Slippurinn eini íslenski staðurinn á North festival í New York Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. september 2014 16:56 Slippurinn er fjölskyldurekinn staður í Vestmanneyjum. Mynd/Úr einkasafni Veitingastaðurinn Slippurinn í Vestmannaeyjum, varð þess heiður aðnjótandi að vera boðið á matarráðstefnuna North í New York. Hátíðin er haldin næstu helgi og er þetta stærsta matarhátíðin utan Skandinavíu sem snýst um norræna matargerð. Hún spannar átta daga og hefst þann 12. september næstkomandi. Slippurinn er fjölskyldurekinn staður. Þar er Gísli Matthías Auðunsson yfirmatreiðslumaður og eigandi ásamt systur sinni Indíönu Auðunsdóttur sem er framkvæmdastýra staðarins. Aðrir eigendur eru foreldrar þeirra þau Katrín Gísladóttir og Auðunn Arnar Stefnisson. „Þeir vilja fá gestakokka af flottustu stöðunum í Skandinavíu í dag,“ útskýrir Gísli í samtali við Vísi. Slippurinn er eini íslenski staðurinn sem tekur þátt í hátíðinni í ár, í fyrra var það veitingastaðurinn Dill sem heimsótti hátíðina. „Það er einkakvöldverður sem hver og einn kokkur er með. Við verðum bæði á sunnudeginum og mánudeginum, 14. og 15. september.“ Hátíðin er mikið auglýst í fjölmiðlum vestanhafs, meðal annars með orðunum: „NORTH Festival 2014, Celebrating Nordic Gastronomy - The Most Influential Culinary Movement Since the 1960's.“ Þessi orð útleggjast á íslensku: „North hátíðin 2014, fögnum norrænni matgerðarlist – sú matargerð sem hefur haft mest áhrif síðan árið 1960.“Gísli hefur brennandi áhuga á matarlist.Mynd/Úr einksafniVerða með námskeið í höfuðborg kokteilanna Gísli og Indíana, systir hans, halda saman út nú á fimmtudag ásamt Anítu Ösp Ingólfsdóttur, aðstoðaryfirmatreiðslumanni Slippsins, og Gísla Grímssyni, yfirbarþjóni Slippsins. „Okkur var boðið út, eða við vorum semsagt beðin um að koma, í byrjun ágúst. Þá ákváðum við bara að kýla á þetta.“ Gísli segir Slippinn að auki verða með kokteilanámskeið á hátíðinni fyrir áhugsama. „Þau höfðu svo mikinn áhuga á kokteilunum okkar vegna þess að þetta er allt hráefni af eyjunni. Þau vildu endilega fá okkur í að vera með námskeið þannig að við erum að fara að gera það. Það er sérstaklega skemmtilegt af því að New York er ein af kokteilaborgum heims.“ Gísli segir þetta ótrúlegan heiður, sérstaklega í ljósi þess hve nýr staðurinn er. Íslenskt hráefni sýnt í New York Gísli segir það vissulega verða smá vesen að flytja hráefni milli heimsálfa en kokkarnir og barþjónarnir sem halda út ætla í leiðangur á morgun og hinn til þess að týna hráefni. „Við ætlum að týna blóðberg, hundasúrur og söl og allt sem vantar í kokteilana. Þetta verður að vera sem ferskast þarna úti.“ Allt hráefni staðarins er íslenskt og ætla starfsmenn Slippsins að sýna það besta úr hinu íslenska eldhúsi. Hver sem er getur sótt hátíðina og kostar 149 dollara inn á flesta viðburði hennar. Það eru rúmlega 17 þúsund íslenskar krónur. En heldurðu að þetta komi til með að opna einhverjar dyr? „Já alveg klárlega. Þetta er náttúrulega rosalega mikil landkynning og kynning fyrir staðinn og Vestmannaeyjar. ÉG tók aðeins þátt í þessari hátíð í fyrra og það var rosalega mikið fjölmiðlafár í kringum hana. Nú ætlum við að setja markið hátt og reyna að vekja smá usla þarna úti.“. Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Melanie Watson er látin Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Sjá meira
Veitingastaðurinn Slippurinn í Vestmannaeyjum, varð þess heiður aðnjótandi að vera boðið á matarráðstefnuna North í New York. Hátíðin er haldin næstu helgi og er þetta stærsta matarhátíðin utan Skandinavíu sem snýst um norræna matargerð. Hún spannar átta daga og hefst þann 12. september næstkomandi. Slippurinn er fjölskyldurekinn staður. Þar er Gísli Matthías Auðunsson yfirmatreiðslumaður og eigandi ásamt systur sinni Indíönu Auðunsdóttur sem er framkvæmdastýra staðarins. Aðrir eigendur eru foreldrar þeirra þau Katrín Gísladóttir og Auðunn Arnar Stefnisson. „Þeir vilja fá gestakokka af flottustu stöðunum í Skandinavíu í dag,“ útskýrir Gísli í samtali við Vísi. Slippurinn er eini íslenski staðurinn sem tekur þátt í hátíðinni í ár, í fyrra var það veitingastaðurinn Dill sem heimsótti hátíðina. „Það er einkakvöldverður sem hver og einn kokkur er með. Við verðum bæði á sunnudeginum og mánudeginum, 14. og 15. september.“ Hátíðin er mikið auglýst í fjölmiðlum vestanhafs, meðal annars með orðunum: „NORTH Festival 2014, Celebrating Nordic Gastronomy - The Most Influential Culinary Movement Since the 1960's.“ Þessi orð útleggjast á íslensku: „North hátíðin 2014, fögnum norrænni matgerðarlist – sú matargerð sem hefur haft mest áhrif síðan árið 1960.“Gísli hefur brennandi áhuga á matarlist.Mynd/Úr einksafniVerða með námskeið í höfuðborg kokteilanna Gísli og Indíana, systir hans, halda saman út nú á fimmtudag ásamt Anítu Ösp Ingólfsdóttur, aðstoðaryfirmatreiðslumanni Slippsins, og Gísla Grímssyni, yfirbarþjóni Slippsins. „Okkur var boðið út, eða við vorum semsagt beðin um að koma, í byrjun ágúst. Þá ákváðum við bara að kýla á þetta.“ Gísli segir Slippinn að auki verða með kokteilanámskeið á hátíðinni fyrir áhugsama. „Þau höfðu svo mikinn áhuga á kokteilunum okkar vegna þess að þetta er allt hráefni af eyjunni. Þau vildu endilega fá okkur í að vera með námskeið þannig að við erum að fara að gera það. Það er sérstaklega skemmtilegt af því að New York er ein af kokteilaborgum heims.“ Gísli segir þetta ótrúlegan heiður, sérstaklega í ljósi þess hve nýr staðurinn er. Íslenskt hráefni sýnt í New York Gísli segir það vissulega verða smá vesen að flytja hráefni milli heimsálfa en kokkarnir og barþjónarnir sem halda út ætla í leiðangur á morgun og hinn til þess að týna hráefni. „Við ætlum að týna blóðberg, hundasúrur og söl og allt sem vantar í kokteilana. Þetta verður að vera sem ferskast þarna úti.“ Allt hráefni staðarins er íslenskt og ætla starfsmenn Slippsins að sýna það besta úr hinu íslenska eldhúsi. Hver sem er getur sótt hátíðina og kostar 149 dollara inn á flesta viðburði hennar. Það eru rúmlega 17 þúsund íslenskar krónur. En heldurðu að þetta komi til með að opna einhverjar dyr? „Já alveg klárlega. Þetta er náttúrulega rosalega mikil landkynning og kynning fyrir staðinn og Vestmannaeyjar. ÉG tók aðeins þátt í þessari hátíð í fyrra og það var rosalega mikið fjölmiðlafár í kringum hana. Nú ætlum við að setja markið hátt og reyna að vekja smá usla þarna úti.“.
Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Melanie Watson er látin Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein