Hilmar Örn Jónsson úr ÍR vann sleggjukastkeppnina á Junioran Gala-mótinu í Mannheim í dag.
Hilmar kastaði sleggjunni 75,65 metra en hann var mjög nálægt sínu eigin aldursflokkameti sem er 76,51.
Hann kastaði tæplega þremur metrum lengra en Þjóðverjinn Alexej Mikhailov sem kastaði 72,24 metra.
Einungis eitt kast Hilmars var ógilt.

