ skrifar Helgi Seljan í Kastljósinu. „Mynd segir meira en þúsund orð, hefur tekið næsta level!“ skrifar skemmtikrafturinn Daníel Geir Moritz. „Ég hefði þegið þetta lokaskot,“ skrifar Benedikt Valsson í Hraðfréttum. Af Guðna er það hins vegar helst að frétta að hann er lagður upp í ferð með hrútavinafélaginu Örvari norður í Þistilfjörð yfir helgina. Erindið er af dýrari gerðinni en koma á uppstoppaða sauðnum Gorba á forystufjársetrið á Svalbarða eins og lesa má nánar um hér.
Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira