"Þetta er bara partur af því að vera veik - að vera með krabbamein" Ellý Ármanns skrifar 8. september 2014 18:37 Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 37 ára, bloggar um bárattu sína við krabbamein á vefnum Innihald.is. Elísabet sem er í miðri lyfjameðferð er staðráðin í að sigra veikindin og klára þetta erfiða verkefni.Hér má lesa hluta af hugleiðingu Elísabetar birt með hennar leyfi:Nú er ég á þeim stað í lyfjameðferðinni að ég fæ að vita hvort hún sé yfir höfuð að virka. Þegar ég fékk að vita að í byrjun september færi ég í myndatökur og heilskanna til að rannsaka líkamann og þau mein sem nú þegar hafa fundist, fannst mér óralangt þangað til. En núna er komið að þessu. Á föstudaginn fór ég í tölvusneiðmyndatöku frá hálsi og niður að nára. Sem sagt, allt kviðarholið myndað og öll líffærin í kring. Í morgun fór ég svo í segulómun á móðuræxlinu. Þetta er bara partur af því að vera veik, að vera með krabbamein. Ég geri mér grein fyrir því að ég mun fara í svona myndatökur í tugi skipta í viðbót á næstu mánuðum og árum. Fyrst til þess að fylgjast með krabbameininu sem ég ætla að sigrast á og svo í framhaldi af því regluleg leit að nýjum meinvörpum. En mikið er þetta erfitt, óþægilegt að finna fyrir efasemdinni og þeim vanmætti sem ég bý yfir. Ég get ekkert gert annað en vonað. En ég geri mér grein fyrir því að meðferðin hefur ekki gengið eins vel og lagt var upp með í upphafi. Ef allt gengur að óskum þá átti ég að ná að hreinsa lungun á þessum tíma. Staðreyndin er bara því miður sú að ég er enn að hósta upp töluvert magni af blóði. Það segir mér, þó svo að ég viti lítið um læknavísindi, en að minnsta kosti eru meinvörpin þarna enn þar sem það er að koma blóð frá þeim. Þá er ekkert annað en að hugsa og vona og biðja þess heitast að meinin hafi minnkað. Ég er alla vega að hósta minna þó svo að það komi blóð í hvert sinn. Móðuræxlið í lærinu hefur heldur ekki náð að minnka, eiginlega þvert á móti. Mér finnst það vera meira út þanið og er farin að finna fyrir verkjum aftur. Áður en ég hóf meðferð var ég mjög verkjuð, satt best að segja mjög kvalin. Sama tíma og ég fékk fyrsta lyfjaskammtinn var einnig bætt töluvert við af verkjalyfjum. Þetta saman eða annað hvort hafði þau áhrif að ég fann nánast ekkert fyrir í lærinu fyrst um sinn, ég var því vongóð og bjartsýn. Núna er staðan sú að æxlið er útþanið og ég finn meira fyrir því. Þetta getur verið bæði gott og slæmt.Lesa pistilinn í heild sinni hér. Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Melanie Watson er látin Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Sjá meira
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 37 ára, bloggar um bárattu sína við krabbamein á vefnum Innihald.is. Elísabet sem er í miðri lyfjameðferð er staðráðin í að sigra veikindin og klára þetta erfiða verkefni.Hér má lesa hluta af hugleiðingu Elísabetar birt með hennar leyfi:Nú er ég á þeim stað í lyfjameðferðinni að ég fæ að vita hvort hún sé yfir höfuð að virka. Þegar ég fékk að vita að í byrjun september færi ég í myndatökur og heilskanna til að rannsaka líkamann og þau mein sem nú þegar hafa fundist, fannst mér óralangt þangað til. En núna er komið að þessu. Á föstudaginn fór ég í tölvusneiðmyndatöku frá hálsi og niður að nára. Sem sagt, allt kviðarholið myndað og öll líffærin í kring. Í morgun fór ég svo í segulómun á móðuræxlinu. Þetta er bara partur af því að vera veik, að vera með krabbamein. Ég geri mér grein fyrir því að ég mun fara í svona myndatökur í tugi skipta í viðbót á næstu mánuðum og árum. Fyrst til þess að fylgjast með krabbameininu sem ég ætla að sigrast á og svo í framhaldi af því regluleg leit að nýjum meinvörpum. En mikið er þetta erfitt, óþægilegt að finna fyrir efasemdinni og þeim vanmætti sem ég bý yfir. Ég get ekkert gert annað en vonað. En ég geri mér grein fyrir því að meðferðin hefur ekki gengið eins vel og lagt var upp með í upphafi. Ef allt gengur að óskum þá átti ég að ná að hreinsa lungun á þessum tíma. Staðreyndin er bara því miður sú að ég er enn að hósta upp töluvert magni af blóði. Það segir mér, þó svo að ég viti lítið um læknavísindi, en að minnsta kosti eru meinvörpin þarna enn þar sem það er að koma blóð frá þeim. Þá er ekkert annað en að hugsa og vona og biðja þess heitast að meinin hafi minnkað. Ég er alla vega að hósta minna þó svo að það komi blóð í hvert sinn. Móðuræxlið í lærinu hefur heldur ekki náð að minnka, eiginlega þvert á móti. Mér finnst það vera meira út þanið og er farin að finna fyrir verkjum aftur. Áður en ég hóf meðferð var ég mjög verkjuð, satt best að segja mjög kvalin. Sama tíma og ég fékk fyrsta lyfjaskammtinn var einnig bætt töluvert við af verkjalyfjum. Þetta saman eða annað hvort hafði þau áhrif að ég fann nánast ekkert fyrir í lærinu fyrst um sinn, ég var því vongóð og bjartsýn. Núna er staðan sú að æxlið er útþanið og ég finn meira fyrir því. Þetta getur verið bæði gott og slæmt.Lesa pistilinn í heild sinni hér.
Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Melanie Watson er látin Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein