Merkingarlaus umhverfismerking Ólafur Þ. Stephensen skrifar 28. júní 2014 07:00 Fréttablaðið upplýsti í vikunni að merkingin „vistvæn landbúnaðarafurð“ sem er á umbúðum alls konar búvöru, væri í raun fullkomlega merkingarlaus. Merkinu var komið á með vottun samkvæmt opinberri reglugerð árið 1998. Þar var kveðið á um ýmis skilyrði þess að geta fengið vottunina; til dæmis að skepnum hafi ekki verið gefnir hormónar eða óhóflega mikið af sýklalyfjum, að notkun á áburði, lyfjum og varnarefnum í garðyrkju sé innan tiltekinna marka, og búfjárbeit rýri ekki landgæði. Þegar þeir sem fá vottunina hafa fengið hana, á að meta með árlegu eftirliti hvort þeir uppfylli skilyrðin áfram; annars er vottunin afturkölluð og þar með rétturinn til að nota merkinguna. Annars vegar stendur hnífurinn þar í kúnni; eftirlit með vottuninni hefur ekki verið neitt í tólf ár. Atvinnuvegaráðuneytið, áður landbúnaðarráðuneytið, sem setti reglugerðina og á samkvæmt henni að geyma skrár um framleiðendur sem hafa hlotið vottunina, hefur engar upplýsingar um hverjir nota merkinguna. Hins vegar fann Fréttablaðið staðfest dæmi um að framleiðendur sem komu á markað eftir að hætt var að hafa eftirlit með vottuninni hafa engu að síður merkt vörur sínar sem „vistvæna landbúnaðarafurð“. Það heitir einfaldlega að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Sama má raunar segja um þá sem einhvern tímann kunna að hafa uppfyllt skilyrðin og gera það jafnvel ennþá, en án þess að nokkur til þess bær aðili votti það eins og vera ber. Það á til dæmis við um næstum því alla grænmetisbændur í landinu. Alls konar merkingar og vottanir um að fylgt sé vistvænum framleiðsluháttum, passað upp á umhverfið, velferðar dýra gætt og þar fram eftir götunum, skipta æ meira máli við markaðssetningu matvöru. Meðvitaðir neytendur fylgjast með þessum merkingum og beina viðskiptum sínum til þeirra sem hafa fengið opinbera gæðastimpla. Það er grafalvarlegt mál þegar framleiðendur skreyta vörur sínar með merki, sem engin raunveruleg vottun eða eftirlit liggur að baki. Með því er verið að blekkja neytendur. Eins og Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, benti á í Fréttablaðinu eru þetta líka ósanngjarnir samkeppnishættir. Grænmetisframleiðendur sem þykjast vera vistvænir eru í samkeppni við framleiðendur með lífræna vottun, sem er alvöru vottun, útheimtir mikla vinnu og gæðaeftirlit og sætir ströngu árlegu eftirliti. Það er þess vegna gott hjá Sigurði Inga Jóhannssyni landbúnaðarráðherra að lýsa því yfir í Fréttablaðinu í dag að annaðhvort verði eftirliti með vottuninni komið á aftur, eða reglugerðin einfaldlega slegin af. Hins vegar er pínulítið dularfullt að ráðuneytið hans, sem ætti að hafa vitað það í tólf ár að það hefur ekkert eftirlit með vottuninni og heldur engar skrár um þá sem hafa fengið hana, skuli á þeim tíma ekki hafa gert neinar athugasemdir við að búvöruframleiðendur merktu vörur sínar með henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið upplýsti í vikunni að merkingin „vistvæn landbúnaðarafurð“ sem er á umbúðum alls konar búvöru, væri í raun fullkomlega merkingarlaus. Merkinu var komið á með vottun samkvæmt opinberri reglugerð árið 1998. Þar var kveðið á um ýmis skilyrði þess að geta fengið vottunina; til dæmis að skepnum hafi ekki verið gefnir hormónar eða óhóflega mikið af sýklalyfjum, að notkun á áburði, lyfjum og varnarefnum í garðyrkju sé innan tiltekinna marka, og búfjárbeit rýri ekki landgæði. Þegar þeir sem fá vottunina hafa fengið hana, á að meta með árlegu eftirliti hvort þeir uppfylli skilyrðin áfram; annars er vottunin afturkölluð og þar með rétturinn til að nota merkinguna. Annars vegar stendur hnífurinn þar í kúnni; eftirlit með vottuninni hefur ekki verið neitt í tólf ár. Atvinnuvegaráðuneytið, áður landbúnaðarráðuneytið, sem setti reglugerðina og á samkvæmt henni að geyma skrár um framleiðendur sem hafa hlotið vottunina, hefur engar upplýsingar um hverjir nota merkinguna. Hins vegar fann Fréttablaðið staðfest dæmi um að framleiðendur sem komu á markað eftir að hætt var að hafa eftirlit með vottuninni hafa engu að síður merkt vörur sínar sem „vistvæna landbúnaðarafurð“. Það heitir einfaldlega að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Sama má raunar segja um þá sem einhvern tímann kunna að hafa uppfyllt skilyrðin og gera það jafnvel ennþá, en án þess að nokkur til þess bær aðili votti það eins og vera ber. Það á til dæmis við um næstum því alla grænmetisbændur í landinu. Alls konar merkingar og vottanir um að fylgt sé vistvænum framleiðsluháttum, passað upp á umhverfið, velferðar dýra gætt og þar fram eftir götunum, skipta æ meira máli við markaðssetningu matvöru. Meðvitaðir neytendur fylgjast með þessum merkingum og beina viðskiptum sínum til þeirra sem hafa fengið opinbera gæðastimpla. Það er grafalvarlegt mál þegar framleiðendur skreyta vörur sínar með merki, sem engin raunveruleg vottun eða eftirlit liggur að baki. Með því er verið að blekkja neytendur. Eins og Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, benti á í Fréttablaðinu eru þetta líka ósanngjarnir samkeppnishættir. Grænmetisframleiðendur sem þykjast vera vistvænir eru í samkeppni við framleiðendur með lífræna vottun, sem er alvöru vottun, útheimtir mikla vinnu og gæðaeftirlit og sætir ströngu árlegu eftirliti. Það er þess vegna gott hjá Sigurði Inga Jóhannssyni landbúnaðarráðherra að lýsa því yfir í Fréttablaðinu í dag að annaðhvort verði eftirliti með vottuninni komið á aftur, eða reglugerðin einfaldlega slegin af. Hins vegar er pínulítið dularfullt að ráðuneytið hans, sem ætti að hafa vitað það í tólf ár að það hefur ekkert eftirlit með vottuninni og heldur engar skrár um þá sem hafa fengið hana, skuli á þeim tíma ekki hafa gert neinar athugasemdir við að búvöruframleiðendur merktu vörur sínar með henni.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun