Heltekin af vaxtarrækt og vöðvum: Gerir allt til að ná markmiðum sínum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. september 2014 08:21 Vaxtarræktarkonan Ragnhildur Gyða Magnúsdóttir hefur frá unga aldri verið gjörsamlega heltekin af vaxtarrækt og vöðvum almennt. Hún á sér þann háleita draum að fá að taka þátt í vaxtarræktarkeppninni Miss Olympia. Í dag er þó útlit fyrir að hún og aðrar konur í heiminum fái aldrei tækifæri til þess að láta þann draum rætast því sú þróun er að eiga sér stað að verið er að fella alfarið niður kvennavaxtarækt.„Ég hef lent í því að það komi upp að mér eldri karlmenn sem spyrja mig hvort ég sé karl eða kona.“Nú þegar er búið að taka hana út af dagskrá á mótum eins og Arnold Classic, evrópumeistara- og heimsmeistaramótum. Þá hefur hún þegar liðið undir lok hér á Íslandi en flokkurinn var með á dagskrá í hinsta sinn á bikarameistaramóti IFBB sem haldið var í nóvember á síðasta ári. Ragnhildur segir margar ranghugmyndir í kringum sportið og er ósátt með að ekki sé lengur hægt að keppa hér á landi í vaxtarrækt kvenna og kennir fordómum um. „Ég hef lent í því að það komi upp að mér eldri karlmenn sem spyrja mig hvort ég sé karl eða kona. Og ég hef lent í því að fá neikvæð komment á myndir hjá mér. Að þetta sé ógeðslegt og svona eigi konur ekki að vera,“ segir Ragnhildur. Hún bætir þó við að hið jákvæða vegi upp á móti þessu neikvæða og lætur ekkert stoppa sig.Ragnhildur á sviðinu á síðasta bikarmeistaramóti IFBB í vaxtarækt, sem haldið var fyrir tæpu ári. Ragnhildur keppti þar ein kvenna.Ætlar sér að ná markmiðum sínum Hún segir þó að fólk velti vissulega fyrir sér hvort hægt sé að ná þetta undraverðum árangri án aðstoðar einhvers konar efna, sem og stera. Það skal þó tekið fram að steranotkun er ólögleg á Íslandi, en samkvæmt læknum sem Ísland í dag ræddi við má rekja fjölda dauðsfalla til steranotkunar. „Ég geri það skynsamlega og læt fylgjast vel með öllu. Ég er fullkomlega heilbrigð með fullkomlega heilbrigða líkamsstarfsemi. Þannig að ef þú tækir mig og bærir mig saman við einhvern sem er búinn að reykja eða drekka alla sína ævi, ég hugsa að ég myndi koma miklu betur út,“ segir Ragnhildur. „En að vera íþróttamaður sem borðar heilbrigðan mat og hreyfir sig reglulega. Jú, maður notar allar leiðir til að hjálpa sér að ná sínum markmiðum.“ Ísland í dag hitti Ragnhildi á dögunum. Hægt er að sjá viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu Sjá meira
Vaxtarræktarkonan Ragnhildur Gyða Magnúsdóttir hefur frá unga aldri verið gjörsamlega heltekin af vaxtarrækt og vöðvum almennt. Hún á sér þann háleita draum að fá að taka þátt í vaxtarræktarkeppninni Miss Olympia. Í dag er þó útlit fyrir að hún og aðrar konur í heiminum fái aldrei tækifæri til þess að láta þann draum rætast því sú þróun er að eiga sér stað að verið er að fella alfarið niður kvennavaxtarækt.„Ég hef lent í því að það komi upp að mér eldri karlmenn sem spyrja mig hvort ég sé karl eða kona.“Nú þegar er búið að taka hana út af dagskrá á mótum eins og Arnold Classic, evrópumeistara- og heimsmeistaramótum. Þá hefur hún þegar liðið undir lok hér á Íslandi en flokkurinn var með á dagskrá í hinsta sinn á bikarameistaramóti IFBB sem haldið var í nóvember á síðasta ári. Ragnhildur segir margar ranghugmyndir í kringum sportið og er ósátt með að ekki sé lengur hægt að keppa hér á landi í vaxtarrækt kvenna og kennir fordómum um. „Ég hef lent í því að það komi upp að mér eldri karlmenn sem spyrja mig hvort ég sé karl eða kona. Og ég hef lent í því að fá neikvæð komment á myndir hjá mér. Að þetta sé ógeðslegt og svona eigi konur ekki að vera,“ segir Ragnhildur. Hún bætir þó við að hið jákvæða vegi upp á móti þessu neikvæða og lætur ekkert stoppa sig.Ragnhildur á sviðinu á síðasta bikarmeistaramóti IFBB í vaxtarækt, sem haldið var fyrir tæpu ári. Ragnhildur keppti þar ein kvenna.Ætlar sér að ná markmiðum sínum Hún segir þó að fólk velti vissulega fyrir sér hvort hægt sé að ná þetta undraverðum árangri án aðstoðar einhvers konar efna, sem og stera. Það skal þó tekið fram að steranotkun er ólögleg á Íslandi, en samkvæmt læknum sem Ísland í dag ræddi við má rekja fjölda dauðsfalla til steranotkunar. „Ég geri það skynsamlega og læt fylgjast vel með öllu. Ég er fullkomlega heilbrigð með fullkomlega heilbrigða líkamsstarfsemi. Þannig að ef þú tækir mig og bærir mig saman við einhvern sem er búinn að reykja eða drekka alla sína ævi, ég hugsa að ég myndi koma miklu betur út,“ segir Ragnhildur. „En að vera íþróttamaður sem borðar heilbrigðan mat og hreyfir sig reglulega. Jú, maður notar allar leiðir til að hjálpa sér að ná sínum markmiðum.“ Ísland í dag hitti Ragnhildi á dögunum. Hægt er að sjá viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu Sjá meira