Heltekin af vaxtarrækt og vöðvum: Gerir allt til að ná markmiðum sínum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. september 2014 08:21 Vaxtarræktarkonan Ragnhildur Gyða Magnúsdóttir hefur frá unga aldri verið gjörsamlega heltekin af vaxtarrækt og vöðvum almennt. Hún á sér þann háleita draum að fá að taka þátt í vaxtarræktarkeppninni Miss Olympia. Í dag er þó útlit fyrir að hún og aðrar konur í heiminum fái aldrei tækifæri til þess að láta þann draum rætast því sú þróun er að eiga sér stað að verið er að fella alfarið niður kvennavaxtarækt.„Ég hef lent í því að það komi upp að mér eldri karlmenn sem spyrja mig hvort ég sé karl eða kona.“Nú þegar er búið að taka hana út af dagskrá á mótum eins og Arnold Classic, evrópumeistara- og heimsmeistaramótum. Þá hefur hún þegar liðið undir lok hér á Íslandi en flokkurinn var með á dagskrá í hinsta sinn á bikarameistaramóti IFBB sem haldið var í nóvember á síðasta ári. Ragnhildur segir margar ranghugmyndir í kringum sportið og er ósátt með að ekki sé lengur hægt að keppa hér á landi í vaxtarrækt kvenna og kennir fordómum um. „Ég hef lent í því að það komi upp að mér eldri karlmenn sem spyrja mig hvort ég sé karl eða kona. Og ég hef lent í því að fá neikvæð komment á myndir hjá mér. Að þetta sé ógeðslegt og svona eigi konur ekki að vera,“ segir Ragnhildur. Hún bætir þó við að hið jákvæða vegi upp á móti þessu neikvæða og lætur ekkert stoppa sig.Ragnhildur á sviðinu á síðasta bikarmeistaramóti IFBB í vaxtarækt, sem haldið var fyrir tæpu ári. Ragnhildur keppti þar ein kvenna.Ætlar sér að ná markmiðum sínum Hún segir þó að fólk velti vissulega fyrir sér hvort hægt sé að ná þetta undraverðum árangri án aðstoðar einhvers konar efna, sem og stera. Það skal þó tekið fram að steranotkun er ólögleg á Íslandi, en samkvæmt læknum sem Ísland í dag ræddi við má rekja fjölda dauðsfalla til steranotkunar. „Ég geri það skynsamlega og læt fylgjast vel með öllu. Ég er fullkomlega heilbrigð með fullkomlega heilbrigða líkamsstarfsemi. Þannig að ef þú tækir mig og bærir mig saman við einhvern sem er búinn að reykja eða drekka alla sína ævi, ég hugsa að ég myndi koma miklu betur út,“ segir Ragnhildur. „En að vera íþróttamaður sem borðar heilbrigðan mat og hreyfir sig reglulega. Jú, maður notar allar leiðir til að hjálpa sér að ná sínum markmiðum.“ Ísland í dag hitti Ragnhildi á dögunum. Hægt er að sjá viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Vaxtarræktarkonan Ragnhildur Gyða Magnúsdóttir hefur frá unga aldri verið gjörsamlega heltekin af vaxtarrækt og vöðvum almennt. Hún á sér þann háleita draum að fá að taka þátt í vaxtarræktarkeppninni Miss Olympia. Í dag er þó útlit fyrir að hún og aðrar konur í heiminum fái aldrei tækifæri til þess að láta þann draum rætast því sú þróun er að eiga sér stað að verið er að fella alfarið niður kvennavaxtarækt.„Ég hef lent í því að það komi upp að mér eldri karlmenn sem spyrja mig hvort ég sé karl eða kona.“Nú þegar er búið að taka hana út af dagskrá á mótum eins og Arnold Classic, evrópumeistara- og heimsmeistaramótum. Þá hefur hún þegar liðið undir lok hér á Íslandi en flokkurinn var með á dagskrá í hinsta sinn á bikarameistaramóti IFBB sem haldið var í nóvember á síðasta ári. Ragnhildur segir margar ranghugmyndir í kringum sportið og er ósátt með að ekki sé lengur hægt að keppa hér á landi í vaxtarrækt kvenna og kennir fordómum um. „Ég hef lent í því að það komi upp að mér eldri karlmenn sem spyrja mig hvort ég sé karl eða kona. Og ég hef lent í því að fá neikvæð komment á myndir hjá mér. Að þetta sé ógeðslegt og svona eigi konur ekki að vera,“ segir Ragnhildur. Hún bætir þó við að hið jákvæða vegi upp á móti þessu neikvæða og lætur ekkert stoppa sig.Ragnhildur á sviðinu á síðasta bikarmeistaramóti IFBB í vaxtarækt, sem haldið var fyrir tæpu ári. Ragnhildur keppti þar ein kvenna.Ætlar sér að ná markmiðum sínum Hún segir þó að fólk velti vissulega fyrir sér hvort hægt sé að ná þetta undraverðum árangri án aðstoðar einhvers konar efna, sem og stera. Það skal þó tekið fram að steranotkun er ólögleg á Íslandi, en samkvæmt læknum sem Ísland í dag ræddi við má rekja fjölda dauðsfalla til steranotkunar. „Ég geri það skynsamlega og læt fylgjast vel með öllu. Ég er fullkomlega heilbrigð með fullkomlega heilbrigða líkamsstarfsemi. Þannig að ef þú tækir mig og bærir mig saman við einhvern sem er búinn að reykja eða drekka alla sína ævi, ég hugsa að ég myndi koma miklu betur út,“ segir Ragnhildur. „En að vera íþróttamaður sem borðar heilbrigðan mat og hreyfir sig reglulega. Jú, maður notar allar leiðir til að hjálpa sér að ná sínum markmiðum.“ Ísland í dag hitti Ragnhildi á dögunum. Hægt er að sjá viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira