Körfubolti

Arnar sá til þess að Bretarnir njósnuðu ekki á æfingu Íslands

Óskar Ófeigur Jónsson London skrifar
Arnar Guðjónsson fór yfir vélarnar í dag.
Arnar Guðjónsson fór yfir vélarnar í dag. vísir/óój
Arnar Guðjónsson, annar aðstoðarþjálfara íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, passaði vel upp á það í kvöld að Bretar væru ekki að taka upp æfingu íslenska liðsins.

Íslenska liðið æfði í fyrsta sinn í Koparkassanum í kvöld og í fyrsta sinn í nokkurn tíma með Jón Arnór Stefánsson innanborðs. Craig Pedersen þjálfari var því að fara yfir mörg hernaðarleyndarmál á æfingunni.

Breska sjónvarpið var búið að stilla upp öllum myndavélum sínum fyrir leikinn annað kvöld og það voru myndavélar út um allt þegar íslenski hópurinn mætti á svæðið.

Arnar tók sig því til og gekk á allar myndavélarnar í kringum völlinn og sá til þess að engin þeirra var stillt á upptöku.

Æfing íslenska liðsins gekk vel og leikmenn virka mjög einbeittir fyrir verkefni morgundagsins.

Leikurinn við Breta í Koparkassanum á morgun hefst klukkan 18.35 að íslenskum tíma.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×